Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 122
116
BÚNAÐARRIT
í liverri sveit, samkvæmt magni þeirra annars vegar og
búfjártölu hins vegar, og leita svo úrræða og aðstoðar
til framdráttar, þar sem á hjátar um birgðamagn, svo
að vel megi fóðra, unz gróður tekur við að vori.
1 öðru lagi eru starfandi fóðurbirgðafélög í meira en
30 sveitum. Þar eru færðar skýrslur yfir fóður, búfé og
afurðamagn og síðan reiknað, eins og næst verður komizt,
liver sé árangur búskaparins, að því er varðar þessi við-
skipti innan búsins að breyta fóðri í afurðir á liagkvæm-
an hátt.
Þegar um það er rætt, að engin hagfræðiþjónusta sé til
á vettvangi bænda hér á landi, þá gleymist alltaf að geta
þess, að eftirlitsfélög nautgriparæktarinnar eru fyrst og
fremst liagfræðiatriði, og liið sama er að segja um fóður-
birgðafélögin. Hvort árangurinn er mældur í mjólkur-
magni og fitu eða kjöti, ull og gærum, skiptir ekki máli,
því að livenær sem er má gefa afurðunum samnefnara,
sem lieitir krónur og aurar. Hitt er svo annað mál, að
miklu fleiri bændur mættu vera þátttakendur í þessuin
hagfræðiþáttum landbúnaðarins, sem fléttaðir eru af strá-
um, er verða að verðmætum í heimi viðskiptanna.
Hjá okkur er gras og hey, í ýmsum myndum, megin-
magn þess fóðurs, sem búféð nærist af. Með aukinni rækt-
un og batnandi verkunaraðferðum er treystur sá þáttur,
sem hér um ræðir.
Aukinn bústofn bænda krefst vaxandi fóðurfengs, og
hækkandi kröfur um meiri afurðir af hverri skepnu kalla
á vaxandi öryggi í ásetningsmálum.
Á árinu kvað lítið að fóðurskorti, en á vissa staði aust-
anlands þurfti þó að senda hey frá öðrum landshlutum
á vordögum, svo og í Strandasýslu.
Og tæpt stóð um, liversu fara mundi um gjörvallt land-
ið norðan og austan, þegar liafís lagðist að landi í marz,
en þar var því nær kraftfóðurlaust, sökum þess að flutn-
ingar kraftfóðurs frá litlöndum liöfðu stöðvazt allt frá
ársbyrjun vegna verkfalla vestan liafs, en þar er megin-