Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 42
„Fjölskyldujóga er frábær samveru-
stund fyrir fjölskylduna í víðasta
samhengi þess orðs. Þarna komum
við saman á öllum aldri, allt frá
þriggja ára og upp úr,“ segir Ásta
Arnardóttir, sem fer í dag af stað
með námskeið í fjölskyldujóga hjá
Lótus jógasetri í Borgartúni.
„Við erum saman í klukkutíma og
vinnum með grunnstefin í hatha-
jóga. Förum yfir jógastöður og
öndunaræfingar,“ útskýrir Ásta en
á námskeiðinu verður markmiðið að
rannsaka skynfærin fimm, augu,
eyru, munn, nef og húð og hvernig
við skynjum lífið með þeim. „Síðan
slökum við á, syngjum og jafnvel
dönsum.“
Ásta hefur kennt fjölskyldujóga
af og til í nokkur ár. Hún stofnaði
jógasetrið með Auði Bjarnadótt-
ur árið 2002 en hefur einnig kennt
leiklist og spuna í Kramhúsinu og
víðar og séð um listsmiðjur. „Sú
reynsla fléttast síðan inn í kennsl-
una,“ segir Ásta.
En hvert er markmið fjölskyldu-
jóga? „Það er að mæta til leiks
handan við hefðbundin fjölskyldu-
hlutverk og njóta þess að vera til í
augnablikinu,“ svarar Ásta og bætir
við að börnin séu frábærir kennar-
ar í því.
En hvernig finnst börnum að fara
í jóga? „Það er misjafnt alveg eins
og með fullorðna, segir Ásta og
hlær, „sumum finnst það æðislegt
og öðrum ekki.“
Námskeið Ástu í fjölskyldujóga
hefst í dag og verður næstu fjóra
laugardaga. Allur ágóði rennur til
styrktarfélagsins Sóley og félagar.
Markmið þess er að styðja við starf-
semi systur Victo sem hefur opnað
faðm sinn fyrir heimilislausum
börnum í Tógó. „Mér finnst þetta
frábært starf og langaði að varpa
ljósi á hugmynd okkar um fjöl-
skyldu og koma að þeirri hugsun að
við erum í raun öll ein fjölskylda og
jörðin okkar heimili.“
Nánari upplýsingar um námskeið-
ið er að finna á vefsíðunni www.this.
is/asta solveig@frettabladid.is
Börnin eru frábærir kennarar
Ásta Arnardóttir jógakennari stendur fyrir námskeiði í fjölskyldujóga í dag og næstu fjóra laugardaga. Allur ágóði rennur til Sóleyjar og
félaga en Ásta vill minna á að heimurinn er ein stór fjölskylda.
„Þarna komum við saman á öllum aldri, allt frá þriggja ára og upp úr,“ segir Ásta sem stendur fyrir námskeiði í fjölskyldujóga.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÓNDADAGURINN nálgast. Af því tilefni mun Félag
harmonikuleikara í Reykjavík spila fyrir dansi í betri stofu Víkur-
innar - Sjóminjasafnsins Grandagarði 8 milli klukkan 15 og 17.
Meðal annars er um að ræða mót-
mælaspjöld, ílát, dreifibréf, gashylki
og fleira sem kom frá almenningi
eða var safnað á vettvangi. Í tilkynn-
ingu kemur fram að safnið vilji leita
álits hjá almenningi á því sem safnast
hefur og kalli nú eftir aðstoð við að
velja hvað á að varðveita.
Það er ekki alltaf auðvelt að
nota gripi til að varpa ljósi á sög-
una en hlutverk safna er engu síður
að varðveita heimildir um tíðar-
anda og atburði. Í Þjóðminjasafn-
inu má til dæmis finna höggstokk þar
sem nafngreint fólk var gert höfðinu
styttra, kórkápu Jóns Arasonar, kaffi-
kvörn Eggerts og Bjarna og húsgögn
Jóns Sigurðssonar. Allt hlutir sem
bera ákveðnu fólki og atburðum vitni.
Samhliða sýningunni sendir safnið
út spurningaskrá um kreppuna sem
verður aðgengileg á heimasíðu safns-
ins, natmus.is, og á sýningunni og eru
áhugasamir hvattir til að svara henni.
Sýningin stendur yfir til 8. mars næst-
komandi.
Mótmælasýning í
Þjóðminjasafninu
Á TORGI ÞJÓÐMINJASAFNSINS VERÐUR
Í DAG OPNUÐ SÝNING Á GRIPUM SEM
KOMU VIÐ SÖGU Í MÓTMÆLUM Í KJÖL-
FAR EFNAHAGSHRUNSINS 2008.
Munirnir eru allt frá mótmælaspjöldum
og gashylkjum til dreifibréfa.