Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 133
SKYRSLUR STARFSMANNA
127
þar. Er mikiö í húfi, vegna veiðinnar í vötnunum, að
reynt sé, eins og unnt er, að útrýma honuni ])aðan. Unnir
voru þarna við Vötnin sex minkar seinna um sumarið.
Á Flateyjardal. 1 ferð minni um Norðurland í júlíbyrjun
fór ég, eins og um mörg undanfarin ár, með Pétri Jóns-
syni í Árhvammi á Flateyjardal við Skjálfanda. Við fór-
um þar um öll gömlu grenjasvæðin. Refir liöfðu ekki
búið um sig nema í einu greni, sem við nefnum Lækjar-
víkurgreni, og unnum við þar 6 dýr. Við litum eftir rnink-
um á líklegustu stöðum á þessum slóðurn, en urðunn
þeirra hvergi varir.
1 bakaleið úr þessari ferð fór ég með Einari Guðlaugs-
syni á Blönduósi í leit að greni, sem grunur lék á, að
væri einhvers staðar í Laxárdalsfjöllum, og mikil leit
hafði verið gerð að 2 undanfarin vor. Við höfðurn heppn-
ina með okkur, fundum grenið seint um kvöld og unmtm
þar 6 dýr um nóttina.
Arnarvatnsheiði. 28. júlí lagði ég aftur af stað norður til
Einars á Blönduósi, og nú átti að fara í minkaleit á Arn-
arvatnslieiði. I ferð þessa réðum við Hjálmar Eyþórsson,
lögregluþjón á Blönduósi, okkur til aðstoðar.
Það er mikið verk að útbúa sig í slíkan leiðangur, og
var komið undir kvöld næsta dag, þegar þeim undirbún-
ingi var lokið. Sarnt var lialdið á heiðina þann dag, og
lögðum við upp úr Víðidal. Seint um kvöldið tókum við
náttstað skammt frá Kolgrímsvötnum. Með þessum vötn-
um leituðum við svo næsta dag að minkum, en urðum
livergi varir við rnerki um, að minkar héldu sig þar nú,
en gömul minkabæli voru þarna nokkur. Seinni part
dagsins liéldum við svo að Arnarvatni stóra í norðan
kulda og snjókomu, og var jörð þar grá um kvöldið,
þegar við tjölduðum við Skammá. Að morgni næsta dags
unnum við svo strax læðu opr 2 livolpa við Réttarvatn.
Um hádegisbilið koniu til okkar tveir menn ríðandi, þeir