Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 262
256
BÚNAÐARRIT
lagi. Sýnisliorn af slíkri skýlingu er að finna í Eifel í
Sambandslýðvehli Þýzkalands. Með vindskjóli verða stað-
hundin veðurfarsskilyrði bætt fyrir menn, dýr og jurtir.
Hagrænn árangur þess kemur í Ijós í daglegu lífi.
Vindskjól meðfram vegum liefur einnig gihli til að
verjast sand- og snjósköflum. En einnig liér verða menn
að vita, livaða efni ber að nota til skjólgerðar, og í hvaða
fjarlægð hindranirnar eiga að standa frá veginum. Runn-
ar og tré eiga hér einnig vel við sein hindranir og sömu-
leiðis girðingar úr borðviði, reyrmottur, kókóstref jagirð-
ingar og fiskinet. Mikilvægt er að vita, að vindskýli með-
fram vegum eiga að vera samfelld eftir því sem kostur
er. Um leið og liindranir eru slitnar sundur, koma fram
staðbundin vindsvæði með sveipóttum straumum, sem
verka óhagstætt á umferð bifreiða og geta orsakað óæski-
lega og óreglulega öldumyndaða skafla af sandi og snjó
á akbrautinni.
Ejarlægð skýlisins frá veginum fer eftir hæð og þétt-
leika skjólbeltisins sem og eftir legu vegarins. Ef vegur-
inn er á sléttlendi, verður að minnast þess, að ef liindrun-
in er þétt, verður fjarlægðin beggja vegna milli liennar og
vegarins, sem vernda skal, minni en ef liindrunin er gisin.
A misliæðóttu landi verður skýlingarvandamálið einungis
leyst eftir atvikum. Fer það eftir landslagi, hrekkulialla
o. s. frv., hvort hindrun nægir annars vegar eða margfald-
ar raðir hindrana eru nauðsynlegar.
Yfirleitt ber að athuga, að hindrunin sé nógu langt frá
veginum, því að sjó- og sandskaflarnir lilémegin ná liá-
marki í fjarlægð, sem nemur allt að 10-faIdri hinilrunar-
hæð. Það þýðir, að hindranir annars vegar eða beggja
vegna verða að vera í 10. h fjarlægð frá vegirium.
Með notkun hreyfanlegra vindskýla s. s. úr kókostrefj-
um, reyrfléttum, fiskinetum o. s.frv. fæst aðstaða til aö
gera allar skýlingarráðstafanir (draga úr vindi, upp-
blæstri og snjósköflum) við hæfi, þar sem auðvelt er að
laka tillit til fjarlægðar frá vegi.