Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 306
300
BÚNAÐARRIT
Eins og tafla 2 sýnir, framleiddu 26 félagsmenn yfir
30.0 kg af dilkakjöti eftir framgengna á árið 1963—1964,
en árið áður náðu aðeins 8 félagsmenn þessu ntarki. Frain-
leiðslan er nú mest lijá Benedikt Sæmundssyni, Sf.
Hólmavíkurhrepps, 36.88 kg eftir ána. Guðmundur R.
Árnason, Sf. Kaldrananeshrepps, var efstur á blaði í þess-
ari töflu árið á undan, og er þar einnig að finna í ár, eins
og oftar áður, nú í 7. sæti.
Munurinn á meðalafurðum ánna í einstökum félögum
er mikill. Minnstu meðalafurðir eftir tvílembu eru í Sf.
Klaufa, Svarfaðardal 23.5 kg og Sf. Frosta, Akralireppi
24.4 kg, og í báðum þessum félögum er mismunur á arði
eftir einlembu og tvílembu minni en 10.0 kg. Mestar af-
urðir eftir tvílembu eru eins og áður er getið hjá Sf.
Hólmavíkurhrepps 34.6 kg, eða 11.1 kg mismunur á milli
liæsta og lægsta félagsins, sem að verðgildi nemur kr.
730 á liverja tvílembu, miðað við grundvallarverð liaustið
1965.
Tvílemban þarf að skila 27—28 kg af kjöti, svo við-
unandi sé, og yfir 30 kg, eigi árangur að teljast góður.
Minnstu afurðir eftir einlembu eru í Sf. Álftavers-
brepps 14.8 kg og Sf. Eflingu, Hörgslandshreppi og Sf.
Geirmundi, Skarðshreppi, Dalasýslu 14.9 kg, en mestar
hjá Sf. Austra, Mývatnssveit 20.3 kg, mismunur um 5.5 kg,
eða kr. 360 á hverja einlembu. Minnstu afurðir eftir á,
sem skilaði lambi, eru í Sf. Hraunhrepps 16.4 kg og Sf.
Geirmundi, Dalasýslu 16.8 kg, mestar í Sf. Hólmavíkur-
lirepps 31.4 kg og Sf. Austra, Mývatnssveit 29.4 kg, mis-
muniir á milli þess liæsta og lægsta 15.0 kg, eða kr. 987 á
hverja á með lambi. Minnstu afurðir eftir framgengna á
eru í Sf. Hraunhrepps 14.9 kg, en mestar hjá Sf. Hólma-
víkurhrepps 31.4 kg, mismunur 16.5 kg, eða kr. 1085 á
liverja framgengna félagsá. Nú getur oltið á ýmsu frá ári
til árs um afurðasemi innan félaganna og ýniis óhöpp, svo
sem smitandi lambalát, geta valdið stórfelldum truflunum
frá því eðlilcga. Engu að síður hljóta þó ofanskráð frá-