Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 30
Einn af þeirra ágætu starfsmönnum sagði: „Þú hlýtur að hafa beðið.“ arsson frétti af þessu og sagðist ætla að hjálpa mér að leita til hinna ýmsu safnaða til að unnt væri að framkvæma breytingarnar á send- inum. Það bar ekki árangur því enginn vildi taka þátt í þessu. En einn góðkunningi minn, Ómar Kristjánsson, var einn af þeim ein- staklingum sem lagði sitt fram. Og þótt hann efaðist um að þetta gengi, þá sagði hann ekki nei. Þannig fékk ég það sem til þurfti og kom peningunum til gjaldkera Pósts og síma og hafist var handa. Þetta gekkþá vel? Það var nú ekki alveg svo ein- falt. Ég fékk hringingu 10 dögum síðar. Var beðinn um að koma niður á Radíóeftirlit, en tónninn var ekki léttur. Þegar ég svo kom á staðinn voru menn grafalvarlegir, og sögðu að því miður væri sendirinn ónot- hæfur. Það væri svo mikil bjögun á tíðninni og útsendingunni. Ég trúði varla minum eigin augum. Var hálf- máttlaus í hnjánum af vonbrigðum. Ég fór heim og sagði konunni minni tíðindin, sem voru ekki uppörvandi. En um hálftíma siðar hringir síminn, þá var ég beðinn um að koma aftur í snatri. Þeir sögðu mér frá mann- legum mistökum, mælitæki hefðu verið stillt á of mikla mögnun, þetta væru góð tíðindi og allt væri i góðu lagi. Einn af þeirra ágætu starfs- mönnum sagði: „Þú hlýtur að hafa beðið.“ Níu mánuðum síðar vorum við komin í lítið húsnæði í Bolholti 6, 5. hæð. Þann 28. júlí árið 1992 hófust fyrstu útsendingarnar. Við höfum nú verið að í 12 ár. En þetta var ekki öflugur sendir? Nei, sendingin náði aðeins til fárra og þetta virtist vitavonlaust. En svo má segja að hvert krafta- verkið hafi rekið annað. Ég man eina stóra stund, snemma að morgni í september sama ár. Þá hringdi síminn um níuleytið. Ég var hálfhissa, því ég hélt að búið væri að loka símanum. En ég heyrði mjög skýra rödd, sem spurði á ensku, hvort þetta væri hjá kristi- legri sjónvarpsstöð. Viðmælandi minn sagðist vera Dr. Paul Crouch, einn þekktasti sjónvarpsmaður í Bandaríkjunum, með stærsta dreif- ingarkerfi kristilegra sjónvarps- stöðva vestanhafs. Ég hafði reynt að ná i þennan mann ítrekað, en án árangurs. Þennan morgun var hann allt í einu á tali við mig í símanum. Röddin i simanum var svo skýr. Ég hélt i fyrstu að verið væri að gabba mig. Hann sagðist vera í Keflavík á leið til Rússlands og hann væri með smáupþlýsingar um þessa stöð. Mér datt í hug að hann hefði loks fengið fax frá mér sem ég hafði áður reynt að senda honum, en það var nú ekki. Hann var að fletta lceland Review á Keflavíkurflugvelli og þar var grein sem sagði frá fyrstu kristilegu sjónvarpsstöðinni á íslandi. Þetta var stutt grein og heimasíminn minn gefinn upp. Ég hafði ekki hugmynd um þessa grein og veit ekki enn hver kom henni þarna inn. Ég sagði honum náttúru- lega að ég hefði reynt að ná sam- bandi við hann. Dr. Paul Crouch spurði mig hvað ég væri með stóran sendi. Ég byrjaði á góðu fréttunum, sagðist vera með sendingu 24 tíma á sólar- hring, og ýmislegt annað jákvætt, en þegar kom að sendinum þagnaði ég, þvi ég hélt að hann myndi missa áhuga við að heyra hve smátt þetta væri. En hann sagði: „Við skulum ekki líta smátt á litla byrjun. Allt byrjar þannig." Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að fá dagskrá frá sér, sem ég jánkaði aö sjálfsögðu. Hann sagðist geta hjálp- að mér með stærri sendi, ekki minni en 1000 W. Siðan sagðist hann koma sömu leið til baka þ.e.a.s. í gegnum ísland, en ef við hittumst ekki þá yrðum við i síma- sambandi. Tíu dögum síðar sendi hann yfirverkfræðing sinn til lands- ins, til að fræðast um hvað við þyrftum. Ég sagði honum frá því, talaði um að við þyrftum senda víðs vegar og einn stóran á Vatns- enda. Einnig benti ég á þörfina á ýmiss konar tækjabúnaði. Síðan fékk ég fax viku síðar. Þar sagði Dr. Paul Crouch að sjónvarpsstöðin TBN myndi aðstoða mig með það sem til þyrfti. Nokkrum mánuðum síðar voru hingað komnir fullir gámar af sendum og tækjabúnaði. Hvaða aðrir áfangar eru merkir að þínu mati? Eitt af undrunum er, að fyrir tveimur árum byrjuðum við að senda til útlanda frá jarðstöð hér fyrir utan bæinn. Dagskráin er send til Noregs og þaðan upp í gervihnött sem sendir um Norður-Evrópu. Þetta er öflugasti hnötturinn fyrir það svæði. Fjöldi fólks nær þessum sendingum, því búið er að stilla búnað til móttöku sendinganna á 1,6 milljónum heimila, þar sem þetta er hluti af ákveðnu dagskrár- tilboði. Þar erum við á listanum yfir rásir sem nást. Við erum virkilega sýnileg þar. Dagskráin er ekki sú sama og við sendum út á innan- landsdreifikerfi okkar þó að sumt sé 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.