Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 228
222
BÚNAÐARRIT
hér, en af því gat ekki orðið. Hann varff braSkvaddur að
heimili sínu í Giessen 24. nóvember 1964.
Þessa kynningu höfundar hefur Hlynur Sigtryggsson, veðurstofu-
stjóri, gófifúslegu látiS í té. Hann úlvegaói og BúnaSarritinu eftir-
farandi erindi til hirlingur. Eru honum hér meS fœrSar hinar beztu
þakkir fyrir.
Ég tók aö mér aö annast þýöingu crindisins, sem reyndist mér
allstrembiö, og heföi oröiö mér ofraun, ef Jón Eyþórsson, veöur-
jræöingur, og Ólafur E. Stefánsson, ráöunautur, heföu ckki dregiö
mig aö landi. Fœri ég þeim báöum mínar beztu þakkir.
Reynslan hefur sýnt, aö skjólbelti hafa stóraukið jaröargróða
víös vegar um lieim. Óvíöa mun mciri þörf fyrir skjólbelti en liér á
landi. Ef þessi merka grein gœti oröiö málefni þessu lítiö eitt til
brautargengis, þá er tilgangi hennar náö.
Ásgeir L. Jónsson
1. Inngangur
Það er þekkt staðreynd, að í þeiin löndum, þar sem skóg-
um var eytt, versnaði loftslag og gæði jarðvegsins. Við út-
rýmingu trjáa og runna, þ. e. um leið og skjólið fyrir
vindi tapaðist, komu liinar óhagstæðu verkanir vindsins
í ljós. Jarðvegurinn gegnþornaði fyrr, og uppblástur
liófst. Áhrif vindsins á eðli jarðvegsins eru svo mikil, að
við sainverkandi áhrif jarðfoks og ofþurrkunar eyðileggst
fljótt samkornabygging jarðvegsins.
I nær öllum löndum er kvartað undan tjóni af upp-
blæstri, og liggja fyrir margar skýrslur um víðfeðmi lians.
Þannig skýrir S. Worobjew frá „svörtum stormum“ í
IJkraínu, Don-Kuban og Volguhéruðum, sem ullu tjóni á
gróðurlendum frá 40—100%. Talið er, að einn slíkur
„svartur stormur“ sem geisaði 26.—27. apríl 1928, hafi
náð til 400.000 ferkílómetra svæðis og feykt burtu um
19 milljónum rúmmetra af fíngerðum jarðvegi, 15 millj-
ónum smálesta að þyngd. I Ameríku ullu sand- og mold-
rok svipuðu tjóni, heftu umferð og færðu bændabýli
í kaf.