Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 86
54 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Íslenska handboltalandsliðið leggur um helgina lokahönd á undirbúning sinn fyrir Evrópumeistaramótið í handbolta sem hefst í Austurríki á þriðjudaginn. Liðið fór til Parísar í gær þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti. Í dag leikur Ísland við Spán og á morgun við annaðhvort Frakkland eða Brasilíu. Guðmundur hefur ekki áhyggjur af því að spila tvo æfinga- leiki í röð svo skömmu fyrir alvöruna í Austurríki. „Nei, alls ekki. Þetta fylgir bara. Af hverju ættu til dæmis hinar þjóðirnar að spila um helgina? Ég hef engar áhyggjur af þessum leikjum,“ segir Guðmundur. Hann segir að leikmenn munu leggja allt í leikinn í dag. „Við munum spila til sigurs. Þetta er sterkt lið sem við mætum – bronsverðlaunahafarnir frá Ólympíuleikunum – og við þurfum því að nýta leikinn vel.“ Sigurvegarinn í leik Íslands og Spánar mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Brasilíu á morgun annars vegar og tapliðin hins vegar. En sama hver andstæðingurinn verður segir Guðmundur að hann muni dreifa álaginu á milli leikmanna í leiknum á morgun. Hann segir einnig andlegt ástand leikmanna gott og að mikil tilhlökkun ríki í herbúðum liðsins fyrir mótið í Austurríki. „Við erum hægt og sígandi að komast í lokagírinn. Við ætlum að nota tímann fram að móti vel, bæði með því að yfirfara okkar leik sem og andstæðinganna. Hluti af því er að nýta þessa æfingaleiki um helgina á sem bestan máta.“ Guðmundur segist engar áhyggjur af því hafa þó svo að væntingar fyrir mótið kunni að vera miklar hjá íslensku þjóðinni. „Það er mikilvægt að halda ein- beitingunni góðri og hugsa um það sem mestu máli skiptir – hvað við gerum inni á sjálfum vellinum. Þetta eru allt reynslumiklir leikmenn í liðinu og hafa til að mynda gengið í gegnum Ólympíuleika. Þeir vita nákvæmlega hvað þarf til að ná árangri. Ég er sáttur við hvernig undirbúningurinn hefur gengið, bæði í leikjum og á æfingum. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Við erum bara tilbúnir.“ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: VIÐ ERUM TILBÚNIR FYRIR EM Í AUSTURRÍKI Strákarnir vita hvað þarf til að ná árangri > Sverrir mögulega með FH í sumar Góðar líkur eru á að Sverrir Garðarsson muni spila með FH-ingum í sumar en félagið á nú í viðræðum við sænska B-deildarliðið GIF Sundsvall þar sem Sverrir er samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH, stað- festi þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Sjálfur er Sverrir staddur hér á landi og er að æfa með FH þessa dagana. „Það kæmi mér ekki á óvart að þessi mál myndu leysast á næstu dögum. Ef ekki þá fer ég bara aftur til Svíþjóðar,“ sagði Sverrir. Þess má geta að hann var í láni hjá FH í sumar og lék alls átta leiki í Pepsi-deildinni. HANDBOLTI Það tók íslenska hand- boltalandsliðið sex löng ár að tryggja sér sæti á fyrsta Evrópu- mótinu og tókst það ekki fyrr en í fjórðu tilraun. Ísland var ekki með á fyrstu þremur Evrópu- mótunum sem fóru fram í Portú- gal 1994, á Spáni 1996 og á Ítalíu 1998 því liðið sat í öll skiptin eftir í undankeppninni. Síðan Ísland tryggði sig inn á EM í Krótatíu árið 2000 þá hafa Strák- arnir okkar ekki misst úr EM. Besta árangrinum náði íslenska liðið árið 2002 þegar það komst alla leið í undanúrslitin en sá á eftir verðlaunum eftir 11 marka tap fyrir Svíum í undanúrslitaleiknum og 7 marka tap fyrir Dönum í leiknum um 3. sætið. Tveir leikmenn íslenska lands- liðsins sem er á leiðinni á Evrópu- mótið í Austurríki eru nú á leiðinni á sjötta Evrópumótið í röð. Þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru báðir með íslenska liðinu þegar það steig sín fyrstu spor á EM fyrir áratug. Guðjón Valur var þarna á sínu fyrsta stórmóti og var ekki í hópi í fyrstu tveimur leikjunum. Hann kom síðan inn í hópinn í þriðja leikinn sem var á móti Rússum. Frá þeim tíma hefur Guðjón Valur ekki misst úr leik á stórmóti og þar með leikið síðustu 27 leiki íslenska liðsins á Evrópumóti. Guðjón Valur hefur aðeins hvílt í 17 mínútur og 36 sekúndur af síðustu fimmtán klukkutímum íslenska landsliðsins á Evrópumót- inu. Guðjón Valur er leikjahæstur Íslendinga á EM með 27 leiki eða tveimur leikjum meira en Ólafur Stefánsson. Sigfús Sigurðsson er í 3. sæti með 22 leiki en hann er ekki með íslenska liðinu í Austurríki. Ólafur Stefánsson lék fyrstu 18 leiki Íslands á EM en hefur misst úr fjóra af síðustu níu leikjum liðs- ins vegna meiðsla. Ólafur er sá leik- maður sem hefur skorað langflest mörk og gefið flestar stoðsendingar hjá íslenska liðinu á EM. Ólafur hefur 37 marka og 113 stoðsendinga forskot á Guðjón Val Sigurðsson í báðum þessum töl- fræðiþáttum. Hér fyrir neðan má sjá toppleiki Íslands í sögu EM ooj@frettabladid.is Ólafur og Guðjón með í öll skiptin Íslenska karlalandsliðið er á leiðinni á sitt sjötta Evrópumót í röð. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru áberandi á topplistum íslenska liðsins í sögu EM enda hafa þeir alltaf verið með. Flest Evrópumót: Guðjón Valur Sigurðsson 5 Ólafur Stefánsson 5 Sigfús Sigurðsson 4 Róbert Gunnarsson 3 Guðmundur Hrafnkelsson 3 Patrekur Jóhannesson 3 Dagur Sigurðsson 3 Róbert Sighvatsson 3 Rúnar Sigtryggsson 3 Snorri Steinn Guðjónsson 3 Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 Flestir leikir á EM: Guðjón Valur Sigurðsson 27 Ólafur Stefánsson 25 Sigfús Sigurðsson 22 Guðmundur Hrafnkelsson 17 Patrekur Jóhannesson 16 Dagur Sigurðsson 16 Róbert Sighvatsson 16 Snorri Steinn Guðjónsson 15 Flest mörk á EM: Ólafur Stefánsson 152 Guðjón Valur Sigurðsson 115 Snorri Steinn Guðjónsson 82 Patrekur Jóhannesson 58 Sigfús Sigurðsson 45 Valdimar Grímsson 41 Róbert Gunnarsson 36 Flestar stoðsendingar á EM: Ólafur Stefánsson 162 Guðjón Valur Sigurðsson 49 Patrekur Jóhannesson 47 Snorri Steinn Guðjónsson 47 Dagur Sigurðsson 44 Arnór Atlason 38 Flest mörk og stoðsendingar á EM: Ólafur Stefánsson 314 152 mörk + 162 stoðsendingar Guðjón Valur Sigurðsson 164 115 mörk + 49 stoðsendingar Snorri Steinn Guðjónsson 129 82 mörk + 47 stoðsendingar Patrekur Jóhannesson 105 58 mörk + 47 stoðsendingar Flest hraðaupphlaupsmörk á EM: Guðjón Valur Sigurðsson 44 Ólafur Stefánsson 20 Flest mörk með langskotum á EM: Ólafur Stefánsson 71 Snorri Steinn Guðjónsson 23 Patrekur Jóhannesson 22 Dagur Sigurðsson 21 Flest fiskuð víti á EM: Róbert Gunnarsson 21 Sigfús Sigurðsson 19 Guðjón Valur Sigurðsson 15 Róbert Sighvatsson 14 SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RÓBERT GUNNARSSON FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TOPPLISTAR ÍSLANDS Á EM Í HANDBOLTA 2000 TIL 2008 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is ● Tækniþróunarsjóður er sjóður sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. ● Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. ● Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. ● Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. ● Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. ● Tækniþróunarsjóður hefur skilgreint þrjá verkefnisflokka og er umsækjendum bent á að kynna sér þá, ásamt reglum um viðurkenndan kostnað, á vefsíðu sjóðsins. ● Umsóknarfrestur er til kl. 17:00 þann 15. febrúar næstkomandi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á www.rannis.is Tækniþróunarsjóður Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Styrkir til nýsköpunar Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2010 REYNSLUMIKLIR Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða í algjöru lykil- hlutverki í Austurríki eins og venjulega hjá íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari, var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun og tjáði sig um íslenska handboltalandsliðið. Þorbjörn sagðist hafa vera mjög ánægður með að sjá FH-inginn Ólaf Guð- mundsson í hópnum. „Ég held að Gummi hafi gert hárrétt með því að taka Ólaf með. Mér finnst persónulega hann vera betri en bæði Logi og Aron. Ég hefði tekið hann umfram þá báða,“ sagði Þorbjörn sem þjálf- aði landsliðið frá 1995-2001. „Mér hefur alltaf fundist Ólaf- ur mjög efnilegur og það sem hann hefur umfram hina tvo er að hann getur spilað vörn. Hinir tveir geta ekki spilað vörn,“ rökstuddi Þorbjörn. - óój Þorbjörn um Ólaf: Betri en Logi og Aron ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Ein efnilegasta skytta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.