Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 37
Til frelsis frelsaði Kristur oss. ... látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok Alvarleg misbeiting valds verður þar sem ekki er aðeins á ferðum misnotandi heldur einnig kringumstæður þar sem misbeiting valds er á einhvern hátt liðin. Fólk brotið niöur Fólk, sem er alvarlega misboöiö, er lík- legt til að rísa gegn kúgaranum þó aðstæður kunni að gera það erfitt. Hluti af alvarlegri kúgun og forsenda þess að hún haldi áfram er því að fólk er brotiö niöur svo það brestur kjark til uþpreisnar og sér jafnvel ekki kúgunina - heldur aðeins hvað það sjálft er misheþpnað. Það verður háð hóp- num og leiðtoga hans á óeðlilegan hátt. Margir, sem fara illa út úr trúarlegu ofbeldi, voru á einhvern hátt brotnir fyrir og með veika sjálfsmynd eða stóðu höllum fæti við inngöngu (eða sættu félagslegri röskun) en fá stuðning úr þéttum hópi með sterkan leiðtoga. Jafnan er um hugsjónafólk að ræða. Misnotandi leiðtogi spilar á veika sjálfsmynd og gætir þess að halda fólki niðri. Það er ýmist uppörvað og hvatt til dáða eða fær skilaboð um að vandinn sé því að kenna, það standi sig ekki nógu vel. Þetta er niðurbrjótandi. Slíkur leiðtogi vill byggja fólk upp, fræöa það og styrkja (til að ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ kraftar þess nýtist sem þest) en halda því jafnframt háðu sér og hópnum þanníg að það komi hvorki til með að yfirgefa hópinn, þó troðið sé á því, né fari að ógna veldi leiðtogans með kröfu um áhrifavald umfram það sem hann getur sætt sig við. Fólki sem sýnir of mikið frumkvæði og sjálfstæði, m.a. hvað menntun varðar, svo leiðtoganum finnst að sér kunni að verða ógnað, er oft rutt úr vegi. Ef leiðtoga sýnist auðmýkt þess og hollusta ekki ótvlræð er því haldið frá öllum áhrifum og það snið- gengið þar til það dregur sig í hlé í þessu samhengi og hverfur loks alveg á braut. Þetta hefur orðið mörgum sár reynsla. Ein tegund trúarlegs ofbeldis er féfletting fólks þar sem því er jafnvel talin trú um að andleg og líkamleg velferð þess stjórnist af því hve mikið það gefur til tiltekinna málefna (aflátssala nútímans). Ráðríkir trúarleiðtogar fara einnig oft frjálslega með fjármál og verja fjármunum ekki í samræmi við það sem gefendum er sagt og bókhald ekki aðgengilegt eða nær ekki yfir alla starf- semina. Óhóflegar kröfur um vinnu I þágu safn- aðar (og óviðráöanleg verkefni) geta í sumum söfnuðum gengið nærri likamlegri og andlegri heilsu fólks. Staða kynjanna I safnaðarsamhengi er vissulega stórt mál sem oft tengist andlegu ofbeldi á einhvern hátt þó ekki verði um þaö fjallað hér. Leiötogi sem er óöruggur innra með sér leitar stundum öryggis í því að ráðskast með fólk og setja söfnuð sinn í lögmáls- bundnar skorður, hvað sem líður áherslu í boðun á náð Guðs. Margir eiga lika erfitt með að meðtaka náðina, sem lifaðan veruleika, þó þeir kunni að geta gert guð- fræðilega grein fyrir óskilyrtri elsku Guðs.'m Til þess að geta yfirgefið söfnuðinn, sem almennt er eina leiðin til að losna undan niðurbrjótandi valdi, þarf oft fyrst innri sigur þar sem hinn kúgaði hefur sig yfir hið kúg- andi vald. Þetta innra gegnumbrot breytir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.