Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 16. janúar 2010
Edda Lilja segir að í ársbyrjun
2009 hafi hún uppgötvað að hún
ætti ótrúlega mikið af garni sem
hafði safnast fyrir þrátt fyrir
að vera mikil prjónakona og
síprjónandi. Hana langaði að
gera eitthvað spennandi
á ári sem leit út fyrir að
ætla að verða erfitt fyrir
marga.
„Ég sá ekki fram á
að ég myndi kaupa mér
meira garn í bili og lang-
aði að gera eitthvað úr
því garni sem ég átti
ti l . Mér finnst
skemmtilegt að
vinna undir
pr e s s u o g
ákvað því að
setja sjálfri
mér fyrir
krefjandi
verkefni,“
segir Edda
en myndirnar af húfunum sínum
birti hún á heimasíðu sinni www.
snigla.com. Ekki aðeins var við-
miðunin að hafa enga húfu eins
heldur var það líka í reglun-
unum, sem Edda smíðaði sér
sjálf, að finna nýtt húfu-
módel í hverri viku.
„Mér fannst ekkert sér-
staklega erfitt að fá nýjar
hugmyndir að húfum
þótt vitaskuld hafi það
verið erfiðara í lokin en
í byrjun. Ég er enn að fá
húfuhugmyndir en ég hef
reyndar alltaf haft ágætt
hugmyndaflug.“
Eddu fór fljótlega að
langa til að gera eitt-
hvað úr verkefninu
og úr varð að
nú í lok janúar
verða húfurnar
allar til sýnis í
Norræna hús-
inu en húfurn-
ar hafa vakið
mikla athygli.
„Húfurnar
verða ekki til
sölu en þessa
dagana sit ég
heima og er að
skrifa bók með
uppskriftum
að húfunum og
stefni á útgáfu á
þessu ári. Ég hef hins vegar stund-
um gert húfur eftir frumeintökun-
um fyrir fólk,“ segir Edda. Edda er
hvergi hætt í hugmyndavinnunni
en þessa dagana hannar hún skart-
gripi og stefnir einmitt á að hafa
þá 52 á 52 vikum.
juliam@frettabladid.is
52 húfur á 52 vikum
Edda Lilja Guðmundsdóttir setti sér það takmark, um áramótin 2008-2009, að prjóna eina húfu fyrir
hverja viku ársins, allar mismunandi að gerð. Húfurnar verða til sýnis í Norræna húsinu eftir tvær vikur.
Guðmundur Leifsson og Bjartur Kári Kjartansson með húfur í
stíl.
Húfurnar eru allar nefndar eftir módelunum sem bera þær og
þessi húfa kallast því Katrín Ósk Björnsdóttir.
Edda Lilja Guð-
mundsdóttir er
hönnuður húfanna
fimmtíuog tveggja.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Lúkas Steight skartar
lambhúshúfu og
bláum tónum.
MYND/ÚR EINKASAFNI