Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 16. janúar 2010
Sjónvarpsstjarnan Heidi Montag,
sem gerði garðinn frægan í þátt-
unum The Hills, sem sýndir voru
á MTV, hefur ekki sést opinber-
lega undanfarnar níu vikur.
Ástæðan er sú að hún gekkst
undir tíu lýtaaðgerðir á einum
degi. „Undanfarin þrjú ár hef ég
velt þessu vandlega fyrir mér.
Það mætti segja að ég sé heltekin
af lýtaaðgerðum og mig langar
að láta lagfæra meira,“ sagði hin
23 ára gamla Montag í viðtali við
People. Stúlkan lét meðal annars
stækka á sér brjóst og varir,
minnkaði hökuna, lét fjarlægja
hrukkur og skerpa kinnbeinin.
Tíu aðgerðir
á einum degi
HELTEKIN Heidi Montag gekkst undir tíu
lýtaaðgerðir á einum degi.
Michael C. Hall, sem fer með
hlutverk morðingjans Dexters í
samnefndum sjónvarpsþáttum,
hefur greinst með eitilfrumu-
krabbamein af gerðinni Hodg-
kins. Hinn 38 ára gamli leikari
sagði að æxlið hafi greinst
snemma og því væru góðar líkur
á fullum bata. „Meinið greindist
snemma og með strangri með-
ferð ætti fullur bati að nást,“
sagði leikarinn sem þegar hefur
hafið lyfjameðferð. Miklar fram-
farir hafa orðið í meðferð á
krabbameini síðustu ár og hefur
árangurinn orðið einna mestur
hjá sjúklingum með Hodgkins-
sjúkdóminn.
Greindist
með krabba
MEÐ KRABBAMEIN Leikarinn Michael C.
Hall, sem fer með hlutverk í sjónvarps-
þáttunum Dexter hefur greinst með
krabbamein.
Rokksveitin Kings of Leon hefur
sagt skilið við rokklífernið og
leggur nú stund á golf. „Nathan
er frábær kylfingur en Caleb
nálgast hann óðfluga. Útgefandi
þeirra vonast til að þeir muni gefa
út aðra plötu nú í ár en þeir fara
sér hægt í þeim efnum. Þeim ligg-
ur ekkert á. Nú ætla þeir að njóta
lífsins fjarri upptökuverinu,“ var
haft eftir heimildarmanni sem
sagði jafnframt að mikil sam-
keppni ríkti meðal hljómsveitar-
meðlima.
Auk þess að leika golf hefur
trymbillinn Nathan einnig hafið
innflutning á gæðavíni frá Frakk-
landi og má því með sanni segja
að þeir ætli sér að njóta lífsins til
hins ýtrasta.
Golf í stað rokksins
LEIKA GOLF Hljómsveitarrmeðlimir Kings of Leon hafa tekið sér frí frá tónlistinni og
spila golf.
Landvarðanámskeið
Umsóknum skal skilað fyrir 5. febrúar 2010
til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24
eða í tölvupósti á umhverfisstofnun@ust.is
Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala,
heimilisfang, sími og netfang. Skilyrði er að
umsækjendur séu fæddir 1990 eða fyrr.
Skemmtileg störf í náttúru Íslands 18. febrúar til 21. mars
Kennt er um helgar og á
kvöldin á virkum dögum,
sjá dagskrá á
umhverfisstofnun.is
Námskeiðið er 110 tímar
og gjald kr. 120.000