Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 22
22 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Huginn Freyr Þor- steinsson skrifar um Icesave Innan fárra vikna munu Íslendingar ganga til sinnar fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í nærri sjö áratugi og verður hún um ríkis- ábyrgð á svokölluðum Icesave-lögum. Með staðfestingu laganna verður veitt ríkisábyrgð á samningum íslenskra stjórn- valda við þau bresku og hollensku um greiðslu lágmarkstryggingar innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans. Samningarnir snúast að öllu leyti um að lágmarka tjón skattgreið- enda vegna ábyrgðarlausrar hegð- unar íslensks banka, Landsbanka Íslands, sem sópaði að sér 1.300 ma.kr. á Icesave innlánsreikninga í útibúum sínum í Bretlandi og Hollandi – sem nemur um 90% af landsframleiðslu Íslands. Við gjald- þrot bankans haustið 2008 stóðu um 350 þúsund innstæðueigendur í þessum tveimur lönd- um frammi fyrir því að tapa sparnaði sínum. Það hefðu innstæðueig- endur á Íslandi einn- ig gert hefðu íslensk stjórnvöld ekki gripið inn í með setningu neyð- arlaga og bjargað öllum innstæðum þeirra. Gerð er sú krafa að Tryggingarsjóður inn- stæðueigenda á Íslandi bæti breskum og hol- lenskum innstæðueigendum 20.887 evrur, svokallaða lágmarkstrygg- ingu skv. lögum um sjóðinn og til- skipun Evrópska efnahagssvæðis- ins. Þetta felur í sér að samtals er tryggingasjóðurinn krafinn um að greiða um 700 ma.kr. eða rúmlega helming allra innstæða, en Bret- ar og Hollendingar taka þá 600 ma.kr. sem eftir standa á sína rík- issjóði. Í október og nóvember 2008 samþykktu þáverandi ríkisstjórn Íslands og Seðlabankastjóri þetta og að bresk og hollensk stjórnvöld greiddu innstæðueigendunum út hluta íslenska tryggingarsjóðsins fyrir hans hönd. Í þessu felst að bresk og hollensk stjórnvöld fallast á að íslenskum stjórnvöldum hafi verið heimilt að undanskilja íslensk útibú með starfsemi í Bretlandi og Hollandi frá 100% tryggingu inn- stæðna í íslenskum útibúum sem fólst í neyðarlögunum og falla frá kröfum þess efnis. Með samningnum er upphæð kröf- unnar á íslenska Tryggingarsjóðn- um fest í um 700 ma.kr., tæplega 50% af landsframleiðslu Íslands, sem er ógnarstór tala. Sú upphæð mun þó aldrei falla á íslenska skatt- greiðendur því eignir Landsbank- ans verða nýttar til þess að greiða hana niður fram til ársins 2016. Mat á eignum sýnir þær muni duga fyrir 88% höfuðstólsins og því er áætlað að sú hann verði þá, ásamt vöxtum, að núvirði um 183 ma.kr. Með góðri nýtingu eigna Landsbankans má því gera ráð fyrir að niðurgreiðsla láns- ins á síðari hluta lánstímabilsins, árin 2017 til 2024, verði árlega um 1-2% af landsframleiðslu Íslands. Samkvæmt ákvæðum samningsins mun ríkissjóður greiða eftirstöðv- ar lánsins á 8 árum með hámarks- greiðslu ár hvert í hlutfalli við vöxt landsframleiðslu og möguleika á framlengingu ef þurfa þykir. Ef hag- stæðari fjármögnunarmöguleikar bjóðast verður hægt að greiða lánið hraðar niður og unnt er eða að taka upp viðræður aftur í samræmi við endurskoðunarákvæði samningsins ef þróun efnahagsmála verður mun lakari en gert er ráð fyrir. Aðrar breytur geta haft áhrif á uppgreiðslu samningsins. Ef gengi krónunnar styrkist á næstu 7 árum lækkar höfuðstóll lánsins í krónum talið og öfugt ef að krónan veikist. Hið sama á við um eignir þrotabús- ins og dregur það úr áhættu af þess- um sökum. Vextir lánasamningsins eru fastir og óverðtryggðir allan lánstímann og því gæti aukin verð- bólga í Bretlandi dregið úr vaxta- kostnaði lánsins. Þannig þýðir 2-3% verðbólgu á þessu tímabili að raun- vextir lánsins væru í kringum 3%. Að lokum er vert að taka fram að þrátt fyrir að hér séu færð rök fyrir núverandi samning vegna Icesave- málsins er það langt í frá viðunandi að almenningur þurfi að taka á sig miklar byrðar vegna efnahagshruns- ins. Icesave-málið er þar engin und- antekning fremur en mörg hundr- uð milljarða króna halli ríkissjóðs undanfarin tvö ár og þau næstu, 300 milljarða króna gjaldþrot Seðlabank- ans eða kostnaður vegna endurreisn- ar bankakerfisins og allur vaxta- kostnaður sem þessu fylgir. Allt eru þetta afleiðingar óráðsíu manna í viðskipta- og stjórnmálalífi. Sérstök ástæða er til að undirstrika ábyrgð hinna síðarnefndu, þ.e. stjórnmála- manna, enda fól almenningur þeim að standa vörð um hagsmuni ríkis- sjóðs og skattgreiðenda. Með blindri trú sinni á skuldsett útrásarhagkerfi tókst þeim að koma íslensku þjóðar- búi í þá stöðu að engar auðveldar leiðir eru til að reisa það aftur við. Í þannig stöðu þarf að velja skásta kostinn sem í boði er og öll rök hníga að því að hann sé samþykki núverandi samninga. Höfundur var aðstoðarmaður for- manns samninganefndar Íslands um Icesave og er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Lengri útgáfa birtist á Vísi. Ávinningur Icesave-samninganna Við gjaldþrot bankans haustið 2008 stóðu um 350 þúsund inn- stæðueigendur í þessum tveimur löndum frammi fyrir því að tapa sparnaði sínum. HUGINN FREYR ÞORSTEINSSON UMRÆÐAN Óskar Bergsson skrifar um borgarmál Sigrún Elsa Smáradótt-ir borgarfulltrúi held- ur áfram gagnrýni sinni á húsnæðiskostnað borg- arinnar þrátt fyrir að margsinnis sé búið að fara yfir málið með henni og útskýra í hverju munurinn liggur. Nú síðast í ágætri fréttaskýringu Péturs Gunnarssonar á Fréttablað- inu á þriðjudaginn var. Í grein í Fréttablaðinu í gær heldur borg- arfulltrúinn enn áfram og nú með því að gera að engu réttar upplýs- ingar um þróun húsnæðiskostnað- ar borgarinnar, líkir Ráðhúsinu við draugahús, fer með rangt mál um ábyrgð á flutningi fjármála- skrifstofu og fullyrðir ranglega að innri endurskoðun sé til húsa við Höfðatorg. Hækkunin sem Sigrún Elsa vísar til er fyrst og fremst til komin vegna leiðréttinga sem gerðar voru þegar eignarekstur borgarinnar var settur undir einn hatt og við þær breytingar kom upp ýmis falinn húsnæðiskostn- aður, s.s. eins og hlutdeild borgar- innar í byggingu framhaldsskóla og millifærsla úr eignasjóði í aðal- sjóð vegna fasteignagjalda. Aðrir þættir í húsnæðisrekstrin- um sem hafa orðið til hækkunar á húsnæði eru fyrst raunverulega að koma fram eftir að eignarekstur- inn var aðgreindur frá almennum rekstri. Húsrými á hvern nemanda bæði í leik- og grunnskólum hefur aukist á undanförnum árum. Síðan má nefna að þjónustumiðstöðv- ar hafa verið settar á fót í öllum hverfum borgarinnar sem er hrein viðbót við fasteignarekstur borgar- innar frá árinu 2005. Stefnumótun Samfylkingarinnar um leigustefnu húsnæðis frekar en eignastefnu og leigusamningur á Höfðatorgi, sem Dagur B. Eggertsson gerði í sinni stuttu borg- arstjóratíð hafa lagt sín lóð á þessa vogarskál. Það kemur því úr hörðustu átt þegar Samfylkingin skammar núverandi meiri- hluta fyrir aukinn hús- næðiskostnað borgarinn- ar sem að stærstum hluta varð til vegna þeirra eigin ákvarðanna. Ekki veit ég hvað Sigrúnu Elsu gengur til þegar hún lýsir Ráð- húsinu sem draugahúsi og vísar til orða minna í borgarstjórn um að nýta mætti Ráðhúsið betur en gert er. Þar er á ferðinni einhver smekkleysa sem borgarfulltrúinn hefur kosið að tileinka sér til þess að draga að sér athygli. Því miður með neikvæðum formerkjum fyrir hana. Fleiri smáar rangfærslu eru í greininni s.s. eins og að fjármála- skrifstofan hafi flutt í Höfðatorg á síðasta ári. Það var gert í borgar- stjóratíð Ólafs F. Magnússonar og einnig er það rangt að innri endur- skoðun sé á Höfðatorgi, en hið rétta er að starfsemin er við Vatnagarða 28. Í stóru sem smáu koma fram rangfærslur í málflutningi Sigrún- ar Elsu og vona ég að borgarfull- trúinn undirbúi sig betur framveg- is en hún hefur gert fram að þessu. Góðu fréttirnar í þessari húsnæð- isumræðu eru auðvitað þær að hús- næðiskostnaður er ekki nema 14 prósent af heildarútgjöldum borg- arinnar og er óhætt að fullyrða að mörg heimili í landinu myndu vilja vera í þeim sporum. Þessu hefur ítrekað verið komið á framfæri við borgarfulltrúann en hann kýs enn að snúa út úr. Í þessari síðustu grein sinni opinberaði Sigrún Elsa óvandvirkni og rangtúlkun sína á málaflokknum og er mál að linni. Höfundur er formaður borgarráðs. Hið rétta um húsnæð- ismál borgarinnar ÓSKAR BERGSSON Hörmungar dynja yfir íbúa Haítí Söfnunarsíminn er 904 1500 eða Leggðu inn á reikning:0342 - 26 - 12 kt. 530269-2649 www.raudikrossinn.is Getur þú hjálpað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.