Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 2
2 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR
FANGELSISMÁL Í fangelsum hér á
landi sitja í dag ellefu erlendir
fangar með þyngri dóma en tveggja
ára fangelsi. Unnið er að flutningi
tveggja fanganna til afplánunar í
föðurlandi sínu og hjá Útlendinga-
sofnun er nú unnið að brottvísun
sex til viðbótar. Þrír af þessum ell-
efu munu ekki afplána í föðurlandi
sínu þar sem þeim hefur ekki verið
vísað úr landi.
Þetta segir Ragna Árnadóttir
dómsmálaráðherra, spurð um
flutning erlendra fanga héðan til
afplánunar í föðurlandinu.
„Ljóst er að flutningur fanga til
afplánunar í heimalandi sínu er
ekki raunhæft úrræði til að tak-
ast á við þann vanda sem fangels-
iskerfið á við að etja þar sem ferl-
ið er mjög langt og þungt í vöfum,“
segir dómsmálaráðherra. Þarna
gildir einu þótt dómsmálaráðherr-
ar Íslands og Litháens hafi 2008
gert með sér samkomulag um að
veita beiðnum á grundvelli Evrópu-
ráðssamningsins forgang þannig
að þær yrðu afgreiddar eins fljótt
og kostur væri.
„Einungis er hægt að flytja
fanga sem hlotið hafa þunga dóma,
til dæmis tveggja til þriggja ára
dóma eða þyngri,“ segir ráðherra.
Ástæða þess er meðal annars
að sjálft undirbúningsferlið hér
á landi tekur langan tíma. Flestir
fanganna vilja ekki afplána í sínu
heimalandi og því þarf að liggja
fyrir brottvísunarúrskurður áður
en ákveðið er að senda beiðni til
föðurlands fangans, að sögn Rögnu.
Mál erlendra afbrotamanna eru
tekin fyrir hjá Útlendingastofnun
þegar fullnaðardómur hefur gengið
í máli þeirra. Ákvörðun Útlend-
ingastofnunar er síðan hægt að
kæra til dómsmálaráðuneytisins.
„Þegar endanleg ákvörðun ligg-
ur fyrir um brottvísun er hægt að
senda dóma og önnur nauðsynleg
gögn í þýðingu,“ útskýrir Ragna.
„Þá þarf að afla afstöðu fangans
en samkvæmt núgildandi samn-
ingi þarf að gera sérstaklega grein
fyrir afstöðu þeirra til flutnings í
beiðninni til heimalandsins. Þegar
hægt er að senda út beiðni er fang-
inn búinn að afplána nokkra mán-
uði, jafnvel ár í gæsluvarðhaldi auk
nokkurra mánaða sem brottvísun-
arferlið og annað undirbúningsferli
tekur. Þá setur gildandi samningur
það að skilyrði að að minnsta kosti
sex mánuðir séu eftir af afplánun
viðkomandi fanga.“
Aðspurð segir Ragna að rætt
hafi verið að freista þess að gera
svipað samkomulag og gert var við
Litháen við önnur ríki sem erlendir
brotamenn koma frá.
jss@frettabladid.is
FANGELSI Ellefu erlendir fangar með meira en tveggja ára fangelsisdóm afplána nú í
fangelsum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Unnið að sendingu
átta fanga úr landi
Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að senda átta fanga héðan til afplánunar
í föðurlandi sínu. Beðið er eftir ákvörðun um brottvísun sex þeirra. Tveir fara
sjálfviljugir. Ellefu erlendir fangar eru með þyngri dóm en tveggja ára fangelsi.
FJÖLDI FANGA
Afplánun 118
Íslendingar 103
Útlendingar 15
Gæsluvarðhald 26
Íslendingar 13
Útlendingar 13
Einangrun 8
Íslendingar 3
Útlendingar 5
Heimild: Fangelsismálastofnun
Birna, eru þetta þessir læknar
án landamæra?
„Nei, þessir eru ekki bara án landa-
mæra, heldur líka lausir við hlekki
hugans!“
Könnun Læknafélags Íslands gefur
vísbendingar um að þriðjungur lækna í
sérnámi erlendis ætli ekki endilega að
koma heim að loknu námi. Áður sneru
þeir flestir heim. Birna Jónsdóttir er
formaður Læknafélagsins.
SKÓLAMÁL Ekki er lengur pláss
fyrir öll leikskólabörn í skóla-
bílnum á Ströndum og hefur
verið ákveðið að börn frá tveimur
bæjum skiptist á um að fá far með
bílnum. Samkvæmt samkomu-
lagi sem sveitarfélagið Stranda-
byggð náði við alla foreldra fá
börnin frá bæjunum Miðhúsum
far með skólabílnum daglega en
barn frá Heydalsá og barn frá
Tröllatungu skiptast á um að nota
skólabílinn. Þannig fái barnið frá
Heydalsá að nota skólabílinn aðra
vikuna og barnið frá Tröllatungu
vikuna á móti. Einn sveitarstjórn-
armaður lét bóka að hann væri
ósáttur við fyrirkomulagið því það
mismunaði börnum. - gar
Leikskólabörn á Ströndum:
Skólabíll tekur
ekki öll börnin
LISTIR Vinkonurnar Anna Ingólfs-
dóttir og Elísabet Brynhildar-
dóttir áttu saman þær tillögur
sem lentu í þremur efstu sætum í
forsíðusamkeppni Símaskrárinn-
ar. Þema keppninnar var „Ísland
í jákvæðu ljósi.“
Um 1.530 tillögur í keppnina en
skilafrestur rann út 1. desember
síðastliðinn. Fimm manna dóm-
nefnd valdi þær þrjár tillögur
sem henni þóttu bestar auk þess
sem almenningi gafst kostur á
að veita álit sitt á þeim í netkosn-
ingu. Dómnefndin hafði enga
vitneskju um nöfn höfunda fyrr
en að vali loknu.
Vinkonurnar skipta með sér
verðlaunafénu öllu, samtals einni
milljón króna sem afhent var í
gær, auk heiðursins sem í því
felst að fá verkið prentað framan
á 150 þúsund símaskrár. - jab
Keppni um forsíðu Símaskrár:
Vinkonur tóku
öll verðlaunin
VINKONURNAR Anna og Elísabet fá
eina milljón króna fyrir að eiga þrjár
bestu tillögurnar um forsíðu nýjustu
Símaskrárinnar.
EFNAHAGSMÁL Skuldatryggingar-
álag hækkaði á fimmtudag eftir
að hafa staðið í stað um skamma
hríð í rúmlega 500 punktum
og hækkaði upp í rúmlega 540
punkta. Í Morgunkorni Íslands-
banka er hækkunin tengd yfirlýs-
ingum Dominique Strauss-Kahn,
framkvæmdastjóra Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, (AGS) og Fredrik
Reinfeldt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, en af orðum þess fyrr-
nefnda mátti skilja að aðgerðar-
áætlun sjóðsins og stjórnvalda
kunni að tefjast á meðan óvissa
er um afdrif Icesave.
Reinfeldt sagði í samtali við
Reuters að Svíar myndu ekki lána
Íslendingum fyrr en AGS hefði
endurskoðað áætlun sína.
Strauss-Kahn sagði á blaða-
mannafundi á fimmtudag að hann
skildi að Íslendingum þætti ósann-
gjarnt að þurfa að taka á sig byrð-
ar vegna gerða Landsbankans. „Á
hinn bóginn hafa lönd alþjóðleg-
ar skuldbindingar og þeir verða
að skilja að Ísland, sem sjálfstætt
ríki, getur ekki verið undanskil-
ið því sem fjármálageiri þess
orsakaði.“
Ekki var búið að ákveða dagsetn-
ingu fyrir endurskoðun áætlunar-
innar, en reiknað var með að hún
færi fram í janúar. Gylfi Magnús-
son viðskiptaráðherra sagði í sam-
tali við Fréttablaðið á miðvikudag
að alls óvíst væri að svo gæti orðið.
Stjórnvöld ynnu að því hörðum
höndum að svo gæti orðið. - kóp
Óljóst hvenær endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fer fram:
Skuldatryggingarálag hækkar
STRAUSS-KAHN Framkvæmdastjóri AGS
segir að Ísland geti ekki verið undanskil-
ið því sem fjármálageiri þess orsakaði.
NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Evrópu
ákvað í vikunni að stýrivöxtum
yrði haldið í einu prósentustigi.
Stýrivextir voru færðir niður í
eitt prósent í maí í fyrra og hafa
þeir aldrei verið lægri.
Bandaríska stórblaðið New
York Times segir vaxtaákvörð-
unina sýna að aðildarríki mynt-
bandalagsins glími enn við að
koma efnahagskerfinu upp úr
kreppunni. Ekki megi útiloka að
bankinn grípi til aðhaldsaðgerða
á seinni hluta árs til að halda
verðbólgudraugnum frá og
hækki stýrivexti. - jab
Óbreyttir vextir á evrusvæði:
Hækkun hugs-
anleg á árinu
JEAN-CLAUDE TRICHET Bankastjóri
Seðlabanka Evrópu.
Sjóvá til sölu
Sjóvá-Almennar tryggingar verða
settar í söluferli á mánudag af
fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Öllum
áhugasömum fjárfestum, sem geta
sýnt fram á eignastöðu umfram
fimm hundruð milljónir, gefst kostur
á að bjóða í allt að hundrað prósent
hlutafjárins. Fyrirvari er þó settur
um samkeppnisreglur og samþykki
Fjármálaeftirlitsins.
VIÐSKIPTI
LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn um
fertugt voru í gær úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til 21. janúar, grun-
aðir um að hafa staðið að innflutn-
ingi á þremur til fjórum kílóum af
fíkniefnum. Um er að ræða hvítt
efni, en ekki fékkst staðfest í gær
hvort um amfetamín eða kókaín
væri að ræða.
Efnin voru flutt með vöruflutn-
ingaskipi frá Samskipum en annar
maðurinn starfar hjá fyrirtækinu.
Skipið kom hingað frá Árósum í
Danmörku á miðvikudaginn en
skip Samskipa koma við í mörgum
höfnum áður og ekki er upplýst
hvar efnin eru talin hafa verið sett
um borð. - jss
Starfsmaður Samskipa í haldi:
Grunaður um
fíkniefnasmygl
STJÓRNMÁL Forystumenn ríkisstjórnarinnar vonast
eftir viðbrögðum Breta og Hollendinga við þreif-
ingum um nýjar samningaviðræður um Icesave á
næstu dögum, jafnvel á morgun.
„Jóhanna hefur talað um fyrri hluta næstu viku,
það er orðalagið sem hún hefur notað,“ segir Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Heimildir innan stjórnarráðsins vildu þó ekki stað-
festa þetta.
Á fundi oddvita stjórnmálaaflanna í Stjórnarráð-
inu í gær var reynt að ná samkomulagi um áfram-
hald Icesave-umræðna.
Meðal annars var rætt um skipan þverpólitískrar
samráðsnefndar, kæmi til nýrra viðræðna við Breta
og Hollendinga. Sú nefnd hefði meðal annars sam-
ráð um hvernig yrði skipað í hugsanlega viðræðu-
nefnd.
Einnig bar á góma hver markmið Íslands ættu að
vera í slíkum viðræðum.
„Það er mikilvægt að við séum sammála um þær
áherslur áður en þetta færi að stað, því annars er
þetta andvana fætt,“ segir Bjarni.
Birgitta Jónsdóttir úr Hreyfingunni segir einnig
mikilvægt að flokkarnir nái saman um sameigin-
lega sýn á málin.
„Bretar og Hollendingar hljóta að gera sér grein
fyrir því að þjóðirnar þurfa að ræða málin,“ segir hún.
Heimildir blaðsins telja það jákvætt merki að full-
trúar erlendu ríkjanna hafi enn ekki hafnað hugsan-
legum viðræðum. - kóþ, kóp
Rætt um þverpólitíska samráðsnefnd vegna Icesave-deilunnar:
Vonast eftir viðbrögðum á morgun
Á RÖKSTÓLUM Sumir heimildarmenn blaðsins telja ólíklegt
að Bretar og Hollendingar verði við beiðnum um að fara enn
á ný í viðræður við Íslendinga fyrr en fullkomin sátt næst milli
stjórnmálaflokkanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SPURNING DAGSINS