Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 74
42 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Spænsk-íslenska listamanna- tvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur verið valið til að sýna fyrir Íslands hönd á Feneyjatví- æringnum árið 2011. Verk Libiu og Ólafs einkennast af opnum og gagnrýnum vinnu- brögðum þar sem tekist er á við spurningar úr samtímanum, þær greindar og settar fram í listrænni útfærslu. Þau fást einkum við þær breytingar sem orðið hafa á sam- félögum í kjölfar vaxandi alþjóða- væðingar og menningarlegrar blöndunar og þau flóknu tengsl sem af þessu spretta. „Þetta er mikill heiður af því að það eru margir góðir listamenn á Íslandi sem koma til greina í hvert skipti. Maður þarf að vera heppinn líka og standa sig,“ segir Ólafur. Þau Libia kynntust í Hollandi árið 1997 og hafa starfað saman síðan. Bjuggu í Rotterdam en komu sér nýlega fyrir í Berlín. „Við höfum verið í miklu sambandi við lista- lífið á Íslandi og sýnt hér nærri því einu sinni á ári, og stundum tvisvar, síðan við byrjuðum að vinna saman. Árið 1998 tókum við í fyrsta skipti þátt í Listahátíð í Reykjavík með verk sem reyndar eyddi sér sjálft, sprakk á síðasta degi. Verkið var samansafn lík- amsúrgangs í krukku og sprakk vegna gasmyndunar. Við vorum fjarri góðu gamni, komin til Hol- lands, svo það lenti á fjölskyldunni að þrífa upp eftir okkur.“ Sé eitthvert mark takandi á Ragnari Kjartanssyni, sem var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum í sumar, er mikil klóak- fýla í Feneyjum. Kannski gæti því verk í springandi líkamsvessastíl hentað? Ólafur dregur það stór- lega í efa. „Það er margt í gangi í Feneyj- um. Rosalegur ferðamannaiðnaður og þessi sprengja sem Tvíæring- urinn er setur margt úr skorðum í samfélaginu. Það myndast mjög sérstök stemning. Það er mjög spennandi að finna flöt á því hvað við gerum á sýningunni. Þó það sé meira en ár í þetta er enginn tími til að hafa tærnar upp í loft.“ Enda ýmisleg fleiri verkefni sem bíða listamannana. „Nú erum við að gera verk fyrir sýningu í Nap- ólí og sama dag og við heyrðum af Tvíæringnum fengum við til- kynningu um að myndbandsverk- ið Lobbyist hefði komist að á víd- eóhátíð á Pompidou-safninu í París í lok febrúar. Það var skemmti- legt að þetta skyldi hittast á sama daginn.“ drgunni@frettabladid.is Tvíæringurinn spennandi verkefni Í SLIPPNUM Ólafur Ólafsson (í drakt) og Libia Castro (í fiskvinnslugalla). Á spjaldinu stendur: Lífið er kontrataktur. MYND/SJÓNAUKI Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag; Ragnar Kjartansson sýnir afrakstur Feneyjatvíæringsins og Ingunn Fjóla Ingþórsdótt- ir opnar sýningu sína Ljósbrot. Um er að ræða innsetningu sem fyllir allan sýningarsalinn með marglitum strengjum sem minna á geisla úr óskilgreindum ljós- gjafa. Strengirnir mynda eintóna litafleti sem fléttast saman og klofna eins og þegar ljós brotnar og klofnar. Verkið er eins konar völundarhús gagnsærra lit- aflata sem áhorfandinn hefur yfirsýn yfir um leið og litaspil þeirra bland- ast saman og úr verð- ur heild. Hálf gegn- sæir veggirnir mynda síbreytilegt litaspil í sjónrænni heild og leiða sýningargestinn í gegn- um rýmið þannig að hann hverf- ur inn í nánast óefniskennt geislaflóðið. Ingunn er ung listakona sem á að baki fáar en áhuga- verðar sýn- ingar. Hún hefur unnið stór málverk sem eru bundin ákveðnu rými og verk þar sem hún notar aðferðir málara- listarinnar á þrívíða hluti sem áhorfandinn gengur inn í. Í Ljósbroti mætast þættir sem listakonan hefur áður nýtt í verkum sínum, en það eru lita- spil og formrænir fletir málverka, og rýmishugs- un sem ögrar skynj- un áhorfandans af umhverfinu. Ingunn Fjóla býr og starfar í Hafnarfirði. Árið 2009 hlaut hún hvatning- arstyrk Hafn- arfjarðarbæjar til ungra lista- manna. Eins konar völund- arhús Ingunnar LJÓSBROT Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir ögrar skynjun áhorfandans af umhverf- inu. > Ekki missa af Á morgun, sunnudaginn 17. janúar kl. 13 verða tónleikar í nýrri röð tónleika í Salnum í Kópavogi fyrir börn og fjöl- skyldufólk undir heitinu Töfra- hurð. Þessir tónleikar bera yfirskriftina „Hljóðin í frum- skóginum“. Fram koma dans- arar frá Listdanskóla Íslands, Frank Aarnink slagverksleikari, Sigurþór Heimisson leikari, Margrét Stefánsdóttir sópran og Katie Buckley hörpuleikari. Börn eru beðin um að koma klædd sem frumskógardýr. Í dag kl. 17 Hinir árvissu nýárstónleikar Salon- sveitar Sigurðar Ingva fara fram í Salnum í Kópavogi í dag. Þar verður leikin svellandi Vínartónlist, valsar, polkar og fræg óperettulög. Að þessu sinni bregður sveitin út af vananum og leikur þekkta sígilda slagara í bland. Í ár syngur Auður Gunnars- dóttir sópransöngkona með Salon- sveitinni og ekki má gleyma glæsi- númeri Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Á sunnudagskvöldið stefna Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari hraðbyri niður tónstigann á tónleikum sínum í Íslensku óperunni sem heita því sérkennilega nafni Á niðurleið! Tónleikarnir byggja á dagskrá sem var í Salnum í sumar undir sama heiti og fékk fádæma viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Flutt verða íslensk sönglög, ljóð og aríur og eftir því sem líður á tónleik- ana lækka alltaf neðstu nóturnar. Viðfangsefni bassasöngvarans eru oft á tíðum gamansöm og í bland við drykkju- vísur og slagara verður sungið um kónga og djöfla, ríkidæmi og fátækt. Bjarni hefur útbúið „tónleikatrailer“ sem hægt er að sjá á YouTube, þar sem hægt er að fá smá sýnishorn af efni tónleikanna. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miða- verð er 2.900 kr. Bjarni á niðurleið BASSI Bjarni Thor syngur niður tónstigann. Í dag kl. 15 opnar Listasafnið á Akureyri yfirlitssýningu á verk- um hollenska myndlistarmannsins Jorisar Rademaker. Hann er fædd- ur í smábænum Eersel í Hollandi árið 1958 en hefur búið á Íslandi í hartnær tvo áratugi. Hann hefur fengist við myndlist frá árinu 1983 og einnig starfað sem myndlist- arkennari á Akureyri um árabil. Undanfarin ár hefur hann starf- rækt Gallerí+ á Akureyri ásamt Pálínu Guðmundsdóttur, eiginkonu sinni. Joris var útnefndur bæjar- listamaður Akureyrar árið 2006. Myndlist Jorisar spannar ólíkar stefnur og rýfur skörð í þá múra sem eitt sinn stóðu fyrir kynslóða- bili andstæðra fylkinga, segir í til- kynningu. Sýningin stendur til 7. mars og er opin alla daga nema mánudaga frá 12-17. Skynvilluleikir á Akureyri HUGSANAFLÆÐI Joris Rademaker kann- ar möguleika skynjunarinnar. Ævintýraferð um undraheima vatnsins í Borgarleikhúsinu „Yndisleg sýning fyrir börn frá sex eða átta ára aldri og foreldra þeirra, afa og ömmur.“ María Kristjánsdóttir, eyjan.is Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is Aukasýningar Sunnudagana 17. og 24. janúar kl. 14.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.