Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 12
12 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hamfarir á Haítí Ljóst þykir að fjöldi látinna eftir jarðskjálftann á Haítí nemur tugum þúsunda, þótt enn sé of snemmt að nefna nákvæma tölu. Alþjóða Rauði krossinn telur að fjöldinn nálgist fimmtíu þúsund. Ólíklegt þykir nú að hundruð þúsunda hafi farist, eins og ráðamenn á Haítí óttuðust í fyrstu. Aðstæður til björgunar eru afar erfiðar og út um alla höfuðborgina Port-au-Prince eru lík hinna látnu, sums staðar eitt og eitt á stangli en annars staðar í hrúgum. „Allir eru með klút eða eitthvað fyrir vitum sér, því lyktin er óbæri- leg. Það eru bókstaflega lík úti um allt,“ segir Karel Zelenka, starfs- maður kaþólskrar hjálparstofnun- ar í borginni. Líkin eru það mörg að enginn tími vinnst til að bera kennsl á þau, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Þess í stað eru mörg þeirra sett í fjöldagrafir og það bíður síðari tíma að finna út úr því hverjir létu lífið í skjálftanum. Þrjár milljónir manna, eða um þriðjungur allra íbúa Haítí, eru tald- ar þurfa á neyðaraðstoð að halda. Töluverðar skemmdir urðu á flug- vellinum í Port-au-Prince, með þeim afleiðingum að flugvöllurinn getur engan veginn annað þeirri þörf sem er fyrir aðflutning hjálpargagna og aðstoðar. Vegasamgöngur yfir til Dóminíska lýðveldisins, sem er á sömu eyju og Haíti, eru afar erfið- ar og gagnast vart til að flýta fyrir því að hjálpargögn berist. Sjúkrahúsin í Port-au-Prince eru einnig flest illa farin og þau sem eftir standa ráða engan veginn við þörfina. Reynt er að hlúa að hinum særðu í tjaldskýlum og bráðabirgða- húsnæði hvers kyns, eða jafnvel bara úti á götu. Bandaríkjamenn hafa sent þús- undir hermanna til Haítí, bæði til að taka þátt í björgun og til að gæta öryggis. Talin er hætta á að til átaka komi vegna örvænting- ar heimamanna þegar hjálp berst seint. Ástandið hefur þó verið betra en óttast var að það gæti orðið og fréttir af því að hjálpargögnum hafi verið stolið frá Sameinuðu þjóðunum reyndust orðum aukn- ar, þótt eitthvað hafi verið um slíka þjófnaði. Bandaríkjamenn hafa einnig sent flugmóðurskipið USS Carl Vinson til Haítí, með 19 þyrlur sem þegar í stað voru teknar í notkun við björg- unarstörfin. Tvö kanadísk og eitt jamaískt herskip eru einnig fyrir utan höfuðborgina til stuðnings björgunarfólki. Bandaríska sjúkrahússkipið USNS Comfort verður einnig sent til Haítí á næstu dögum. Þar eru tólf skurðstofur og legupláss fyrir þúsund sjúklinga, þar af áttatíu á gjörgæslu. gudsteinn@frettabladid.is Björgunarstarf í kappi við tímann Björgunarsveitir glíma við afar erfiðar aðstæður á Haítí og litlar líkur á að nokkur finnist nú á lífi í rústunum. Reynt er að koma mat, vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjum eftir megni á staðinn. Tala látinna skiptir tugum þúsunda, nálgast líklega um fimmtíu þúsund. LÆKNISHJÁLP UNDIR BERUM HIMNI Brasilíski herinn kom upp hjúkrunaraðstöðu í herbúðum sínum í borginni. NORDICPHOTOS/AFP LÍK Á GÖTUNUM Stæk lykt og sýkingarhætta stafar af líkum sem liggja á víð og dreif í borginni. NORDICPHOTOS/AFP BEÐIÐ EFTIR AÐSTOÐ Heimilislaust fólk reynir að bjarga sér eftir bestu getu á götum og torgum borgarinnar. NORDICPHOTOS/AFP EYÐILEGGINGIN BLASIR VIÐ Svona er umhorfs víða í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, sem að mestu lagðist í rúst við jarðskjálft- ann á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.