Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 34
Hinn bjóðandi Guð Hugleiðing eftir Max Lucado Guö er bjóðandi Guð. Hann bauð Maríu að fæða son sinn, læri- sveinunum að veiða menn, hór- konunni að byrja upp á nýtt og Tómasi að snerta sárin sín. Guð er konungurinn sem hefur höllina til reiðu og matarborðið og býður þegnum sínum. í rauninni virðist uppáhaldsorðið hans vera kom. „Komið, eigumst lög við! segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvitar sem mjöll." „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki." „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ „Komið i brúðkaupið." „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.“ Drottinn er Guð sem býður. Hann er Guð sem kallar. Hann er Guð sem opnar dyr og veifar pila- grímum til borðs sem er hlaðið veisluföngum. Hann býður ekki bara til máltíðar, heldur til lífs, til að koma inn í ríki hans og setjast að í heimi þar sem engin tár eru, engar grafir eða þjáning. Hverjir mega koma? Allir sem vilja. Boðið er til allra en það er einnig persónulegt. Að þekkja Guð er að fá boð Metsöluhöfundurinn Max Lucado Einn af vinsælustu höfundum kristi- legra bóka síðustu árin á Vesturlöndum er Max Lucado, prestur frá Texas í Bandaríkjunum. Þótt hann sé ekki nema tæplega fimmtugur hefur hann skrifað um 40 bækur sem hafa selst í um 33 miiljónum eintaka. Margar þeirra hafa orðið metsölubækur og hafa hlotið margvisleg verðlaun. Hann skrifar mjög óhátíðlegt mál, hálfgert talmál, sem gerir það að verkum að bækur hans eru auðveldar aflestrar. Þótt hann sé alinn upp á trúuðu heimili leiddist hann sem ungur maður af braut trúarinnar út í óreglu og ólifnað en sú reynsla hefur mótað boðun hans mjög mikið. Eftir að hafa snúið baki við þessu lífi kallaði Guð hann til þjónustu í fullu starfi. Hann var um sinn kristniþoði [ Rio de Janeiro í Brasilíu. Nú prédikar hann í vikulegum útvarpsþætti sem er útvarpað á 1.500 útvarpsstöðvum víðs vegar um heim og er ólaunaður prestur í Oak Hills Church í San Antonio í Texas. Bækur hans eru flestar byggðar á ræðum hans sem ná mjög vel til fólks sem ekki fetar veg trúarinnar. Hann þykir skilja mjög stöðu þeirra og miðla vel til þeirra boðskap- num um skilyrðislausan kærleika Guðs og langlyndi hans sem þráir samband við alia menn og er tilbúinn að veita þeim fyrirgefningu sína og tækifæri til að hefja nýtt líf. Max Lucado er kvæntur og á þrjár dætur. Hann er bæði guðfræðingur og fjölmiðlafræðingur. Nokkrar af bókum hans fást á skrif- stofu SÍK, KFUM og KFUK á Holtavegi og án efa víðar. Kjartan Jónsson \c ct&* 'AVt'' „ „Csc"v \vl ,-tí\s "f f „W'Sj, "■'>« V »f" »0""" V\ "C' a V " vvC'1" V,S* _V WL<" ' e"'C. cV"'- "C f* . hans. Ekki bara að heyra það, ekki bara að rannsaka það, ekki bara að samþykkja það, heldur að taka á móti þvi. Það er hægt að læra mikið um boð Guðs án þess að svara því nokkurn tíma. Boð hans er þó skýrt og óbreyt- anlegt. Hann gefur allt og við gefum honum allt. Svo einfalt er það. Hann talar afdráttarlaust þegar hann býður okkur og einnig um það sem hann hefur upp á að bjóða. Okkar er valið. Er það ekki ótrúlegt að Guð skuli fela okkur ákvörðunarvaldið? Hugsaðu um þetta. Það er margt í lífinu sem við höfum ekkert val um. Við getum til dæmis ekki ákveðið veðrið. Við höfum ekki stjórn á efnahagsmálunum. Við getum ekki ákveðið hvort við fæðumst með stórt nef, blá augu eða þykkt hár. Við getum jafnvel ekki valið hvernig fólk bregst við okkur. En við getum valið hvar við eyðum eilífðinni. Guð lætur okkur eftir hina miklu ákvörðun. Okkar er að taka hana. Þetta er eina ákvörðunin sem skiptir máli. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú fellst á tilfærslu í starfi. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú kaupir nýjan bíl eða ekki, hvaða skóla þú ferð í eða hvað þú gerir að ævistarfi í samanburði við það hvar þú eyðir eilífðinni. Þetta er ákvörðun sem þú munt minnast. Þetta er ákvörðun lífsins. 34

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.