Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 78
46 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR
OKKUR
LANGAR Í
…
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Sýn margra hönnuða fyrir næsta vor og sumar er sérlega létt og kvenleg og
virðist jafnvel innblásin af fornum gyðjum. Kjólar og buxnasamfestingar
voru rykktir og með fellingum og einnig var mikið um slík pils og blússur.
Þessa tískubylgju mátti sjá aðallega hjá Lanvin, Stellu McCartney og Isabel
Marant og litir voru allt frá ferskjubleikum yfir í grátt og kóngablátt. - amb
FELLINGAR OG RYKKINGAR NÆSTA VOR:
KVENLEG MÝKTAPPELSÍNU-GULT Falleg
siffonblússa við
ljósbleikt pils frá
Lanvin.
KÓNGABLÁTT
Fallegur stutt-
ur sumarkjóll
frá Lanvin.
NÚTÍMALEGT
Grátt dress
úr prjónaefni
frá Haider Acker-
man.
TÖFF Flott
samsetning
af buxum,
skyrtu og
jakka hjá
Isabel
Marant.
SAMFESTINGUR
Grár buxnasam-
festingur frá
Isabel Marant.
KAMPA-
VÍNSLITAÐ
Dásam-
legur sam-
festingur
tekinn
saman í
mittið frá
Lanvin.
> SARAH JESSICA VINNUR FYRIR HALSTON
Bandaríska tískuhúsið Halston sem
hefur verið í uppbyggingu á ný eftir
að hafa verið eitt vinsælasta
merki áttunda áratugarins,
hefur tilkynnt að leikkonan
Sarah Jessica Parker muni fá
háttskipað starf hjá þeim. Er
talið að hún muni vinna
með hönnunar-
teyminu.
Nýja og endurbætta Double Wear-
augnblýantinn frá Estée Lauder.
Helst á augunum – lengi!
Flottan hnýttan klút
frá hönnuðinum
Philippe Clause.
Dásamlega nýja ilm-
vatnslínu frá Make
Up Store en þar eru
á ferð nútímalegar
og girnilegar ilm-
tegundir fyrir allar
gerðir kvenna.
Einhvern tímann í haust rambaði ég á japanska vefsíðu um fyrirbærið
„Ganguro girls“. Eins og flestir vita búa Japanir að stórfenglegri götu-
tísku sem skiptist í alls konar hópa og þessi „Ganguro“-stíll er einn af
þeim. Það sem vakti furðu mína og kátínu þegar ég horfði á kennslu-
myndband um „Ganguro“-málningu var að japanskar stelpur byggja
lúkkið á hinni vestrænu skinku. Förðunin er eftirfarandi: sérlega
dökkbrúnu meiki er makað á andlitið. Hvítum augnskugga er makað
yfir augnlokin og undir augun, og svo svörtum blýanti meðfram aug-
unum. Þetta er kórónað með miklum varablýant, bleikum varalit og
svörtum strikum á augabrúnirnar.
Það sem er skemmtilegast við þessa Tókíó-tísku er að einhvern veg-
inn taka þær skinkuna skrefinu lengra. Þannig fer skinkulúkkið allan
hringinn og hættir að verða hallærislegt og verður í staðinn næstum
því töff, svona á skrýtinn hátt. Svo kóróna þær þetta með gersamlega
yfirgengilegum skinkudressum, stuttum þröngum bleikum pilsum,
hvítum bolum þar sem sést í brjóstaskoruna og strípulitað ljóst hár
með Paris Hilton-legum tíkarspenum. Ganguro þýðir „svart andlit“
hjá Japönum og þetta útlit þykir fremur exótískt fyrir
þjóð sem einkennist af fölum húðar lit og hrafn-
tinnusvörtu hári. Reyndar var stíllinn líka
innblásinn af japanskri klámmyndastjörnu,
Ai Iijima, sem var voðalega fræg á tíunda
áratugnum og gekk í litríkum og kynþokka-
fullum fatnaði. En svona þegar maður
spáir í það þá er „skinku“-útlitið sem nú er
orðið fast í sessi örugglega líka innblásið
af klámmyndastjörnum okkar vestræna
heims. Eru ekki klámmyndastjörnur ein-
mitt málaðar, greiddar og klæddar í
þessum anda? Með dökkappelsínugul
andlit, teiknaðar augabrúnir og varaút-
línur? Hver veit, en skemmtileg pæling
engu síður.
Japanar taka skinkuna
skrefinu lengra