Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 213
BÚNAÐARÞING 20T
gamanmál. Það er liægt að segja, að ])að eigi að skjóta
refinn, en þeir, sem það segja, ættu þá að gera það.
Afréttir og öræfi Jökuldals og Yopnafjarðarlirepps-
liggja inn að jöklum, og þeir, sem stundað liafa grenja-
vinnslu, vita manna gerst, livað við er að fást, eins og
aðrir þeir, sem það hafa stundað, telja þetta verði óvið-
ráðanlegt, verði eitrun liætt, enda liorfir til vandræða
að fá menn til að sinna þessu verki. Fyrir hönd lirepps-
nefndar fór ég fram á við Svein Einarsson, veiðistjóra,
að hann reyndi að fá undanþágu hjá landbúnaðarráðu-
neytinu, svo við fengjum að eitra á takmörkuðu svæði,
en því var harðneitað. Lög þessi eru talin sett vegna
arnarins, og svo var Dýraverndunarfélag Islands eitthvað
að láta þar 1 jós sitt skína, en enga hef ég aumari sjón
séð en fé á afréttum, bitið upp að augum, sem lifað hefur
þannig og dregizt upp á fleiri vikum.
Hitt er annað mál, að vænt þætti mér um, ef liægt væri
að liafa á þessu einhvern annan hátt, svo að gagni mætti
koma.
En eins og málum nú er komið, að alltaf stækkar hið
auða svæði, jarðir og jafnvel sveitir fara í auðn, þá verð-
ur ekki við dýrbít ráðið á annan liátt, nema þá að þeir,
sem setja okkur þessi lög, bæti allt tjón, sem bændur og
aðrir fjáreigendur verða fyrir, sem og eðlilega verður
krafizt, þar sem þeim er meinað lagalega að neyta þeirra
ráða, sem áður giltu og til varð að grípa, þá verst gegndi.
Vitanlega verða að gilda strangar reglur um meðferð
eilurs sem áður fyrr, og það aðeins falið ábyggilegum
mönnum.
Vísa ég svo þessu máli til Búnaðarþings þess, sem nú
er að störfum, ásamt kveðju frá oddvita Jökuldalslirepps,.
Þorsteini Snædal, sem stendur einnig að erindi þessu
með mér, þar sem við skorum á Búnaðarþing að beita
sér fyrir því, að Alþingi veiti nauðsynlega undanþágu
um meðferð eiturs, eða lieiti fullum bótum eins og að-
framan greinir.