Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 96
90
BUNAÐARIiIT
að lit, frá Túnsbergi í Hrun., Árn. For.: Hreinn 304 og
Brún í Túnsbergi, dóttir Fengs 309. Ljúfur er fínlegur
foli, liefur langan og grannan liáls, er prúður, en þrosk-
aöist lítið eftir tveggja vetra aldur, enda orðið fyrir mikl-
uni skakkaföllum. Hann liefur og nokkra galla í byggingu,
en ég get þeirra ekki liér.
2. Flaumur 606, f. 1960, steingrár að lit, frá Birni Jóns-
syni, Akureyri. For.: Svipur 385 og Ljónslöpp 2698, en
Svipur er systursonur Ljónslappar. Þarna er um athyglis-
verða ætt að ræða, og fyrir það er liesturinn fyrst og
fremst keyptur, þá er liturinn til að lijálpa til við að ná
upp gráu hrossunum, sem hefur fækkað mjög að und-
anförnu. Því næst er þetta myndarliestur, gallalítill, en
ekki neitt sérstakur að sjá, er með öllum gangi og þægi-
legum vilja enn sem komið er tamningu. Þessi hestur
verður nokkur prófsteinn á ræktunarstarfið og niður-
stöður sýninga, ef skyldleikinn verkar bætandi.
Þá afsetti sambandið þessa liesta: 1. Gáska 317, f. 1944,
frá Hrafnkelsstöðum. Gáski var orðinn aldraður og ekki
leggjandi á liann þær sífelldu breytingar á viðurværi
og misjöfn umhirða, sem fylgir fyrirkomulagi samband-
anna. Hann var seldur Hrossaræktarfélaginu Skugga í
Borgarfirði.
2. Silfurtopp 451, f. 1952, frá Reykjadal, Hrun., Árn.
Hestur þessi þykir okkur bæpinn til undaneldis, fáir
gæðingar koma, flest eru afkvæmin smá vexti og mörg
stygg og víðsjál í tamningu og jafnvel síðar. Þetta eru
ókostir, sem ber mjög að varast. Þorgeir bóndi og lirossa-
ræktarmaður á Hrafnkelsstöðum Sveinsson, keypti liest-
inn, og er liann enn óvanaður.
3. Skugga 571, f. 1956, frá Kastalabrekku, Rang. Hann
þykir ekkert sérstakur sem einstaklingur, en gerir senni-
lega bvorki að spilla né bæta hrossin. Hann mun bafa
verið geltur og seldur síðan.
Sambandið á nii 12 stóðhesta eftir þessar breytingar.