Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 38
Ósanngjarnar áskanir og grímulaus yfirgangur á sér einnig oftast staö án margra vitna. stööunni, jafnvel þó í hinu ytra sjáist ekki breyting. Visst frelsi er fengið og án þessa frelsis er varla mögulegt að grípa tækifæri sem gefast til þess að yfirgefa hinar kúgandi aðstæður. Það er þetta innra frelsi sem Páll postuli leggur áherslu á, t.d um kristna þræla i frumkirkjunni. Gagnvart kúgandi safnaðarleiðtoga þarf sálræna aftengingu til að losna undan valdi hans. Huliö vald Það má vænta þess að sumir i söfnuðinum sleppi vel þegar leiðtogi beitir fólk ofbeldi, ekki síst ef um er að ræða mann með tilhneigingu tii siðblindu (psychopathy). Slíkir leiö- togar, sem njóta gjarnan átaka, hafa oft um sig eins konar hirð vensia- fólks eða mikilvægra samverka- manna. Það fólk nýtur nokkurs af Ijómanum í kringum leiðtogann og hefur meira frelsi en aðrir. Það sýnir leiðtoganum eindregna hollustu og þekkir vel sín takmörk. Dekkstu hliðarnar á andlegri kúgun ieiðtog- ans þekkir það lítiö (horfist a.m.k. ekki í augu við þær) og það ver hann öllum ásökunum. Hann útskýrir gerðir sínar, að þeim finnst, á trúverðugan hátt og hvernig ýmis vandamál eru tilkomin vegna breyskleika annarra. Ósann- gjarnar áskanir og grímulaus yfir- gangur á sér einnig oftast stað án margra vitna. Slíkir leiðtogar njóta persónutöfra (annars næðu þeir ekki svo langt) og kunna aö slá á ýmsa strengi til að halda áhrifum sinum. Til er þó að hinn raunverulegi (siðblindi) valdafíkill dyljist meðal „hirðfólksins". Þekkt er einnig að framagjarnt og valdagráðugt fólk yfirgefi ráðríkan leiðtoga ásamt hópi fylgismanna til að ráðskast með í nýjum söfnuði sem gjarnan er sagður stofnaður um réttari kenn- ingar. Ein uppspretta ofurvalds trúar- leiðtoga er oft sálgæsla og persónuleg ráðgjöf sem getur orðið tæki til að ráðskast með líf fólks á þann veg að þarfir þess víki fyrir hagsmunum hópsins eins og leiö- toginn metur þá. Stjórnun og sál- gæsla geta blandast saman, jafnvel ósjálfrátt, þannig að úr verði mis- notkun aðstöðu. í ýmsum framand- legum sértrúarsöfnuðumi1'21 er gengið ótrúlega langt í því að stýra fólki og svipta það rétti til persónu- legra ákvarðana, t.d. hvað varðar tengsl við vini eða ættingja, fjármál og jafnvel makaval. Stundum fær leiðtoginn einhvers konar opinberun eða túlkar guðsorð á þann veg að sá sem leitar ráða eigi að komast að tiltekinni niðurstöðu. Þetta er mikið virðingarleysi gagnvart fólki. Ráðríkir leiðtogar hefðbundnari safnaða fara stundum yfir mörkin á þessu sviði og óheilbrigðar sál- gæsiuvenjur geta þróast, sérstak- lega ef fólk er varað við að leita sál- gæslu út fyrir söfnuðinn. Ofurvaid leiðtoga í söfnuði er oft að nokkru falið og erfitt að átta sig á því eða gagnrýna þaö með rök- um. Persónulegt áhrifavald getur vegið þungt á metunum og hið formlega valdakerfi áhrifalítið í raun.8"31 Mikilvægt er að safnaðar- leiðtogi beri ábyrgð gagnvart ein- hverjum sem geta raunverulega lagt mat á ástand mála og gripið inn i ef ástæða er til. Þetta á sérstaklega við í kirkjudeildum með mikið sjálf- stæði safnaða eða trúarhópa (frí- kirkjur) sem virka i reynd sem sjálf- stæðar kirkjudeildir. Safnaðarstjórnir eru gjarnan skipaðar fólki sem er háð leiðtoganum sem hefur jafnvel aðstöðu til að tryggja að einungis sínir fylgismenn komist i þær. Leið- toginn (forstöðumaðurinn) kann og að takmarka vald slíkra stjórna með því að skammta þeim upplýsingar. Mikilvægt er að geta í alvöru áfrýjað máli, sem varðar yfirgang leiðtoga. Auðvitað kemur fyrir að trúar- hópar og leiðtogar þeirra verði fyrir ósanngjörnum ásökunum. En við leiðtoga sem ráðskast með safnað- arfólk er sjaldan hægt að rökræða, annaðhvort lýtur fólk þeim eða yfir- gefur þá vonsvikið, hneykslað og oft niðurbrotið. Hvernig þessir leiö- togar skilja og skynja samskiptin er væntanlega annað mál. Kenningin Margvíslegar trúarhreyfingar eru þekktar fyrir að ráðskast með fólk svo að kalla má andlegt ofbeldi. Jafnvel finnast dæmi þar sem efast má um að tilgangur trúflokksins hafi nokkurn tíma verið annar en auð- söfnun og áhrifavald leiðoga (Scientology). En burtséð frá slík- um öfgum má spyrja hvort kenn- ingarlegar áherslur skipti máli vegna hættu á trúarlegu ofbeldi. Ætla má að áhersla á, að tilteknir einstakling- ar eða hópar fólks skipi einhvers konar æðri flokk trúaðra í krafti andlegrar reynslu eða trúarþroska, stuðli fremur að grandaleysi gagn- vart trúarlegu ofbeldi. í þessu Ijósi má skoða sterka, píetíska áherslu á að trúarlegt aftur- hvarf sé afgerandi, ekki aðeins um frelsun undan sekt syndarinnar heldur einnig vald hennar á göngu helgunarinnar. Sígild lúthersk áhersla er hins vegar á hinn trúaða sem „samtímis réttlættan og synd- ara“ (og í þörf fyrir daglegt aftur- hvarf). Þessi „lútherska” frelsun varðar þá fyrst og fremst samskipt- in við Guð („objektív“- staðan séð frá Guði)."141 Áhersla á alveg nýja stöðu trúaðs einstaklings til að hafna freistingum kann að ýta undir að hinum afartrúaða leiðtoga teljist ekkert illt ætlandi og valdi hans þá ekki settar skorður né hlustað á ásakanir gegn honum. Þvi hefur einnig verið haldið fram að mikil áhersla á náðargjafir fólks (leiðtoga) geti fært þeim óeðli- legt vald yfir fólki. Sama virðist eiga við ef persónutöfrar ráða frama leiðtoga fremur en þroski og reynsla. Einnig virðistt.d. vígsla kaþólskra presta varpa slíkum trúar- Ijóma á þá, að séu í þeirra hópi menn með tilhneigingar til að mis- nota fólk, þá séu þeir i ótrúlega sterkri stöðu til þess. Fólk, sem álítið er standa Guði einkar nærri, öðlast traust sem gerir því kleift að ráðskast með fólk umfram aðra og gegn slíku fólki, ef það misbeitir valdi sínu, er erfiðara að fá vernd en ella væri. Sá sem kvartar undan leiðtoga með geislabaug er ekki lík- legur til að vera trúað og trúir vart sjálfum sér heldur álítur vandann af sínum völdum. Hreyfingar sem kenndar eru við „trú“ (trúarhreyfingin, velgengni- 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.