Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 222
216
BÚNAÐARRIT
Þær voru miklar, en þó í sumum greinum minni en 1964,
t. d. vélgrafnir skurðir. Aftur á móti voru í ar grafin
1000 km lengri plógræsi en 1964.
Fyrir liggja endanlegar tölur um framkvæmdir, gerðar
árið 1964, er njóta framlags samkvæmt jarðræktarlögum,
sjá starfsskýrslu Hannesar Pálssonar, bls. 39—54.
Mikið hefur verið unnið að byggingum á árinu 1965.
Upplýsingar um tegund bygginga og gerð þeirra liggja
þó ekki fyrir, en lánveitingar úr Stofnlánadeild Búnaðar-
bankans gefa vísbendingu um, hve miklar framkvæmdirn-
ar hafa verið. Veitt voru úr Stofnlánadeild 1294 A-lán,
þ. e. lán til bygginga útiliúsa og til ræktunar, að upphæð
kr. 110.760.200,00. Er það 150 lánum fleira, að lieildar-
upphæð rúmum 24 millj. króna meira en 1964. Þá voru á
árinu veitt úr Stofnlánadeild 210 B-lán, þ. e. lán til íbúð-
arhúsabygginga í sveitum, að upphæð kr. 17.114.000,00.
Er það 45 lánum færra, að heildaruppliæð kr. 1.110.000,00
meira en árið 1964.
Úr veðdeild Búnaðarbankans voru veitt 83 lán, að upp-
hæð kr. 6.464.000,00. Er það einu láni meira, en að heild-
arupphæð kr. 904.000,00 meira, en veitt var árið 1964. Að-
allega er þessu fé varið til jarðakaupa.
Fjöldi býla og nýbýli. Talin eru nú 5333 lögbýli á land-
inu, og er það 32 býlum færra en í fyrra. Á allmörgum
býlum er tvíbýli eða félagsbú. Samkvæmt upplýsingum
frá landnámsstjóra var samþykkt á árinu 1965 að stofna
42 nýbýli, en lokið var við stofnun 33 nýbýla á árinu, en
allt að því helmingi fleiri jarðir liafa farið í eyði.
RafvœSing. Samkvæmt upplýsingum frá Raforkumála-
skrifstofunni liafa rúmlega 200 sveitabýli verið tengd raf-
orkuverum, og unnið hefur verið að raflögnum til um 50
býla að auki á árinu 1965. Þá liafa um 100 bændur sett
upp einkarafstöðvar, yfirleitt diesehafstöðvar, en sumir
þessara bænda voru að vísu aðeins að endurnýja gamlar
og úr sér gengnar rafstöðvar.
Nú munu um 3200 býli hafa raforku frá samveitum