Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 31
sameiginlegt. Dagskráin er á ensku og Norðurlandamálunum. Veturinn 1994-5 var ég staddur um tíma í Sacramento í Banda- k rikjunum. Þá gerðist nokkuð merki- legt. Maður kom til mín og sagði: „Þú munt byrja með útsendingar inn í Evrópu.” Ég hafði verið með þetta í huga en var þá meira að hugsa um Mið-Austurlönd, en hann sagði að ég myndi byrja i Norður- Evrópu, sem varð svo reyndin. Nú eruð þið að vinna að frekari útvíkkun? Já, við erum að undirbúa send- ingar frá ísrael. Merkið frá íslandi verður tekið niður frá fjarskipta- hnetti, og sent upp í öflugan hnött sem dreifirtil Evrópu, Mið-Austur- landa, stórs hluta Rússlands og inn i vesturhluta Kína. Um 35 milljónir heimila eru nú þegar með móttöku- diska fyrir þennan hnött. Þetta verð- ur þriðja rásin hjá okkur, eingöngu á ensku, að visu oft með texta m. a. arabískum. Mikið af dagskránni kemurfrá Bandaríkjunum, en við * munum einnig reyna að fá dagskrá frá Sat7 og öðrum þeim sem fram- leiða dagskrá sérstaklega fyrir þetta svæði. Síðan er annar draumur, eða næsta skref, að hefja sendingar upp í enn annan hnött, Thaicom 3, sem er Asíuhnöttur, og nærtil alls Ind- lands og mikils hluta Asíu. En hverjir eiga þessa stöð, Omega? Við segjum að það sé aðeins Guð, stöðin er hans verk. Að baki stöðinni er félag eða hópur fólks sem er skráður undir nafninu Omega Kristniboðskirkja. Við feng- um fyrir nokkrum árum að ganga inn i kaupsamning núverandi hús- næðis, sem var mikil framför og blessun fyrir okkur. Fyrir það erum við þakklát. Við sem störfum hér vinnum að hlutunum saman. Starfið byggir á trú, bæn og fullvissu þessa fólks sem er með köllun og þráir að þjóna Drottni með boðun fagnað- arerindisins í gegnum sjónvarp. Við erum með samverustundir hér á sunnudögum klukkan ellefu. Þessar samverur sendum við beint út héðan frá Omega. Við komum hér saman til að syngja og lofa Drottin. Þetta er einfalt og gert í hógværð. Við reynum stöðugt að ná til nýs fólks sem hvergi fer í kirkju en vill fylgjast með og taka þátt heima. Hvað ræður valinu á dagskránni hjá ykkur? Þar kemur ýmislegt til. Þetta er alltaf spurning um hvað við ráðum við fjárhagslega og hverjir eru tilbúnir að taka þátt í kostnaðinum. Hér á landi þurfum við að texta efnið, bæði er það skylt þegar ekki er um beina útsendingu að ræða og margir áhorfendur skilja ekki ensku. Textunin tekur tíma og kostar sitt. Það setur okkur skorður. Til dæmis sýnum við ekki þætti Bennys Hinn núna vegna þessa. í byrjun fengum við fjárhagsstuðning að utan til að texta þættina, en ekki lengur. Sama er að segja um þætti frá TBN, Praise the Lord. Textunin krefst þess að við höfum gott fólk til að sinna henni. í bili eru þessir þættir þvi eingöngu sendir út á Evróþurás okkar. Þar er meiri fjölbreytileiki en við ráðum við að senda út hér innanlands. Að sjálfsögðu breytum við einnig til i dagskrárvali eins og aðrar sjónvarpsstöðvar gera. Eins og þegar er komið fram höfum við í hyggju að ná lengra. Þess vegna höfum við að undan- förnu staðið í fjáröflun i því skyni að komast á nýjan gervihnött og ná þannig til enn fleiri landa með fagn- aðarerindið. Við höfum boðið fólki að gerast frumherjar í þessu nýja átaki með því að leggja fram eitt hundrað þúsund krónur. Þeim hin- um sömu höfum við heitið gervi- hnattamóttökudiski með uppsetn- ingu, þeim að kostnaðarlausu. Hvað vitið þið um áhorfenda- hópinn? Við segjum nú að við þekkjum ekki neinn sem ekki hefur horft eitt- hvað á Omega. Áhorfendahópurinn er mjög blandaður, það sjáum við á þeim sem hafa samband. Fólk Um 35 milljónir heimila eru nú þegar með móttökudiska fyrir þennan hnött. Petta verður þriðja rásin hjá okkur. hringir og þakkar fyrir dagskrá eða lætur vita af sér á einn eða annan hátt. Sumt fólk hringir inn til að fá fyrirbæn eða leggja fram bænarefni. Aðrir koma með bróðurlegar ábend- ingar um hvað megi gera betur um leið og þeir blessa okkur. Það er hollt fyrir okkur að hlusta á slíkar ábendingar. Við viljum gera það sem rétt er og vanda okkur. Það sem við sendum út á að vera gott og þannig að það hafi sem mest og best áhrif. Svo er til fóik sem hringir af 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.