Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 112
106
BÚNAÐARRIT
gjald verið óbreytt, kr. 150,00 árgangurinn. Er langt frá
því, að útgáfukostnaður sé greiddur með áskriftargjaldi
þessu svo og auglýsingatekjum.
Tölusettar síður Freys voru 3.96 á árinu, eða meira en
lofað hefur verið. Er nú ákveðið að auka rúm ritsins með
komandi árgangi, bæta við föstu starfsliði og liækka
áskriftargjaldið.
Efni í ritið liefur ekki skort. Hitt er annað mál, livort
annað efni ætti að koma í stað þess, sem birt hefur verið.
Efnisflokkar eru — samkvæmt efnisskrá — 20 talsins,
en eru raunar fleiri, því að allt um búfé er undir einum
hatti, og fleiri þættir ættu raunar að vera liðskiptir á
efnisskrá.
Sumum þykir Freyr ekki nógu faglegur, og má það til
sanns vegar færa. Hliðstæð rit meðal grannj)jóða okkar
eru faglegri en liann. Aðrir segja, að liann sé allt of fag-
legur og vilja fá meira af því efni, sem dagblöðin og viku-
blöðin flytja, vilja bvorki sjá tölur né töflur eða annað
álíka. Þetta eru Jieir lesendur, sem livorki lmgsa né vinna
faglega, en vilja fá meira efni og fjölbreyttara inn á svið
búnaðarblaðs.
Tölur og töflur eru með öllu ómissandi, og frá sjón-
armiði ritstjómar er of lítið af þeim, því að tölur tala
sínu máli til Jieirra, sem nokkuð bugsa um bag sinn og
atvinnurekstur, og ekkert annað en töbir — eða þá mjög
mörg orð — geta skýrt ]>ær staðreyndir, sem liér að lúta.
Höfundar, sem ritað liafa í Frey á árinu, voru um 70 eða
fleiri en nokkru sinni fyrr; oftast liafa þeir verið nálægt
60 á ári. Með aukningu ritsins á árinu 1966 er von til
þess, að fjölbreyttara efni rúmist á síðum þess og að enn
fleiri liöfundar láti efni af mörkum.
Til þess að halda kostnaði niðri, um leið og ritið stækk-
ar, er fyrirliugað að nota ódýrari pappír, en bvort J>eir
eru ánægðir með það fyrirkomulag, sem halda ritinu
saman og láta gera úr ]>ví bækur, skal ósagt látið.
Um J>að 20 ára skeið, sem ritstjórnin liefur nú verið í