Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 12
Ragnar Gunnarsson Er fyrirgefningu að fá? Jesús fyrirgefur fóstureyðingu Umræða um fóstureyðingar er engan veginn einföid. Hún snertir marga strengi, getur kallað fram blendnar tilfinningar, rifið upp særindi og kallað á sektarkennd. En umræðan er mikilvæg þar sem mannslíf eru í húfi. Við þurfum að sýna tillitssemi og nærgætni í umræðum okkar. Aftur á móti mega tilfinningar okkar ekki vera hindrun í að ræða málin. En miklu skiptir hvernig það er gert. Það að eitthvað valdi okkur sektarkennd er í sjálfu sér ekki slæmt ef það sem á eftir kemur leysir okkur undan henni. Jesús talaði um að sannleikurinn gerði okkur frjáls. Sannleikurinn um okkur sjálf er oft óþægilegur, en aðeins sannleikurinn opnar augu okkar og er skref i átt til fyrirgefningarinnar. Þá þarf annan sannleika, sannleikann um Guð, orðin um hann sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur. Sannleikurinn um Guð segir okkur að hann fyrirgefur syndir. Það er sama hver syndin er, sama við hvaða aðstæður við brutum á öðrum og gegn Guði, hann þráir að fyrirgefa. Fóstureyðing sem framkvæmd hefur verið er þar engin undantekning. Jesús segir: „Barnið mitt, syndir þinar eru þér fyrirgefnar." Þetta þýðir einnig: Fóstureyðingin er þér fyrirgefin. Við megum varpa okkur í faðm Guðs, sem er fús að fyrirgefa og þráir að fá að fyrirgefa sérhvert brot. Fyrir okkur verða brotin ýmist stór eða smá, fyrir honum erum við öll syndarar sem þurfum á náð og fyrirgefningu hans að halda. Jesús fyrirgefur allt. Allt. Öllu skiptir að við leitum til frelsarans, játum sekt okkar, biðjum hann um að fyrirgefa. „Ef vér játum syn- dir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar okkur af öllu rang- læti.“ (1. Jóh. 1.9) Ef sektarkenndin þjakar okkur megum við taka þessi orð sem skilaboð til okkar og byggja vissuna um að Guð elskar okkur og fyrirgefur okkur á þessum orðum. Þetta játum við þegar við förum með trúarjátninguna og segjum: „Ég trúi á fyrirgefningu syndanna." Sorgin Sorg og missir fyllir okkur oft sektarkennd. Við sjáum eftir því að hafa ekki notað tækifærin sem gáfust. Við ásökum okkur sjálf. Fólk sem hefur „misst" fóstrið vegna þess að það lét fjarlægja það þarf einnig að glíma við sorg ef sektarkennd eða eftirsjá kemur upp. Þó svo að fólk meðtaki fyrirgefningu Guðs er ekki þar með sagt að sorgin sé horfin. Allur missir hefur áhrif á líf okkar. Við erum minnt á það aftur og aftur að lífið hefði getað verið annað en það er. Við þurfum að ganga veg sorgarinnar. Sem betur fer er farið að gefa sorginni meira rými. Á árum áður var lítið rými til að syrgja andvanafædd börn eða fósturmissi. Vera má að stíga þurfi eitt skref til viðbótar og koma til móts við þau sem hafa látið framkvæma fóstureyðingu og þurfa að fá að syrgja lífið sem þau misstu, vegna þess að þau ákváðu það sjálf að láta það fara. Jesús tekur okkur í faðm sinn. Hann tekur þig í faðm sinn, tilbúinn að fyrirgefa og tilbúinn að hugga. Hann beinir um leið sjónum sínum fram á við og segir: „Ég er með þér alla daga. Ekkert fær slitið þig úr hendi rninni." 12 Ragnar Gunnarsson ragnar@sik.is

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.