Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 25
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
19
jörð og að því búnu fá þangað duglegan bónda, sem byggi
þar slóru og glæsilegu fjárbúi, gegn því eina endurgjaldi
að ganga um staðinn af fyllstu smekkvísi, svo að þjóðinni
allri sé sónii að.
Frá Hrafnseyri var ekið næsta morgun, sunnudaginn
22. ágúst, yfir í Dýrafjörð. Var ekið um Þingeyri og út
Þingeyrarhreppinn allt í Haukadal og til baka inn fyrir
fjarðarbotn og út í Mýrarlirepp yfir Gemlufallsheiði að
Kirkjubóli í Bjarnardal í Mosvallabreppi. Þar buðu
]>au bjónin Guðmundur Ingi Kristjánsson og Þuríður
Gísladóttir okkur til liádegisverðar. Þangað kom til móts
við okkur Hagalín Guðmundsson, bóndi, Innri-Hjarðar-
dal, formaður Búnaðarfélags Mosvallabrepps. Hann
fylgdi okkur, ásamt þeim bjónum, Guömundi Inga og
Þuríði, aftur yfir Gemlufallsheiði og xit á Sandsheiði, svo
langt, að vel sást yfir byggðina á Ingjaldssandi. Þar er vel
búið og mikið unnið að umbótum. Var þá snúið við og
lialdið að Núpi í Dýrafirði og drukkið síðdegiskaffi í boði
bjónanna Valdimars Kristinssonar og Áslaugar Jensdótt-
ur. Að því búnu var aftur lialdið til Önundarfjarðar og
ekið út í Valþjófsdal sunnan fjarðar. Þar var snúið við.
Nxi skildu leiðir með okkur og samfylgdarfólkinu. Kvödd-
um við þau Kirkjubólsbjón og Hagalín með þakklæti og
ókum svo kringum láglendi önundarfjarðar að Hvilft,
]>ar sem við heimsóttum Gunnlaug bónda Finnsson og
konu bans, Sigríði Bjarnadóttur. Þaðan héldum við eins
og leið liggur yfir Breiðadalslieiði lil Isafjarðar.
Önundarfjörður er búsæhlarleg sveit, grösug mjög og
fögur, en sá skuggi lxvílir yfir sveitinni, að prestssetrið og
höfuðbólið Holt er í eyði. Þar er allt vafið í grasi, vél-
tækar engjar eins og augað eygir. Gestir geta ekki annaö
en undrast, hve mikið gras fer forgörðum á engjum í ön-
undarfirði, og verður á að liugsa til hinna mörgu bænda
á Vestfjörðum, sem búa við of lítið gras. Er til Isafjarðar
kom, bauð' Jón Guöjónsson, ráðunautur, liinn ágæti leið-
sögumaður, okkur öllum til kvöldverðar heim til sín.