Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 220
214
BÚNAÐARRIT
bænda, þeir Gísli Kristjánsson, ritstjóri, frá Búnaðarfé-
lagi Islands og ICristján Karlsson, erindreki, frá Stéttar-
sambandi bænda, en þrið'ja nefndarmanninn skipaði ráð-
lierra án tilnefningar, Pétur Gunnarsson, forstöðumann
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, og skipaði hann
formann nefndarinnar. Nefnd þessi, sem gengur undir
nafninu Kalnefnd, hefur þegar unnið mikið starf. Hún
hefur útvegað nm 34 þúsund liestburði af lieyi og liey-
kögglum, en bændur á kalsvæðunum pöntuðu þó nokkru
meira liey. Miklir erfiðleikar voru á að fá heyið flutt
með skipum, en þó rættist sæmilega úr því efni, er leið
á veturinn.
Nýræktir, þar sem sáð var snennna, gáfu víða ágæta
uppskeru, og ræktun grænfóðurs gaf víða góða raun,
einkum sunnanlands og vestan. Með grænfóðurræktun
má segja, að bændur í lilýrri héruðum landsins lengi sum-
arið um allt að mánaðartíma. Kornakrar voru um 300 lia
að stærð. Kornuppskera varð mjög léleg lijá mörgum, en
sæmileg lijá stöku bónda.
Framleiddar voru um 970 smálestir af grasmjöli á árinu
og um 140 smálestir af heykögglum.
Kartöfluuppskera var góð víðast hvar á láglendinu sunn-
anlands, en nokkrar frostskemmdir urðu víða í uppsveit-
um. Uppskera varð léleg í Austur-Skaftafellssýslu, sæmi-
leg í Eyjafirði, en annars staðar á landinu yfirleitt frein-
ur léleg. Heildarframleiðsla af kartöflum varð um 120
þúsund tunnur, sem er 100% meiri framleiðsla en árið
1964.
Rófur spruttu ágætlega sunnanlands, og varð uppskera
með mesta móti, en ekki eru til skýrslur um lieildar-
magn gulrófna.
Sölufélag garðyrkjumanna seldi grænmeti í ár fyrir um
17,7 milljónir króna, sem er um 1,1 milljón króna
meiri sala en 1964. Af vissum tegundum grænmetis var
framleitt á árinu sem liér segir: Tölurnar eru að nokkru
leyti áætlaðar: