Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 28
28 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR S érhæfðri rústabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar var flogið til Haítí á miðviku- dagsmorgun, daginn eftir að harður jarðskjálfti lagði höfuð- borg landsins, Port-au-Prince, og nærsveitir í rúst. Flugvél Icelandair, sem flutti sveitina til Haítí, var svo nýtt til að flytja erlenda ríkisborgara sem vildu kom- ast frá landinu í burtu. Um það bil 80 voru fluttir burtu frá Haítí, en sökum þess að áhöfn þotunnar þurfti að taka lögbundna hvíld þurfti að hafa viðkomu á Bahamaeyjum. Um 90 mínútur tekur að fljúga frá Haítí til Bahamaeyja. „Við buðum fólki sem var vegalaust að koma með okkur,“ segir Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur hjá utanríkisráðuneytinu, sem var með í för, og skipulagði meðal ann- ars heimflutning fólksins. Hann segir far- þegahópinn hafa verið nokkuð óvenjulega saman settan, og flestir tengdir trúboði eða trúarhópum. „Ég held ég hafi aldrei verið blessaður jafn oft,“ segir Þorbjörn, þegar hann rifjaði upp ferðina í samtali við blaðamann. Stærstur hluti farþeganna var hópur af um 50 Bandaríkjamönnum og Kanadabú- um af úkraínskum og rússneskum upp- runa. Hópurinn var staddur á Haítí til að byggja kirkju, og hafði nýlokið við bygging- una þegar skjálftinn reið yfir. Ekki fylgdi sögunni hvernig byggingunni reiddi af í skjálftanum. Nær allir farþegarnir sem fóru frá Haítí með íslensku þotunni urðu eftir á Bahama- eyjum og komu sér flestir eftir öðrum leið- um til Bandaríkjanna. Sex þýskir ríkis- borgarar, einn Breti og einn Frakki fengu þó far áfram til Íslands og flugu héðan til síns heima. Þorbjörn segir þotuna ekki hafa getað stoppað lengi á flugvellinum á Haítí, aðal- lega vegna þess að flugmennirnir þurftu að stoppa á Bahamaeyjum til að fá hvíld. Því hafi aðeins um 80 manns fengið far þótt fleiri hefði verið hægt að finna sem vildu fara hefði meiri tími verið til stefnu. Á lóð- inni fyrir utan flugstöðina hafi safnast tals- verður hópur af fólki, en engum sem beðið hafi um að fá að fara með vélinni hafi verið neitað. Til Íslands kom meðal annars fimm manna þýsk fjölskylda sem fór til Haítí á vegum kristilegra samtaka. Þorbjörn segir yngsta barnið aðeins hafa verið nokkurra mánaða gamalt og ekki hafi þótt forsvaran- legt að láta börnin vera áfram á hamfara- svæðinu þar sem aðgengi að hreinu vatni, rafmagni og hreinlætisaðstöðu sé lítið sem ekkert. Með fjölskyldunni var einnig þýskur emb- ættismaður sem hafði unnið að þróunarað- stoð á vegum Evrópusambandsins á Haítí. Hótel hans hrundi meðan hann var inni á herbergi sínu, en hann slapp ómeiddur. Hann stóð þó uppi slyppur og snauður og eftir að hafa gert sitt besta til að bjarga fólki úr rústunum strax eftir skjálftann ákvað þýska sendiráðið að senda hann heim með fjölskyldunni. Aldrei verið blessaður jafn oft Þota Icelandair sem flaug með rústabjörgunarsveit Landsbjargar til Haítí flutti um 80 erlenda ríkisborgara burt frá landinu. Flestir urðu eftir á Bahamaeyjum en nokkrir nýttu sér ferðina og fengu far til Íslands. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins, fékk að fylgjast með ferðum björgunarsveitarinnar og brottflutningi fólks frá Haítí eftir að jarðskjálfti lagði höfuðborg landsins í rúst. FLUTT BURTU Íslenska þotan flutti um 80 manna hóp frá höfuðborg Haítí. Flestir voru staddir í landinu á vegum trúarsamtaka. Í VÉLINA Stærsti hópurinn sem fluttur var á braut var hópur af ungu fólki frá Bandaríkjunum og Kanada sem hafði nýlokið við að reisa kirkju á Haítí þegar skjálftinn reið yfir. TIL ÍSLANDS Þýsk kona með þrjú börn fór ásamt eiginmanni sínum burt frá hamfarasvæðinu, enda þótti ekki forsvaranlegt að vera með börnin í landinu lengur. Fjölskyldan var nýkomin til landsins á vegum kristi- legra samtaka þegar jarðskjálftinn varð. MILLILENT Íslenska þotan þurfti að millilenda á Bahamaeyjum á leiðinni til Íslands svo áhöfnin fengi lög- bundna hvíld. Þýska fjölskyldan fékk því kærkomna hvíld í sannkallaðri paradís á jörð eftir að hafa upplifað hörmungarnar á Haítí. BJÖRGUNARSVEIT Talsverð ringulreið ríkti í höfuðborg Haítí strax eftir skjálft- ann. Íslenskir björgunarsveitarmenn notuðu tímann til að aðstoða fólk sem komið var á flugvöllinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.