Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 216
210
BÚNAÐARRIT
hret á sauðburði. Sunnan- og suðvestanlands greri
snemma, en gróðri fór þó hægt fram lengi vel, vegna
þurrviðra og kulda. Sums staðar varð vart við gróður á
þorra og aftur síðar á vetrinum, en allur vetrargróður dó
í kuldaköstum á milli hlýindakafla. Síðast í apríl fór víða
að votta fyrir sauðnál suðvestanlands, en þar þurfti þó að
gefa sauðfé fram eftir maímánuði og hafa tvílembur á
nokkurri gjöf og túni fram í júníbyrjun, ef vel átti að
fara. Norðanlands greri mun seinna, og var þar óvíða
kominn sæmilegur sauðgróður fyrr en í maílok, en norð-
austan- og austanlands ríkti víða því nær algjört gróður-
leysi, einkum við sjóinn, fram undir maílok. Og vegna
þrálátra kulda greri mjög hægt í þessum landshlutum
fram eftir öllum júnímánuði, og varð grasspretta rýr og
víða ekki hægt að byrja þar slátt fyrr en komið var langt
fram í júlímánuð.
Sláttur hófst líka í seinna lagi sunnanlands og vestan,
þó var víða byrjað að slá þar í síðustu viku júní. Þá var
þar vel sprottið.
Heyskapartíð var yfirleitt hagfelld nema á Norðaustur-
og Austurlandi og með eindæmum góð á Suður- og Vestur-
landi, enda varð heyskapur þar með ágætum, bæði að
vöxtum og gæðum. Heyskapur varð í góðu meðallagi í
Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, en allt of lítill í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og í Múlasýslum, og einnig var hann
varla í meðallagi í Skaftafellssýslum. Þrennt olli liinum
lélega heyskap á Norðaustur- og Austurlandi. 1 fyrsta
lagi kalið, sem áður var getið. Samkvæmt athugun, sem
Búnaðarfélag íslands lét gera, var skaðakal í flestum
sveitum frá Lónsheiði að Reykjaheiði, en þó miklu
minna í Norður-Þingeyjarsýslu, Langanesströnd og í
Vopnafirði en á Fljótsdalshéraði og á Austfjörðum yfir-
leitt. Á 240 býlurn í Múlasýslum, sem kalskemmdir voru
athugaðar á, voru túnin samtals um 3000 ha. Kom í ljós,
að allt að þriðji liluti túnanna var því nær eða alveg
dauðkalinn og að auki um fimmti hluti til muna skemmd-