Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 70
38 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. ÁRNI BJÖRNSSON ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐ- INGUR ER FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1932. „Þjóðsagan getur vissu- lega verið vitrari en sagnfræðingarnir. Árni var forstöðumaður þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafns Ís- lands frá 1969 til 2002. Hann er líka rithöfundur. Ein merkasta bók hans er Saga daganna sem fjallar um merkisdaga á Íslandi. Hún er jafnframt doktorsritgerð hans sem hann varði 1993. MERKISATBURÐIR 1605 Fyrsta útgáfa Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes kemur út í Madríd. 1945 Adolf Hitler fer í byrgi sitt. 1947 Talsímasamband milli Ís- lands og Bandaríkjanna er opnað. 1960 Selma Jónsdóttir listfræð- ingur ver doktorsritgerð við Háskóla Íslands fyrst kvenna. 1966 Metropolitan-óperan er opnuð í New York. 1995 Snjóflóð fellur í Súðavík með þeim afleiðingum að fjórtán manns farast. 2005 Adriana Iliescu fæðir barn 66 ára gömul og er elsta nýbakaða móðirin í heim- inum. Búnaðarbanki Íslands var seldur þennan dag árið 2003, síðastur íslensku bankanna þriggja. Þar með var beinni þátttöku ríkisins í íslensku bankakerfi lokið – að sinni. Kaup- verðið var tæpir tólf milljarðar. Svokallaður S-hópur, með Ólaf Ólafsson, forstjóra Sam- skipa, í broddi fylkingar keypti 45,8 prósent hlut í bankanum en afgangurinn seldist í al- mennu útboði á genginu 4,81. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra skrifuðu undir samningana fyrir hönd ríkisins en S-hópur- inn samanstóð af fólki í fyrirtækjunum Keri, VÍS, Samvinnulífeyrissjóðnum og Eignarhaldsfé- laginu Samvinnutryggingum. Þýski einkabank- inn Hauck Aufhäuser var tilgreindur sem einn af kaupendum með S-hópnum og hann lagði fram rúma fjóra milljarða króna. Samningar gengu út á að kaupverðið yrði greitt í dollurum að tveim- ur þriðju hlutum. ÞETTA GERÐIST: 16. JANÚAR 2003 Búnaðarbankinn var seldur GENGIÐ FRÁ MÁLINU. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mánudaginn 18. janúar eru 80 ár síðan Hótel Borg tók fyrst til starfa en það var glímukappinn Jóhannes Jósefs- son, eða Jóhannes á Borg, sem ásamt konu sinni, Karólínu Guðlaugsdóttur, lagði allt sitt fé í að reisa hótelið. Í dag reka KEA-hótel Hótel Borg og hafa gert í fimm ár en Ólafur Þorgeirsson er hótelstjóri. „Á þeim fimm árum sem við erum búin að reka hótelið hafa fjögur ár farið í að endurbyggja það,“ segir Ólafur en innviði hótelsins voru komin á tíma þannig að í dag er allt nýtt innan hótelsins nema steypan sjálf. „Endurbæturnar eru allar í art deco- stíl, sem Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, hafði til við- miðunar þegar hann teiknaði húsið. Þannig voru ný húsgögn til að mynda flutt inn frá þýsku art deco-fyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði húsgagna sem samsvara húsgögnum frá 1930 í útliti og gerð. Þannig að þrátt fyrir að allt sé nýtt, þá er gamla stílnum haldið og sál hússins og ég held að Jóhannes yrði stoltur ef hann sæi hótelið í dag.“ Að sögn Ólafs vilja gestir hótelsins gjarnan fá að skoða það í bak og fyrir og ræða sögu þess. Í dag eru gestir hótelsins flestir erlendir en þó á hót- elið mikið af fastagestum, Íslending- um búsettum erlendis sem og útlend- ingum, sem koma reglulega og sækja hótelið heim. „Gestir hótelsins eru allt frá ferðamönnum og upp í þekkta leik- ara og höfðingja og svo allt þar á milli. Margir hafa taugar til hótelsins enda þekkir maður það sjálfur, sem borinn og barnfæddur Reykvíkingur, hvað hót- elið er mikið stolt borgarinnar. Það er því búið að vera mjög gaman að vera með í þessum breytingum því þetta er mikil og falleg bygging. Páll Hjaltason, arkitektinn sem kom að þessu, sagði að það sem hann hefði viljað gera árið 1992, þegar byrjað var á endurbótum af fyrri eiganda, hafi verið klárað núna alla leið þannig að við erum mjög stolt yfir afrakstrinum.“ Nú á sunnudag verður Hótel Borg með opið hús fyrir gesti og gangandi sem vilja skoða breytingarnar en hótelið mun bjóða upp á rjómapönnukökur og kaffi í tilefni þess og afmælisins. En á svo gömlu hóteli, eru þá engir gamlir „andar“ sem svífa yfir vötn- um? „Þegar Jóhannes og Karólína ráku hótelið bjuggu þau einnig sjálf á hótelinu, í turnsvítunni, sem er afar glæsileg, en þau skildu síðar og þá bjó Karólína ein í turninum. Sumir segjast finna fyrir sál hennar en við verðum í það minnsta ekki vör við annað en það sé þá afar góð sál í húsinu.“ juliam@frettabladid.is HÓTEL BORG: MEÐ OPIÐ HÚS Í TILEFNI 80 ÁRA AFMÆLIS VISS UM AÐ JÓHANNES YRÐI STOLTUR AF HÓTELINU Í DAG GAMLA STÍLNUM HALDIÐ Í BREYTINGUM Ólafur Þorgeirsson, hótelstjóri Hótel Borgar, mun ásamt starfsfólki hótelsins taka á móti gestum og gangandi á sunnudag og kynna breytingar hússins. Hér er Ólafur til hægri ásamt yfirkokki Hótel Borgar, Hafþóri Sveinssyni. MYND/GVA Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Þórðarson Hábergi 24, lést á Landspítalanum Fossvogi, föstudaginn 15. janúar. Sigríður Sóley Magnúsdóttir Margrét Harðardóttir Svavar Magnússon Helga Magnea Harðardóttir Hafliði Jóhann Hafliðason Inga Mjöll Harðardóttir Guðlaugur Þór Ásgeirsson Guðný Harðardóttir Valur Emilsson Hrönn Harðardóttir Júlíus Hjörleifsson Hörður Harðarson Margrét Dóra Árnadóttir Svanhildur Ólöf Harðardóttir Þorfinnur Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Hrafns Sæmundssonar. Stuðningur ykkar er mikils virði. Ester Hulda Tyrfingsdóttir Agnes Huld Hrafnsdóttir Páll Breiðfjörð Pálsson Hulda María Hrafnsdóttir Björn Hersteinn Herbertsson Berglind Hrönn Hrafnsdóttir Ólafur Vignir Björnsson Eva María, Viktor Hrafn, Páll Elvar, Sindri Freyr, Hrafnhildur, Zophanías, Ester Hulda, Fjölnir Þór og Alma Júlía. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðbjarni Jóhannsson húsasmíðameistari Vesturgötu 98, Akranesi, lést á Landspítalanum mánudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 14.00. Bára Guðjónsdóttir Jóhann Rúnar Guðbjarnason Margrét Björg Marteinsdóttir Guðrún Guðbjarnadóttir og barnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Bjarni G. Bachmann fv. kennari og safnvörður, Helgugötu 10, Borgarnesi, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, miðvikudag- inn 13. janúar 2010. Anna Þ. Bachmann Þórður Bachmann Björg H. Kristófersdóttir Guðrún K. Bachmann Pétur Guðmundsson Guðjón Bachmann Kristín Anna Stefánsdóttir Atli Bachmann Þórhildur Kristín Bachmann og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.