Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 23
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
17
og erfitt til ræktunar. Þess vegna má ekki Rauðisandur
leggjast í eyði.
Þá var lialdið aftur yfir Skersfjall og iit í Örlygsliöfn
með stuttri viðkomu í Sauðlauksdal. Dapurlegt var að
sjá liið sögulega prestssetur, vel uppbyggt, í eyði. Hádegis-
verður var snæddur að Hnjóti í Örlygsliöfn, glæsilegu
menningarheimili. Þar búa Ólafur Magnússon og kona
lians, Ólafía Egilsdóttir, og sonur þeirra, Egill, og kona
hans, Ragnlieiður Magnúsdóttir. Á Hnjóti er myndarlegt
safn af gömlum munum, snyrtilega fyrir komið, sem
garnan var að skoða. Frá Hnjóti var ekið yfir á fjalls-
brúnina fyrir ofan Rreiðuvík og séð yfir víkina, en þoka
var á Látrabjargi. Því næst var ekið til baka í Örlygsliöfn
og út í Kollsvík að Láganúpi. Þar býr össur Guðbjarts-
son, búnaðarþingsfulltrúi, og kona lians, Sigríður Guð-
bjartsdóltir. Þar var setið í góðum fagnaöi fram eftir degi.
össur bóndi er útvörður byggðarinnar á þessum slóðum
og lxefir nú nýverið fengið akfæran veg lieint í hlað. Því
næst var haldið til Patreksfjarðar með stuttri, en ánægju-
legri viðkomu lijá Snæbirni Tlioroddsen, bónda í ICvíg-
indisdal og konu lians, Þórdísi Magnúsdóttur. Þaðan var
ekið til Patreksfjarðar til gistingar.
Á Patreksfirði virðist athafnalíf blómlegt og bygginga-
framkvæmdir miklar. Árla næsta dag, hinn 21. ágúst, var
ekið af stað í sólskini og blíöu eins og leið liggur til
Tálknafjarðar og út með firðinum að norðan allt lit á
móts við Kvígindisfell. Sveitin er búsældarleg og all-
grösug, þótt undirlendi sé víða of lítið, og Tunguþorpið
ber vott um velmegun og fjörugt athafnalíf. Svo var snú-
ið við inn með firðinum og yfir Hálfdán og ekið til Bíldu-
dals, þar sem snæddur var hádegisverður. Þar tók á móti
okkur formaður Búnaðarfél. Suðurfjarðahrepps, Gunn-
ar ölafsson frá Reykjarfirði. Hann bauð okkur leiðsögn
sína, og var nú haldið út í Ketildali allt til Selárdals,
hins þekkta prestsseturs og liöfuðbóls, sem komið var í