Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 125
SKÝRSLU R STARFSMANNA
119
og fararstjórn. Voru 22 þátttakendur í för þessari auk
mín og Stínu Gísladóttur, aðstoðarfararstjóra, sem slóst
í hópinn í Danmörku, en ]>ar var liún við nám annars.
Var flogið til Kaupmannahafnar, ferðazt með bifreiðum
um Sjáland, Fjón og Jótland endilangt til Álabor<mr,
þaðan flogið til Oslóar, með viðkomu og stuttri dvöl í
Kristianssand, síðan ferðazt með stórri bifreið um
Drammen, Rjukan, norður yfir lieiðar og fjöll um Hall-
ingdal, Valdres, Gjövik, suður meðfram Mjösa og til
Osló og þaðan heim. För þessi stóð 10 daga og var að
allra dómi vel heppnuð.
3. Á árinu 1964 var ég skipaður til starfs í nefnd, er
gera skyldi tillögur eða frumvarp að lögum, sem miðuðu
að því að auka öryggi bænda og tilveru þeirra, einkuni
á þeim sviðum, er varðar uppskeru og bústofnstrygging-
ar. Ásamt Kristjáni Karlssyni, erindreka, Ólafi Stefáns-
syni, ráðunaut og Þorsteini Sigurðssyni, formanni Bún-
aðarfélagsins vann ég að þessurn málum, og var frum-
varpi til laga um búfjártryggingar og frumvarpi til breyt-
inga á lögum um Bjargráðasjóð skilað til landbúnaðar-
ráðuneytisins fyrir áramót. Voru frumvörp þessi árangur
af störfum nefndarinnar, en liver afdrif þeirra verða, er
ekki vitað. Þó munu hvor tveggja verða lögð fyrir Bún-
aðarþing 1966.
4. Með styrk frá OECD, að tilhlutan Búnaðarfélags Is-
lands og að nokkru fyrir eigið fé dvaldi ég á Norður-
löndum á tímabilinu 30. október til 13. desember. Var
för mín og dvöl í Noregi, Svíþjóð og Danmörku skipu-
lögð með tilstilli OECD og aðilja í hverju landi. Verkefni
þau, sem ég skyldi kynna mér, voru í fvrsta lagi flutning-
ar fóðurvöru, verzlun með kjarnfóður, hagnýting þess og
annaö er þar að lýtur, svo sem geymsla þess, og byggingar,
sem notaðar eru til varðveizlu kornvöru.
í öðru lagi voru liagfræðileiðbeiningar, hagfræðiatriði