Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 130
124
BÚNAÐARKIT
vegna bitdýra, sem lierjuðu á sauðfé bænda frá efstu
bæjum í Hvítársíðu og Hálsasveit livern vetur, og gerðu
mikinn skaða. Nú er þessi ágangur tófunnar gjörbreyttur
og lítil brögð að því, að bún bíti, enda hefur refum fækk-
að mikið frá því, sem áður var.
Okkur Gísla gekk ferðin vel vestur, og komum við nið-
ur í Langadal rétt fyrir sólsetur. Hjá brúnni við Bakka-
sel bleyptum við hundum okkar út. Fundu þeir strax
mink neðan við brúna, og var liann þegar unninn. Okk-
ur fannst þá ferð þessi byrja vel. Við fórum síðan um
Nauteyrarbrepp og Snæfjallaströnd, leituðum með liund-
unurn að minkum og fundum þá á nokkrum stöðum með
sjónum, en þar var alls staðar sama sagan, ógerningur
var að vinna þessa minka, því þeir héldu sig undir göml-
um fönnum meðfram sjónum.
Síðan liéldum við út í Æðey. Bóndinn þar, Helgi Þór-
arinsson, lireppstjóri, sótti okkur á báti, hann var þá
búinn að vinna 2 minka, sem eru þeir fyrstu, er þar eru
unnir. Að vísu skaut minkur upp kollinum í Æðey árið
1957, og þótti þá svo mikið við liggja, að maður með
veiðibund var sendur í flugvél til að vinna þennan vágest.
Þegar þessi maður kom í Æðey, leitaði bann eyjuna, en
þá kom í liós, að minkurinn var horfinn þaðan, en liins
vegar þefaði liundurinn liann strax uppi í landi.
Þeir fáu búendur, sem eftir eru í Nauteyrar- og Snæ-
fjallalireppi, eru staðráðnir í ]>ví að verja lönd sín fyrir
hvers konar vargi, og var þessi ferð mín farin jafnframt
í þeim tilgangi að skipuleggja það starf. Ákveðið var, að
Gísli Kristinsson, sem með mér var, tæki að sér vinnslu
refa og minka í Nauteyrar- og Reykjarfjarðarhreppi
næsta vor, og annaðist auk þess minkaleit í Snæfjalla- og
Ögurhreppi, eða með öðrum orðum, annaðist ininkaleit
alls staðar þar, sem mestar líkur væru til að hann béldi
sig, við Isafjarðardjúp.
Dýraleitir okkar Gísla í þessari ferð urðu ekki eins og
áformað liafði verið í byrjun, og bar þar margt til, t. d.