Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 16. janúar 2010 12
Glænýtt svið var töfrað fram í
Laugardalslauginni í gærkveldi
þar sem glæsileg opnunarhátíð
alþjóðlegu Reykjavíkurleikanna
fór fram sem endaði með sundlaug-
arpartíi. Í dag og á morgun verður
keppt í sundi bæði fatlaðra og ófatl-
aðra, frjálsum íþróttum, badmin-
toni, dansi, fimleikum, skylming-
um, keilu, listhlaupi á skautum og
júdói. Almenningi er að sjálfsögðu
frjálst að fylgjast með og aðgangur
er ókeypis í mörgum tilfellum.
„Þetta er afreksíþróttamót og
hér er fullt af öflugum keppend-
um, bæði íslenskum og erlendum,“
segir Kjartan Ásmundsson. Hann
er verkefnastjóri leikanna fyrir
hönd Íþróttabandalags Reykja-
víkur sem sér meðal annars um
umgjörð þeirra, opnunarhátíð og
lokahóf en hver íþróttagrein er á
ábyrgð einstakra félaga og sam-
banda innan ÍSÍ.
Reykjavíkurleikarnir eru
haldnir nú í þriðja sinn með
þessu fjölbreytta sniði en áður
höfðu verið haldin alþjóðleg mót
í sundi og frjálsum íþróttum í jan-
úar í nær tvo áratugi. Fyrirlestr-
ar um afreksíþróttamennsku eru
nýjung í ár. Þeir eru undir yfir-
skriftinni „listin að sigra“. Í dag
flytja Viðar Halldórsson íþrótta-
félagsfræðingur, Róbert Magn-
ússon sjúkraþjálfari og Ólafur
Sæmundsson næringarfræðing-
ur erindi á íslensku og á morgun
verða Viðar og Róbert með sína
fyrirlestra á ensku, auk þess sem
sundþjálfarinn Finn Zachariass-
en bætist við.
Kjartan segir keppendurna
á leikunum vera á ýmsum aldri
eftir greinum. „Keppendur í list-
hlaupi á skautum eru ungir, líka
í fimleikum og dansi en þeir sem
keppa í keilu eru eldri þannig að
aldursbilið er kannski frá fjór-
tán ára upp í fertugt. Markmiðið
með mótinu er að auka samkeppn-
ishæfni íslensks afreksfólks í
íþróttum og draga úr ferðakostn-
aði þess með því að fá til landsins
sterka erlenda keppendur. Hér í
Laugardalnum höfum við allt
til alls, frábær mannvirki með
stuttu millibili og gististaði allt
í kring.“
Lokahátíðin verður á Broadway
annað kvöld. Auk veitinga verða
þar veittar viðurkenningar fyrir
besta árangur í einstökum grein-
um og Páll Óskar mun halda uppi
fjöri. En af hverju valdi ÍBR ein-
kunnarorðin friður á jörð? Kjart-
an svarar því svo: „Það er alger-
lega klassískt og á vel við svona
leika. Það er hasar og læti meðan
á keppni stendur en svo sættast
allir í lokin.“
gun@frettabladid.is
Læti meðan á leikum
stendur en að lokum sátt
Um tvö þúsund afreksmenn í íþróttum eru mættir til leiks í hinum ýmsu greinum því Reykjavík Inter-
national Games 2010 fer fram í Laugardalnum í dag og á morgun. Þemað er friður á jörð.
„Þetta er afreksíþróttamót og fullt af öflugum keppendum, bæði íslenskum og erlendum,“ segir Kjartan Freyr og nefnir sem
dæmi Alexander Dale Oen sem var annar í bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Margret Demleitner kennari Lífsskólans ehf. verður með námskeið
helgina 23.-24. janúar kl. 9 til 17 báða dagana og þriðjudaginn
26. jan frá kl 18 til 22. Greiðslan er 30.000 sem má skipta.
Kennslugögn eru innifalin.
Margret Demleitner er iðjuþjálfi , náttúrulæknir/heilpraktier, grasa-
læknir og ilmolíufræðingur og stundar einnig nálastungumeðferðir.
Á námskeiðinu verður farið yfi r infl úensur A, B og Svínafl ensu, orsakir
þeirra, útbreiðslu og náttúrulegar meðferðir við þeim. Einnig verður
farið í orsakir blóðtappa og heilablæðinga. Fyrirbyggjandi aðferðir og meðferð eftir áfall
Skráning og upplýsingar í síma 557 7070 og á vefpósti lifsskolinn@simnet.is
einnig á heimasíðu skólans www.lifsskolinn.is
Lífsskólinn ehf.
Aromatherapyskóli Íslands
SAHAJA
YOGA
Í hverjum manni leynist hárfín orka sem liggur
í dvala í spjaldbeininu.
Orka þessi skerpir athygli þína, eykur starfsgetu og lífsþrótt og
fyrirbyggir sjúkdóma.
Kynningarnámskeið haldin 1. og 3. hvern mánudag í hverjum
mánuði að Dalbraut 27, 105 Reykjavík.
Öll námskeiðin eru ókeypis.
Upplýsingar í síma 846 9570 eða 897 7434
www.sahajayoga.is
„Þú færð ekki skilið tilgang þinn í lífinu fyrr en þú hefur tengst
orkunni sem skapaði þig“
Shri Mataji Nirmala Devi, Stofnandi Sahaja Yoga
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 │108 Reykjavík │sími 551-6646
Opið virka daga 10-18 │ laugardaga 10-14
Útsalan er hafin
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki