Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 237
VINDSKÝLING Á ÍSLANDI 231
ið í dalnum í 3 klst. o{j þann síðari í 9 klst. Þetta er glöggt
dæmi um breytingu lofthitans eftir landslagi.
Þar sem næturfrost geta komið allt frarn í júní á Is-
landi, samkvæmt veðurathugunum, og útgeislun að næt-
urlagi, kaldaloftsmyndun og rennsli þess er alls staðar
eins eðlisfræðilega og veðurfræðilega séð, — þá virðast
staðbundnar, veðurfræðilegar rannsóknir óhjákvæmileg-
ar.
Stefna vindsins í nánd við jarðaryfirborð, en þó sér-
staklega liraði lians, er breytileg eftir landslagi. I mis-
liæðóttu landslagi verður nokkur liluti þess áveðra, en
nokkur í skjóli, eftir því hvort landið liggur áveðurs eða
hlémegin, en auk þess myndast vindhviður eða vindurinn
herst upp á móti brekkunni. Vindurinn getur ennfremur
streymt samliliða hallanum, eða brekkan verður fyrir
bylja- og afturkastsáhrifum, eða það myndast sveipvindar
og strengir. Við þetta vex vindhraðinn sums staðar svo
mikið á stundum, að jurtirnar verða fyrir áfalli. Mismun-
ur vindhraðans á lítilli fjarlægð getur verið ótrúlega
mikill og talsvert breytilegur. Dæmi um þetta er úr dal-
kvos einni í Þýzkalandi. Akvegur liggur þvert yfir dal-
inn. Hæðarmismunurinn á dalbotni og barmi er ein-
ungis 15 m. Breidd dalbotnsins er um 100 m. Þetta lands-
lag gaf aðstöðu til stórkostlegra breytinga á vindsvæðinu.
Mismunurinn óx við það, er vindstefnan lá eftir dalnum.
Vindhraðinn, sem var 9,7 m/sek á liinni skjóllausu
brekkubrún, lækkaði fyrst og fremst fvrir skjól í brekku-
sneiðingu vegarins niður í 0,8 m/sek. Hann náði liámarki,
16,6 m/sek, í dalbotninum vegna samanþrýstings straum-
línanna og vindstefnunnar eftir dalnum. I brekkusneið-
ingu vegarins liinum megin verður aftur vart við' skjól.
Þá er atbyglisvert, bve mikið’ skjólið er af eittbvað 40 cm
þykkum trjábol. I 50 cm fjarlægð bak við bann fer brað'-
inn niður í 5,0 m/sek.
Vegna breytileikans í íslenzku landslagi má gera ráð
fyrir, að staðbundið úrkomumagn sé einnig báð miklum