Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 82
50 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR Leikkonan Jessica Alba sagði í nýlegu viðtali að það að eyða tíma með dóttur sinni hjálpi henni að slaka á eftir erf- iðan dag. Hún sagðist jafnframt ekki vera jafn dómhörð á sjálfa sig eftir að hún varð móðir. „Honor er besta ráðið gegn stressi. Þegar ég eyði tíma með henni fæ ég betri yfirsýn á það sem skiptir máli. Ég get verið mjög gagnrýnin á sjálfa mig en eftir að ég eignaðist Honor þá gefst ekki tími í það. Mig langar líka að kenna henni að maður lærir af mistökum sínum og að lífið heldur áfram.“ Aðspurð sagðist leikkonan sátt við líkama sinn eftir barnsburðinn og seg- ist hafa lært að meta sig eins og hún er. „Jafnvel þó margir mundu telja slitfarið á maganum vera lýti þá er ég sátt við það. Meðgangan var ótrúleg upplifun og þess vegna tek ég slitinu og signu brjóstunum fagnandi.“ Ánægð með lífið ÁNÆGÐ MÓÐIR Jessica Alba segir dóttur sína vera besta ráðið gegn stressi. In Touch greindi frá því í vikunni að söngkonan LeAnn Rimes óttist að kærasti hennar, leikar- inn Eddie Cibrian, verði henni ótrúr. Þau kynnt- ust í fyrra þegar þau léku saman í sjónvarps- mynd, en þau voru bæði gift þegar samband þeirra hófst. Samkvæmt heimildar- mönnum er Rimes svo áhyggju- full að hún þorir ekki að skilja Cibrian einan eftir og eyðir nú miklum tíma á tökustað sjónvarpsþátt- anna CSI: Miami. „Eddie hefur alltaf verið daðr- ari, en þegar LeAnn er viðstödd þorir hann ekki að horfa á eða tala við aðrar konur. Eddie er farið að þykja stöðug nærvera hennar óþægi- leg og biður hana um að bíða eftir sér í búningsherberg- inu.“ LeeAnn óttaslegin ÓÖRUGG LeAnn Rimes eltir kærasta sinn í vinnuna. Natalie Portman ætlar aldrei aftur að koma nakin fram á hvíta tjaldinu. Hún lék í nektaratriði í myndinni Hotel Chevalier sem kom út 2007 og í framhaldinu birtust myndir af henni á klámsíðum á Netinu, henni til mikillar óánægju. „Það er leiðinlegt að vita til þess að helmingurinn af dómunum um myndina snerist um nektina. Þá fór ég að sjá eftir því að hafa gert þetta,“ sagði Portman. „Ég er ekki viðkvæm gagnvart nekt. Mér finnst fallegt að hafa hana í kvikmyndum og kynlíf er svo stór hluti af líf- inu. Mér finnst nektin samt dreifa athyglinni frá því sem skiptir aðal- máli. Myndin af mér endaði á klám- síðum og það fékk mig til að velta þessum hlutum fyrir mér.“ Ekki aftur nakin NATALIE PORTMAN Ísraelska leikkonan ætlar aldrei aftur að koma nakin fram á hvíta tjaldinu. Coco Sumner, hin nítján ára dóttir tónlistarmannsins Sting og eigin- konu hans Trudie Styler fetar nú í fótspor pabba síns og hefur gefið út fyrsta lagið sitt. Hún notar lista- mannsnafnið I Blame Coco og í laginu, „Caesar“, syngur hún með sænsku söngkonunni Robyn. Búast má við stórri plötu í fram- tíðinni en Coco er á samningi við Island-útgáfuna. Sting á sex börn sem flest fást við listir. Elsti sonur hans Joseph Sumner er í hljóm- sveitinni Fiction Plane og dætur hans Kate og Bridget eru leikkonur. Dóttir Stings gefur út COCO SUMNER Dóttir Sting er að gefa út sitt fyrsta lag. Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas ætlar að taka sér langþráð frí eftir að tón- leikaferð hennar um Ástralíu lýkur í næsta mánuði. Rokkararnir eru úrvinda eftir að hafa gefið út þrjár plötur frá árinu 2004 og farið í tónleikaferðir um heiminn til að fylgja þeim eftir. „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því en þetta verða lík- lega síðustu tónleikarnir okkar í dálítinn tíma, nema eitthvað óvænt komi upp á,“ sagði gítarleikarinn Dave Keuning. „Við höfum ekki fengið frí í langan tíma. Við höfum farið í tónleikaferðir og búið til plötur stanslaust síðustu sex ár. Það hefur ekki verið mikill frítími þess á milli. Það er eins og fólk haldi að við getum gert þetta endalaust án þess að hvíla okkur. Núna viljum við bara slappa af og gera eitthvað meira fyrir sjálfa okkur,“ sagði hann. Killers í frí THE KILLERS Rokkararnir í The Killers fara í langþráð frí í næsta mánuði eftir mikið álag undanfarin ár. Joe Goddard í hljómsveitinni Hot Chip segir að frammistaða Susan Boyle í sjónvarpsþættinum Britain´s Got Talent hafi veitt sér innblástur að laginu Keep Quiet. Goddard samdi lagið strax eftir að hafa séð Boyle syngja I Dreamed a Dream í þættinum. „Ég hafði aldrei horft áður á þáttinn og mér fannst hann alveg magnaður,“ sagði Godd- ard. „Bara að hlusta á þetta lag fékk mig til að semja nýtt lag. Ég sendi það til Alexis [Taylor] og hann var ekki lengi að semja textann og senda hann til mín.“ Næsta plata Hot Chip, One Life Stand, er væntanleg 8. febrúar. Susan Boyle hafði áhrif HOT CHIP Söngkonan Susan Boyle veitti Hot Chip innblástur í laginu Keep Quiet. Aflýsa þurfti tónleikum söngkonunnar Lady Gaga á fimmtudagskvöld vegna veikinda tónlistarkonunn- ar aðeins klukkustund áður en þeir áttu að hefjast. Læknar Lady Gaga bönn- uðu henni að fara á svið eftir að hún hné niður í búningsherbergi sínu skömmu fyrir tón- leikana. Hún átti í erfiðleikum með andardrátt og var með óreglu- legan hjartslátt sem l æk n a r töldu afleiðing- ar ofþreytu. Lady Gaga bað aðdáend- ur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni seinna um kvöldið. „Ég hef grátið stans- laust síðustu tvo tím- ana, mér finnst sem ég hafi brugðist aðdáendum mínum í kvöld. Klukkutíma fyrir tón- leikana fékk ég aðsvif og átti erfitt með andardrátt. Sjúkra- liðar komu til að sinna mér og sögðu mér að hjartsláttur minn væri óreglulegur. Ég heyrði tón- leikagestina fagna þaðan sem ég sat í búningsherberginu mínu,“ skrifaði söngkonan sem hefur verið á ferð og flugi mestan hluta ársins 2009 við tónleika- hald. Söngkonan, sem er 23 ára gömul, sló í gegn árið 2008 með laginu Just Dance og hefur síðan þá gefið út tvær hljóm- plötur sem selst hafa í um átta milljónum ein- taka. Hún var tilnefnd til sex Grammy verð- launa fyrir fyrstu hljómplötu sína, The Fame, og var meðal annars tilnefnd í flokknum um hljóm- plötu ársins. Lady Gaga mun næst koma opinber- lega fram á Grammy-verð- launaafhending- unni sem fram fer þann 31. janúar næst- komandi, en söngkon- an hefur verið tilnefnd til fimm verðlauna. Lady Gaga hné niður FÉKK AÐSVIF Söngkonan Lady Gaga þurfti að aflýsa tónleikum vegna veikinda. Hún bað aðdá- endur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni. Söngkonan hefur verið þekkt fyrir að ótroðnar slóðir í fatavali en hún er ein skærasta stjarna popp- heimsins um þessar mundir. NORDIC PHOTOS/GETTY Viltu hætta að reykja? Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst mánudaginn 18. janúar 2010. Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is Nánari upplýsingar á www.krabb.is/reykleysi Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.