Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 19
SKÝRSLA BÚMAÐARMÁLASTJÓRA 13
Þessar tillögur voru lagðar fyrir stjórn Búnaðarfélags
Islands 14. júlí. Samþykkti stjórnin eftirfarandi bókun í
því sambandi:
„1 framhaldi af þessu var samþykkt að fela búnaðar-
málastjóra að leita eftir við Framlciðsluráð landbúnaðar-
ins um, livort það vildi vera aðili að landbúnaðarsýning-
unni með Búnaðarfélagi Islands. Er búnaðarmálastjóra,
ásamt fulltrúa frá Framleiðsluráði, ef til þess kemur,
falið að lialda áfram umræðum við fyrrgreinda aðila um
möguleika á sameiginlegri sýningu á næsta ári, ráðningu
framkvæmdastjóra og annað, er sýninguna varðar, enda
verði vel séð fyrir hlut landbúnaðarsýningarinnar í binni
sameiginlegu sýningu, þar á meðal að ganga úr skugga um,
að skilyrði, bæði úti og inni, verði á næsta ári fyrir liendi,
svo að landbúnaðarsýningin geti notið sín sem allra
bezt.“
Að því búnu sendi Búnaðarfélag Islands Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins framangreinda bókun og fékk svar
við tilboði sínu frá Framleiðsluráði landbúnaðarins liinn
9. ágúst, þar sem Framleiðsluráð samþykkti að verða
þátttakandi í sýningunni með Búnaðarfélagi Islands, og
var Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri, kosinn aðal-
maður í yfirstjórn sýningarinnar af hálfu Framleiðslu-
ráðs, en Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri, kosinn
varamaður. Búnaðarmálastjóra var falið að vera í stjórn
sýningarinnar af liálfu Bi'maðarfélags Islands. Iðnaðarsam-
tökin kusu af sinni bálfu þá Björgvin Friðriksson og
Bjarna Björnsson í stjórn sýningarinnar.
Stjórn þessi liélt nokkra fundi og kaus á fyrsta fundi
sínum Halldór Pálsson formann sýningarstjórnar og
Bjarna Björnsson ritara. Stjórnin kannaði aðstæður allar
til sýningarlialds, hvað byggingunni miðaði og einnig liver
aðstaða yrði utan liúss sumarið 1966.
Eftir endurtekuar viðræður við byggiugarnefnd húss-
ins og arkitekta kom í Ijós, að líkur voru til þess, að
byggingin sjálf yrði það langt komin sumarið 1966, að