Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 97
SKYRSLUR STARFSMANNA
91
Á síðasta aðalfundi sögðu af sér störfum tveir stjórn-
enda samhandsins, er setið liafa þar frá uppliafi 1949,
þeir Steinþór Gestsson, Hæli, og Haraldur Halldórsson,
Rauðalæk, Holtum. Hafa þeir unnið vel að ræktunarmál-
um í héraði sínu, og er þakkað fyrir það. 1 þeirra stað
voru kosnir Steinþór Runólfsson frá Berustöðum, Rang.
og Jón Bjarnason frá Hlemmiskeiði, Árn. Báðir eru
liestamenn góðir og vel að sér í starfi hrossaræktarinnar.
Hrossarœktarsamband NorSurlands mun liafa starfað
mjög líkt og áður, en þó gæti verið, að þeir liafi bætt
við deildum, verið var að vinna að því í vor. Enn þá
hafa ekki borizt reikningar né starfsskýrsla fyrir s. 1. ár,
en þess er tæplega að vænta fyrr en seint í jan. Hinn
kunni ræktunarmaður Egill Bjarnason, ráðunautur á
Sauðárkróki, sagði af sér formennsku sambandsins í vor.
Var Sigurður Haraldsson, hústjóri á Hólum, kosinn í lians
stað, duglegur maður og áhugasamur. Hinn nýkjörni
formaður sagði mér í vor, að þeir liefðu keypt stóðliest-
inn Þokka 607, f. 1960. Þokki er brúnn að lit, smár vexti,
fíngerður og reiðhestslegur. Var sýndur í Húnaveri 1964,
og hlaut liann góðan dóm, stóð efstur af fjögurra vetra
folum og lilaut 1. v. B. Þokki er keyptur af Árna Jóns-
syni, Hæringsstöðum í Svarfaðardal, en er fæddur í Við-
vík í Skag. og verður við þann bæ kenndur í skrifum
mínum. For.: Hörður 591 frá Kolkuósi (Páls Sig.) og
Brún Ragnars Björnssonar, Viðvík.
Folaldaskýrslur liefur gengið illa að innheimta undan-
farið lijá þessu sambandi.
Hrossarœklarsamband Vesturlands bætti við sig nýju fé-
lagssvæði á árinu. Er það Austur-Barðastrandarsýsla.
Var þar notaður stóðhesturinn Lýsingur 409. Að öðru
leyti er sama liorf á hlutunum þar. Með þessari nýju
útfærslu, sem gerð var í fyrra og í ár, liefur vegur sam-
bandsins vaxið mjög, og er það rekið sem fyrr af festu