Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 15
9
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTjÓliA
félagsins og búnaðarmálastjóri að því aS koma fram
ályktunum þingsins.
Framkvœmd laga: A3 venju annaSist BúnaSarfélag
Islands framkvæmd eSa liafði umsjón með framkvæmd
þeirra lagabálka, sem lög ákveða, svo sem jarðræktarlög-
in, búfjárræktarlögin, lög um jarðræktar- og húsagerðar-
samþykktir í sveitum, lög um eyðingu refa og minka, lög
um eyðingu svartbaks, lög um Búreikningaskrifstofu rík-
isins og lög um landgræðslu. I starfsskýrslum starfsmanna
liér á eftir er nánar skýrt frá framkvæmdum samkvæmt
nefndum lögum.
Fjárhagsáœtlun: Samin var fjárliagsáætlun Búnaðar-
félags Islands fyrir árið 1966 og send landbúnaðarráðu-
neytinu ásamt tillögum um aðra þá liði á fjárlögum, sem
venja er, að félagið áætli. Var svo unnið að því við ráðu-
neytiö og fjárveitinganefnd Alþingis, að umbeðnar fjár-
veitingar yrðu veittar. Að vísu tókst ekki að útvega allt
það fé, sem óskað var eftir, en viðunandi iirlausn fékkst
varðandi ýmsa liði áætlunarinnar.
Kal í túnum: Að ósk landbúnaðarráðherra lét Búnað-
arfélag Islands athuga, live víðtækar og miklar kal-
skemmdir væru á Austurlandi, en þar kom í ljós, er
snjóa leysti og fór að gróa, að mikið var um skaðakal í
flestum sveitum frá Lónslieiði að Reykjalieiði, en þó
miklu minna í Norður-Þingeyjarsýslu, Langanesströnd
og Vopnafirði en á Fljótsdalsliéraði og niðri á Fjörðum.
Á 240 býlum í Múlasýslum, sem kalskemmdir voru at-
hugaðar á, voru túnin samtals 3015 lia. Af því var dauð-
kalið 946 ha eða 31,4%; mikið kalið 677 ha eða 22,5%;
lítið kalið 771 ha eða 25,6%; ókalið 621 ha eða 20,6%.
Búnaðarfélagið gerði tillögur um málið og sendi land-
búnaðarráðuneytinu. Svo skipaðist málum, að ráðu-
neytið skipaði þriggja manna nefnd til að gera tillögur
í málinu, og var henni síðar falið að annast framkvæmdir
í sambandi við veitta aðstoð. Nefndin var þannig skipuð,
að Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda til-