Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 180
174
BÚNAÐARRIT
telur, að það megi ekki miða aðeins við 2 km fjarlægð,
þegar slíkt mat fer fram. Ekki nægi að miða við skemmri
vegalengd en 2,5 km að meðaltali, og sé þá miðað við
lieilar sveitir. Þau býli, sem ekki liafa neina möguleika
á að fá rafmagn frá almenningsorkuveitum, en eru þó
vel fallin til búskapar, ættu að fá sérstaka aðstoð — ekki
aðeins lán, eins og nú er — heldur líka beint framlag til
stofnkostnaðar einkarafstöðvar, svo þeirra hlutur sé sam-
bærilegur við önnur býli, og aðstöðu fólks, sem býr í
þéttbýli, sem nýtur framlags ríkisins til almennrar raf-
orkuvinnslu og dreifingar. Talið er, að um 900 býli eigi
nú eftir að fá rafmagn, er liafi minni vegalengd að meðal-
tali en 2 km. Kostnaður við dreifingu rafmagns til þeirra
mundi skv. áætlun raforkumálaskrifstofunnar verða um
200 millj. króna. Þetta er nokkurt fé, en ekki þó mikið
í samanburði við þjóðartekjur. Það virðist því ekkert
afreksverk að Ijúka þessu verki á svo sem 5 árum, þó
nokkur Iiópur býla bætist við þetta og nokkur aukin
aðstoð komi til þeirra, sem ekki geta fengið rafmagn með
þessum bætti.
Aðalatriðið er, að fjármagn verði útvegað til fram-
kvæmdanna. Sjálfsagt virðist að taka fé að láni til að
Ijúka þessu af á því tímabili, sem þessi ályktun gerir
ráð fyrir. Landsmenn allir bjálpist að við að bæta úr
þessu, og á þann hátt verði aðstaða allra landsmanna til
sambærilegra lífskjara á þessu sviði jöfnuð.
íslenzka þjóðin liefur á undanförnum árum gert stór
átök til að jafna lífskjör þegnanna, en á þessu sviði
vantar aðeins berzlumuninn. En feikna munur er á lífs-
kjörum þess fólks, sem ekki liefur rafmagn til beimilis-
nota og hinna, sem liafa nóga orku til allra hluta. Þess
er því að vænta, að ríkisstjórn og Alþingi láti ekki drag-
ast að gera úrbót á þessu.
Á sama hátt virðist eðlilegt og réttmætt, að allir lands-
menn greiði sama verð fyrir raforkuna án tillits til, bvar
þeir liafa búsetu.