Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 76
70
BÚNAÐARRIT
livaða nauturn á Lundi voru sæddar kýr í S.-Þingeyjar-
sýslu, en það mundi eittlivaS breyta þessari töflu, ef þaS
væri tekiS til greina. SæSisflutningar voru frá Laugardæl-
um aS Lágafelli og til EgilsstaSa, frá Hvanneyri aS SySra-
Lágafelli og frá Lundi í S.-Þingeyjarsýslu og aS liluta til
Blönduóss, en á þeirri stöS er einnig nautahald.
Afkvœmarannsóknir. Samkvæmt lieimildum landbún-
aSarráSuneytisins voru áriS 1965 veittar kr. 285.000.00 í
stofnstyrk til afkvæmarannsóknastöSvanna á Lundi og í
Laugardælum, og var lionum skipt jafnt milli beggja.
Á Lundi bafSi veriS haldiS eftir rösklega lielming dætra
Dofra N144, sem afkvæmarannsókn lauk á áriS 1964.
AfurSir þeirra á 2. mjólkurskeiSi gáfu ekki ástæSu til aS
leggja áherzlu á notkun hans, og var hann felldur. Á árinu
lauk afkvæmarannsókn nr. 8 á 15 dætrum Munks N149
og 10 dætrum Freys frá Hellu, sem er fallinn, og voru
kvígurnar, sem í rannsókn voru, skoSaSar og dærndar um
sumariS. Dætur Munks mjólkuSu á 1. mjólkurskeiSi 2900
kg meS 4.20% mjólkurfitu, þ. e. 12251 fe, og komust aS
meSaltali í 16,9 kg liæsta dagsnyt eftir burS. MæSur 11
þessara dætra lians, sem sambærilegar eru, höfSu komizt
í 14,1 kg liæsta dagsnyt aS 1. kálfi og liöfSu aS meSaltali
3,77% mjólkurfilu. Dætur Munks eru mjög álitlegur
systrahópur, og lilaut liann I. verSlauna viSurkenningu,
er vitaS var urn niSurstöSur rannsóknarinnar. Dætur Freys
komust aS meSaltali í 14,0 kg dagsnyt og mjólkuSu á 1.
mjólkurskeiSi aS meSaltali 2422 kg meS 4,27% mjólkur-
fitu þ. e. 10329 fe, sem er sæmilegt.
Afkvæmarannsókn nr. 9 á 16 dætrum hvors, Baugs N161
og Núma N162, hófst í byrjun október, og voru allar kvíg-
urnar bornar fyrir árslok. VarS liæsta dagsnyt Númadætra
13,2 kg aS meSaltali og Baugsdætra 12,6 kg. Þegar hafa
komiS í Ijós gallar viS mjöltun nokkurra gripa í báSum
hópum. Á stöSinni er í uppeldi á 2. ári 41 kvíga undan
þeim Blesa N163 og Húna N169 og á 1. ári 42 undan Haka
N181 og Humli N183.