Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 99
SKYRSLUR STARFSMANNA
93
enn þá nokkuð, þar eð liann liefur nijög gott atlæti og er
hraustur að mestu. Snœfaxi 5i72 frá Kirkjubæ, nú geltur,
hefur komizt nokkuð inn í stofninn. Nú er sonur Snæ-
faxa, Hylur, ljósrauður, blesóttur, f. 1962, í uppvexti og
á nokkur afkvæmi, sem sett voru á í liaust. Nokkrir efni-
legir ungliestar, ógeltir, eru til. Búið á nú um 130 liross,
þar af 25 folöld, sett á í liaust. •—- Nú stendur fyrir sala
á búinu, og veit ég eigi, livernig fer. Ársþing L. H. skor-
aði á ríkisstjórn að beita sér fyrir kaupum á búinu, en
ríkið á jörðina. Ég veit, að landbúnaðarráðherra er mál-
ið allkært, og liann hefur fullan liug á, að búið eyðilegg-
ist ekki, og góðan skilning á því, að lirossaræktin má ekki
við því, að allt það starf, sem liér liefur verið unnið,
verði í rústir lagt. Ekki teldi ég þann skaða bætanlegan,
eftir að Stefán Jónsson er fallinn frá, ef búið liætti að
njóta starfskrafta þess manns, er lengst hefur að unnið
og er sá eini, sem öll hrossin þekkir. Á ég liér við hinn
greinda og ágæta búfjárræktarmann Halldór Jónsson,
bústjóra í Kirkjubæ. Vil ég lengst af öllu vona, livernig
sem málin skipast, að hann fái starfað við hrossaræktar-
búið áfram.
HrossarœktarfélagÍS Skuggi í Borgarfirði fékk nú fyrsta
árgang afkvæma undan dætrum og syni Skugga 201. Voru
það 7 folöld. Hryssumar voru aftur hafðar í girðingu
með Nökkva 260. Það reyndust síðnstu forvöð, því hest-
urinn datt niður dauður í liaust. Þeir félagar keyptu
stóðhestinn Gáska 317 frá Hrafnkelsstöðum, Árn. Hann
er sonur Skugga 201, og dóttursonarsonur Nasa 88. Þá
munu þeir hafa aðgang að Hrafni 583 frá Árnanesi, sem
er kominn vestur og verður notaður þar tvö næstu sum-
ur. Yfirleitt eru folöldin úr skyldleikaræktinni falleg, og
engrar úrkynjunar liefur orðið vart í úlliti.
Hrossarœktar- og hestamannafélagiS Freyfaxi á Héraði
varð að láta vana ágætan stóðliest sinn, Blesa 500 frá