Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 140
134 BÚNAÐARRIT
liafi þ ess félags var liann deildarstjóri í sinni sveit og var
það óslitið í 58 ár.
Árið 1909 byrjaði Guðjón búskap í Ási og bjó þar í
liálfa öld. Hann var kosinn í hreppsnefnd á öðru búskap-
arári sínu, var oddviti í 22 ár, en hreppsnefndarmaður í
44 ár og jafnlengi formaður skólanefndar. 1 því sambandi
er þess að minnast, að 1958, þegar liann stóð á áttræðu,
var hann kosinn formaður byggingarnefndar bins glæsi-
lega barnaskóla að Laugalandi, sem hinir 4 lireppar milli
Þjórsár og Rangár standa að. Má af því sjá, live vel lion-
um entist traust samtíðarmanna sinna fram í liáa elli.
Afurðasölumál bænda var mikið áhugamál bans alla
tíð. Hann gerðist því liðsmaður að stofnun Mjólkurbús
Flóamanna og vildi á þann hátt greiða götu Rangæinga í
mjólkurbúið, sem og varð, þó ekki væri það frá byrjun.
Hann var deildarstjóri þess í sinni sveit í 30 ár, og mun
liann liafa setið hvern einasta félagsfund í báðum þessum
afurðasölufélögum, svo ótrauður vann liann að þessum fé-
lagsmálum. Má segja, að varla var það trúnaðarstarf inn-
an sveitar eða í liéraði, að Guðjón í Ási væri ekki þar til
kvaddur. Hann var kosinn á Búnaðarþing 1938 og átti þar
sæti til 1954. Hann átti sæti í skattanefnd £51 ár, var sókn-
amefndarmaður í 50 ár og 47 ár formaður sóknarnefndar,
sýslunefndarmaður í 14 ár, í stjórn Búnaðarfélags Holta-
manna 1914—’42 og Búnaðarfélags Ásahrepps 1942—’54,
eftir að Búnaðarfélagi Holtamanna var skipt. Deildar-
stjóri í Kaupfélaginu Heklu á Eyrarbakka 1909—’21, og
einn af stofnendum Kaupfélags Rangæinga. Hann var
einn af stofnendum ungmennafélags sveitar sinnar, stofn-
aði Sparisjóð Holtamanna og hrossaræktarfélagið Atla í
Ásahreppi. Hann var fulltrúi sauðfjárveikivarnanna frá
1936 til æviloka, og formaður fjárskiptanefndar milli
Þjórsár og Rangár. Hann var sláturhússtjóri um árabil,
kjötmatsmaður, lengi umboðsmaður Brunabótafélags Is-
lands og síðan Samvinnutrygginga. Þá var hann einn af
forystumönnum um stofnun rjómabúanna á fyrsta áratug