Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 28
|f' J Ragnar Gunnarsson „Þú hlýtur að hafa beðið“ Viðtal við Eirík Sigurbjörnsson sjónvarpsstjóra kristilegu stöðvarinnar Omega Sjónvarpsstöðin Omega er til húsa að Grensásvegi 8 í Reykjavík. Þangað lá leiðin að hitta Eirík Sigurbjörnsson, en hann er, eins og svo margir sem láta til sín taka, umdeildur. Fjöldi íslendinga horfir á þessa stöð meira eða minna. Hugmyndin var að forvitn- ast um manninn og stöðina, söguna, hvernig tekist hefur að koma þessu öllu í kring og hvernig framtíðin blasir við. Ég byrja á að spyrja Eirík um upp- hafið. Upphafið eða undanfarinn var útvarpsstöðin Alfa sem starfrækt var i rúm tvö og hálft ár, frá því haustið 1986. Mér fannst ég fá skýra köllun að nota útvarp og sjónvarp til að miðla Guðs orði og eftir að hafa fengið bendingu um það, sótti ég um og fékk leyfi til útvarpsrekstrar. Sverrir Sverrisson frá Akranesi var með mér i þessu starfi og var hann mín helsta hjálþ- arhella. Hann hafði alveg óbilandi trú á þessu, að þetta væri eina leið- in til þess að ná á áhrifarikan hátt til þjóðarinnar. Hann lagði mikið í þetta og það var ómetanlegt. Markmiðið er og hefur alltaf verið að miðla fagnaðarerindinu um Jesú Krist áfram til annarra og inn á heimilin. Guð hafði sýnt okkur að nota til þess útvarpsbylgjur. Við urðum að hætta útsending- unum eftir tvö og hálft ár. Þetta reyndist mjög erfitt fjárhagslega. Aðrir tóku við, fólk úr frjálsu söfn- uðunum hér í Reykjavik og ná- grenni, og gengu inn í þetta. Síðan keyptu þessir aðilar Stjörnuna af Útvarpsfélaginu og tóku við rekstri hennar. Við hjónin fórum með börn okkar til Bandaríkjanna og dvöldum þar um sex mánaða skeið. Kona mín var í barneignarfríi og fórum við út til að byggja okkur upp. Einnig hafði ég í huga að gera tilraun til að fá stuðning ytra til að starfrækja stuttbylgjuútvarp og fara að senda frá íslandi til Evrópu á stuttbylgju. Mérfannst Guð leggja að mér að senda ekki aðeins út hér innanlands, heldur út um allan heim. Ég eyddi miklum tíma og vinnu í þetta, og var búinn að fá grænt Ijós á útvarpsrekstur. Þá kom Póstur og sími með ábendingu um að ný útvarpslög gerðu ekki ráð fyrir að sent væri út á stuttbylgju. Það varð til þess að ekkert varð úr því. Hvað gerðirþú þá? Þetta var áfall fyrir mig en ég varð að taka því og hafði þá óbifan- legu trú að þetta myndi einhvern veginn leysast með enn nýrri lög- um, sem og gerðist. Þá var mér úthlutað leyfi frá Útvarpsréttarnefnd til að hefja útvarpssendingar inn í Evrópu. Formaður nefndarinnar var mjög víðsýnn og honum fannst þetta mjög áhugavert. Ég var á þessum tíma ákveðinn í að reyna ekki að senda út sjónvarp hér á landi, var eiginlega búinn að afskrifa það. Mér fannst ég mæta slíkri mót- stöðu, þröngsýni og erfiðleikum hér innanlands, ekki sist frá hinum krist- na heimi: Enginn virtist hafa trú á þessu hjá mér og enginn vildi styðja þetta starf. En þegar hér var komið sögu, hafði vinur minn og samstarf- smaður, Sverrir Sverrisson, kvatt þennan heim og var mér það mikið áfall. Þess vegna ákvað ég að fara ekki út í neitt sjónvarpsævintýri. En svo gerðist það snemma morguns 1991, þann 8. nóvember, um klukkan átta að morgni, þegar ég var nývaknaður. Það var hrá- slagalegt úti og napurlegt, ég fann fyrir flensunni sem var að ganga og fannst dauðinn vera yfir landinu. Þá allt í einu umhreyttist allt, ég sá eins og Ijós sem lýsti allt upp og mér leið einstaklega vel og það var eins og sagt væri djúpt i anda mínum, ekki þannig að ég heyrði neina rödd tala upphátt, en Guð sagði við mig: 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.