Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 16
16 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Íslendingar höfðu vissulega hag af starfsemi Landsbank-ans meðan allt lék í lyndi. Það höfðu Bretar og Hollendingar einnig. Ákvörðun ríkisstjórna þess- ara landa að greiða innistæðueig- endum en vísa þeim ekki á trygg- ingarsjóðinn var fyrst og fremst til að verja eigin banka gegn áhlaupi. Hvort tveggja þetta eru rök fyrir hlutdeild þeirra í ábyrgðinni. Breytingar á fyrirliggjandi samningi sem létta vaxtabyrði Íslands og tækju í reynd tillit til þeirra sjónarmiða um úthlutun úr búi Landsbankans sem Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var tals- maður fyrir eru dæmi um breyt- ingar sem myndu sýna sanngjarn- ari ábyrgð allra sem hagsmuni höfðu af starfseminni. Aðalatrið- ið er að hér þarf skýr og raunhæf samningsmarkmið. Ríkisstjórnin tók málið ekki í byrjun upp á pólitískt plan milli landanna og málflutningsrök- in hafa ekki verið opinberuð. Trúlegasta skýringin er sú að hún hefur haldið að unnt væri að selja hvaða niðurstöðu sem er í boði Sjálfstæðisflokksins. Þannig var andinn í kosningunum nokkrum vikum fyrr. Þetta fór hins vegar á annan veg eins og margt sem misráðið er. Nú er kallað eftir ábyrgð sem byggist á hvoru tveggja: Festu um íslenska hagsmuni og raunhæfu stöðumati. Það þarf atbeina stjórn- arandstöðunnar að málinu eigi framtíðin að vera önnur en raun- verulegt stjórnleysi og upplausn. Ábyrgð í samræmi við hagsmuni Stöðumat skiptir máli í samn-ingum. Þegar á því er byggt að í engu megi virða máls-ástæður viðsemjandans þýðir það gjarnan að hver sá sem það reynir er talinn óþjóðhollur eða í besta falli lélegur í samningum. Viðræður um áframhaldandi dvöl varnarliðsins fóru til að mynda fram á grundvelli ofmats á stöðu Íslands og enduðu illa. Af því má læra. Yfirlýsing forseta Íslands um að það pólitíska stjórnleysisástand sem hann ber ábyrgð á sé alfarið vandi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en ekki Íslendinga er í besta falli rangt stöðumat. Hún gæti líka verið ein- falt lýðskrum. Gagnvart viðsemj- endunum þurfum við haldbær rök. Þau eigum við í handraðanum þótt ekki sé ljóst hvernig þeim hefur verið beitt. Réttilega er á það bent að lög og alþjóðasamningar kveða ekki á um ríkisábyrgð á Tryggingarsjóði inn- stæðueigenda. En leysir það Ísland undan öllum skuldbindingum til að stuðla að fjármálalegum stöðug- leika með ýmsum ráðum? Svo er ekki. Ábyrgð á innlendum banka- reikningum án lagaskyldu og lán Seðlabanka út á svokölluð ástar- bréf í aðdraganda bankahruns- ins eru dæmi þar um. Lán Seðla- bankans, sem veitt voru í góðri trú, höfðu ekki tilætluð áhrif en féllu ágreiningslaust á skattgreiðend- ur. Ábyrgð ríkisins á innistæðum dugði til að koma í veg fyrir áhlaup og halda innlendri starfsemi bank- anna gangandi. Hún hefur ekki lent á skattgreiðendum. Staðan er því flókin og kallar á raunhæft stöðumat en ekki slagorð. Ríkisstjórnin hefur á hinn bóg- inn aldrei gert opinberlega grein fyrir málflutningsrökum sínum og samningsmarkmiðum í þeim tveim- ur samningum sem hún hefur nú þegar gert við Breta og Hollend- inga. Þetta hefur veikt stöðu henn- ar á heimavettvangi og gæti verið skýring á því hversu skammt hún hefur þokað viðsemjendum sínum. Stöðumat Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Margt bendir þó til að hann hafi verið nærri sanni þegar hann sagði að landið væri í reynd stjórnlaust eftir staðfesting- arsynjun forseta Íslands á Icesave- lögunum. Framvinda málsins ræður því hins vegar hvort þetta stundar- mat fyrrverandi formanns Alþýðu- flokksins verður að áhrínsorðum. Kostirnir eru tveir: Að freista nýrra samninga án tafar eða láta arka að auðnu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningurinn sem Alþingi sam- þykkti felur ekki í sér réttmæta ábyrgð viðsemjendanna á þeirri neytendavernd og þeim stöðugleika- áhrifum sem innistæðutryggingum er ætlað að hafa. Því er líklegast að þjóðin felli hann. Það leysir hins vegar ekki vandann. Satt best að segja gæti málið bæði orðið tor- leystara og lang- dregnara á eftir. Að þessu virtu er skynsamlegt bæði af hálfu ríkisstjórnar- innar og stjórn- arandstöðunnar að freista þess að ná saman um hagstæðari lausn án tafar. Það er lag. Ábyrgðarlaust væri að nota það ekki. Viðræður ríkisstjórnarinnar við stjórnarandstöðuna hafa borið merki gagnkvæmrar tortryggni. Það þarf ekki að koma á óvart. Nái stjórn og stjórnarandstaða saman í þessu máli er það á hinn bóginn vísbend- ing um að þjóðin eigi kost á meiri víðsýni en felst í þeirri átakapólitík sem núverandi stjórn er mynduð til að framfylgja. Ríkisstjórnin hefur horft á við- fangsefnin frá þröngu sjónarhorni lengst til vinstri. Endurreisnin kall- ar hins vegar á víðsýni og breiða samstöðu um skýra framtíðarsýn. Samkomulag um Icesave gæti orðið fyrsti vísir í þá átt að byggja upp traust á miðju stjórnmálanna. Að því leyti myndi það styrkja taflstöðu stjórnarandstöðunnar. Samstaða er líklegasta leiðin til að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir Ísland um Icesave. Rík ábyrgð hvílir því á forystumönnum ríkisstjórnar- innar og stjórnarandstöðuflokkanna að brjóta niður þá múra vantrausts sem einkenndu samtölin í byrjun. Það er að sönnu ekki einfalt. Hitt er á færi hvaða meðal-Jóns í pólitík sem er að finna ástæður til að kenna hinum um að ekki náðist saman. Víðsýni eða stjórnleysi? ÞORSTEINN PÁLSSON Þ egar jarðskjálftarnir á Haítí lögðu höfuðborg landsins að mestu leyti í rúst nú í vikunni vorum við Íslend- ingar minntir á hvað raunverulegar hamfarir eru. Á augabragði var þjóðin rifin upp úr eigin dægurþrasi um Icesave og fréttir af gífurlegu mannfalli og eyði- leggingu á Haítí varð fyrsta frétt á öllum fréttamiðlum og ýtti þar með Icesave aftar í umræðuna. Haítí er eitt fátækasta ríki heims og lifa um 80 prósent af um 9 milljónum íbúum landsins undir fátæktarmörkum. Þótt erfitt sé enn að meta það tjón og mannfall sem orðið hefur í jarðskjálftunum er talið að skjálftarnir hafi snert um þriðjung af íbúum Haítí – 3 milljónir manns – og er talið að tala látinna verði aldrei undir 50.000 manns en aðrir telja að 500.000 manns sé nær lagi. Eftir að hafa horft upp á áhrif slíkra náttúruhamfara er okkur Íslendingum hollt að setja hlutina í samhengi. Fyrir hrunið haustið 2008 vorum við Íslendingar einatt í efstu sætum á listum þar sem velmegun ríkja heims er metin. Við bankahrunið höfum við færst eitthvað niður þá lista en þrátt fyrir það megum við aldrei gleyma hver staða okkar er og hversu lánsöm við erum að búa hér á landi. Þrátt fyrir núverandi erfiðleika myndu senni- lega langflestir íbúar jarðar vilja skipta við okkur og sínum aðstæðum ef þeim eingöngu biðist það – þrátt fyrir hrunið – þrátt fyrir gjaldþrot Seðlabankans og þrátt fyrir Icesave. Jafnvel þó að við verðum að skera niður í rekstri hins opin- bera á komandi misserum búum við áfram við eitt besta heil- brigðis- og menntakerfi í heimi. Við búum í góðum húsum þar sem flestir kæli- og eldhússkápar landsmanna eru fullir af mat. Félagslega kerfið tekur við þeim sem ýmissa hluta vegna geta ekki tekið þátt í samfélaginu af fullum krafti. Hér er lýðræði, náttúruauðlindir, friðsæld og áfram væri hægt að telja kosti landsins – en niðurstaðan er að við Íslendingar erum forrétt- indaþjóð í samanburði við langflest ríki heims. Við gleymum því einfaldlega oft – erum orðin svo góðu vön og tökum lífsgæðum okkar sem sjálfsögum hlut. Við Íslendingar glímum við tímabundna erfiðleika en höfum alla burði til að vinna okkur út úr þeim. Hér hafa ekki orðið náttúruhamfarir eins og margir hafa viljað telja okkur trú um – á það vorum við illilega minnt nú í vikunni. Lítum í kringum okkur, setjum hlutina í samhengi og áttum okkur á því hversu gott við í rauninni höfum það. Ísland og þjóðir heims: Að setja hlutina í samhengi MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR Hér er lýðræði, náttúruauðlindir, friðsæld og áfram væri hægt að telja kosti landsins – en niðurstaðan er að við Íslendingar erum forréttindaþjóð í samanburði við langflest ríki heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.