Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 312
306
BÚNAÐARRIT
Hólalirepps, Sf. Vestri og Sf. Klaufi, Svarfaðardal, Sf.
Skriðuhrepps, vestfirzki stofuinn, Sf. Neisti, Oxnadal,
vestfirzki stofninn, Sf. Reykjahrepps, Sf. Tjörnesinga, Sf.
Skeggjastaðahrepps, Sf. Skriðdæla, Sf. Breiðdæla og Sf.
Efling, Hörgslandshreppi.
Munur á arði í dilkakjöti eftir tvílembu og einlembu
var 13 kg eða meiri í 11 félögum, mestur í Sf. Hólmavíkur-
hrepps 15.0 kg og Sf. Helgafellssveitar og nágrennis, koll-
ótti stofninn, 14.3 kg.
Tafla 5 greinir frá afurðum hjá þeim félagsmönnum,
sem liöfðu 90 ær eða fleiri á skýrslu og framleiddu 22 kg
af dilkakjöti eða meira eftir velrarfóðraða á.
Eins og tafla 5 sýnir, framleiddu 20 félagsmenn með 90
œr og fleiri yfir 22 kg af dilkakjöti eftir framgengna á ár-
ið 1963—1964, en voru 15 haustið 1963. Karl á Smáhömr-
urn er eins og áður efstur á lilaði með 29.50 kg eftir ána.
Hann á vissulega lof skilið fyrir þetta afrek, en ekki skal
meira um það rætt, enda liefir verið greint frá fjár-
mennsku Karls fyrr, en vita má það, að enginn meðal-
fjárbóndi nær slíkum árangri, sem hann hefir náð undan-
gengin ár. Á eftir Karli koina Alfreð í Kollafjarðar-
nesi með 28.43 kg og Sýsluhúið, Skógum með 28.10 kg
eftir ána. Mjög glæsileg er einnig afkoma hjá Jóhanni í
Leirhöfn, sem hefir allar ær sínar í fjárræktarfélagi, 609
að tölu, og fær 25.62 kg eftir ána. Það þarf mikla vinnu
og leikni til þess að ná slíkum árangri á stóru fjárbúi.
Þrjú félög eiga flesta fulltrúa í framanskráðri töflu, en
það eru Sf. Kirkjubólshrepps 5, Sf. Sléttunga 3 og Sf.
Hrunamannahrepps 3.
Nokkrir aðilar, er voru með í þessari töflu árið áður,
koma nú ekki með að þessu sinni. Má þar nefna Sigurð,
Felli, Strandasýslu, en engin skýrsla barst frá Sf. Fells-
lirepps fyrir þetta ár. Jón, Sólvangi, Sf. Hálslirepps var
nú sjálfur skráður með aðeins 84 ær, en synir lians taldir
sjálfstæðir eigendur með álitlegan fjölda áa liver, og fram-
leiða þeir feðgar 24.73 kg eftir ána. Nafnabreyting hefir