Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 40
 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR2 „Ég stökk í rauninni út í djúpu laugina,“ segir Hanna Pétursdótt- ir fatahönnuður sem útskrifaðist úr Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht í Hollandi árið 1998. „Ég starfaði lengi í Hollandi en fylgd- ist vel með því sem var að ger- ast á Íslandi og vissi að þar væri gróskan að aukast og hönnuðir að opna búðir með eigin vörum. Fjar- lægðin hafði þau góðu áhrif að ég sá ullina í nýju ljósi og uppgötvaði hversu sérstök og spennandi við- fangsefni hún er og með óteljandi markaðsmöguleika. Við heimkomu 2004 ákvað ég því að þreifa fyrir mér og tók þá ákvörðun að opna búð, sem einfaldlega heitir Hanna, eins og hönnunin,“ segir hún og brosir. „Þetta eru kvenmannsföt þar sem ég nota efni eins og ull, bómull, silki og satín. Aðaláhersla er lögð á þæfingu ullar í mismun- andi undirlag. Flestar flíkurn- ar má nota á margan hátt. Sömu flíkina má oft nota bæði til þess að klæða sig upp á, eins og fyrir árshátíð, eða nota hversdags eins við gallabuxur. Hanna segir breytingarnar sem orðið hafa í fatahönnun á síðustu árum gífurlegar. „Um það leyti sem ég fór út var ekki óalgengt að fólk spyrði okkur hvað við værum að föndra en nú er viðhorfið allt annað. Í Hollandi er sterk hefð fyrir hönnun og hönnuðir hafðir með í flestum verkefnum. Innan tíðar mun verða merkilegur tísku- viðburður, Reykjavík Fashion Festival, en hann verður haldinn í Reykjavík 19. og 20. mars. Ég mun taka þátt í honum og hlakka mikið til. Markmiðið er að reyna að kynna íslenska hönnun mark- visst erlendis svo sómi sé að.“ Erlendir ferðamenn eru mjög hrifnir af íslenskri hönnun. „Þetta er ekki hinn dæmigerði ferðamað- ur, heldur þeir sem eru í menning- arreisu og eiga peninga. Ferða- menn eyða meiru núna en áður, hver viðskiptavinur kaupir meira og þjóðirnar eru fjölbreyttari,“ segir Hanna og hver veit nema fatahönnun verði ein af helstu útflutningsvörum Íslands í fram- tíðinni. Gróskan er að minnsta kosti mikil. - uhj Ferðamenn eyða meiru í íslenska hönnun Hanna Pétursdóttir fatahönnuður opnaði verslunina Hönnu þar sem hún selur föt undir nafninu Hanna. Hún segir erlenda ferðamenn á menningarreisu um landið sólgna í íslenska hönnun. Hanna í verslun sinni Hönnu á Laugavegi 20b. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hanna notar efni eins og ull, bómull, silki og satín í fatahönnun sinni. MYND/HÖRÐUR ELLERT Síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Einu sinni er verður í Norræna húsinu um helgina. Hugmyndin að sýningunni varð til á fundi hjá Hand- verki og hönnun í maí 2008, en hún gengur út á að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar með því að stefna saman tveimur ólíkum listamönnum. Tólf ein- staklingar voru valdir af Handverki og hönnun og hver þeirra valdi sér samstarfsaðila og var geng- ið út frá því að sá yrði af öðru sviði og af annarri kynslóð. Þema sýningarinnar, „gamalt og nýtt“, var valið í samvinnu við hóp- inn. Á sýningunni eru nytjahlutir sem unnir eru af þessum tólf pörum. Norræna húsið er síðasti viðkomustað- ur sýningarinnar. Hún var fyrst sett upp í Safnasafninu á Svalbarðseyri í apríl á þessu ári en hefur síðan verið sett upp á Ísafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki og í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Einu sinni er líður undir lok Aparím með Apalín eftir Guðnýju Hafsteinsdóttur og Karen Ósk Sigurðardóttur. Verk eftir George Hollanders og Guðrúnu Á. Steingrímsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.