Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 63
SKYRSLUR STARFSMANNA
57
lieitu landi, en þannig liagar víða til á liverasvæðum.
Til þess að fá fullan afrakstur af slíkum görðum er nauð-
synlegt fyrir garðyrkjubændur að koma sér upp sjálf-
virku vökvunarkerfi, sem liægt er að grípa til, er með
þarf. Tel ég reyndar, að þetta gildi fyrir alla þá, sem
fást við ræktun grænmetis, því þurrkar trufla oft spretlu
liér á sumrin. 1 öðrum landslilutum voraði víða seint, og
tafði það að sjálfsögðu mikið fyrir, að ræktunarstarfsemi
gæti liafizt, og leiddi af sér rýrari uppskeru. Uppskera
á fljótsprottnu srarðagrænmeti hófst um svipað leyti á
Suðurlandi og undanfarin ár. Laust fyrir miðjan júlí
fór fyrsta blómkálið að berast í verzlanir, og stuttu síðar
kom livítkál og pottarófur. Áberandi var, hversu fram-
boð varð fljótlega mikið bæði af hvítkáli og gulrófum,
og lilóðst því skjótt upp allverulegt magn af livítkáli, og
liélzt þannig langt fram á haust. Þar sem sumarhvítkál
Iiefur ekki mikið geymsluþol, mun töluvert magn liafa
ónýtzt við geymslu. Þótt ekki liggi fyrir neinar áreiðan-
legar tölur yfir heildarframleiðslu garðagrænmetis, þyk-
ir sýnt, að hún var mun meiri á árinu en lu'm hefur verið
mörg undanfarin ár. Stafar þetta örugglega fyrst og
fremst af því, að hver flatareining garðlands gaf meira
af sér en að undanförnu, þótt einhvern liluta megi rekja
til útþenslu garðlanda. Uppskeruaukning var mest áber-
andi í hvítkáli, enda þroskaðist með ágætum vel bæði
sumarhvítkál og vetrarlivítkál. Munu hirgðir vera fyrir
hendi enn þá, og hefur því ekki verið flutt inn kál er-
lendis frá, nema smávegis af rauðkáli kom til landsins
um miðjan desember.
Unt gróðurhúsaræktunina gegnir svipuðu máli og garð-
ræktina. Birtuskilyrði voru að vísu óvanalega léleg í
hyrjun ársins, eins og árið áður, þannig að það uppeldi,
sem þá var liafið hjá mörgum, bjó við frekar óhagstæð
skilyrði fyrst í stað. Þetta breyttist þó, er líða tók á vet-
ur, og virtist ekki hafa neinar teljandi afleiðingar, nema
gúrkur, sem ávallt koma einna fyrst af gróðurhúsamat-