Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 94
62 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR
Verslunin 12 tónar er óvænt
orðin fræg á heldur sérstökum
stað, nánar tiltekið í Japan. Safn-
plata verslunarinnar er í 14. sæti
á popplista I-tunes, innan um
alþjóðlegar stórstjörnur.
Ekki fór mikið fyrir plötuút-
gáfunni 12 tónum á síðasta ári
– miðað við fyrri ár að minnsta
kosti – en menn sátu þó ekki
með hendur í skauti. Verslunin
er vinsæl hjá túristum og Lárus
Jóhannesson, annar eigendanna,
segir að 12 tónar líti í auknum
mæli til Japans. „Fyrir mörgum
árum tók ég eftir því að Japanar
voru að láta taka myndir af sér
fyrir utan búðina,“ segir hann.
„Staðreyndin er sú að búðin er
orðin býsna fræg í Japan. Milli
jóla og nýárs kom til dæmis Jap-
ani í pílagrímsferð til Íslands, og
meðal annars í 12 tóna. Hann var
skjálfandi á beinunum og þegar
ég sagði honum að ég væri annar
eigandinn varð hann alveg berg-
numinn og lét taka mynd af sér
með mér inni í búðinni. You make
me so happy, sagði hann svo og
titraði allur og skalf.“
Áhugi Japana hefur skilað
sér inn á japanska I-tunes-vin-
sældalistann eins og áður segir
þar sem safnplatan Aurora er í
14. sæti á popplistanum – innan
um Rihönnu, Susan Boyle og
Lady Gaga. Japanska útgáfan
Rambling Records gefur plötuna
út og lögin eru af útgáfuskrá 12
tóna, meðal annars með Ragn-
heiði Gröndal, Jóhanni Jóhanns-
syni og Ingibjörgu Þorbergs.
„Þetta fyrirtæki fer óhefð-
bundnar leiðir og þeir selja það
sem þeir gefa út mikið í tískubúð-
um og kaffihúsum. Þeir fengu að
hanna umslagið sjálfir og skelltu
norðurljósum og hreindýri fram-
an á. Ég veit nú ekki hvað þetta
hefur selst í mörgum eintökum
og líklega fer þetta nú ekki langt
upp í Icesave-skuldirnar. Og þó,
þetta er náttúrlega 120 milljóna
þjóð.“
12 tónar gefur út nokkrar plötur
á næstunni, meðal annars plötur
með Skúla Sverrissyni og hljóm-
sveitinni Hudson Wayne. Og svo
á að halda japönsku útrásinni
sprelllifandi. „Við ætlum að opna
sérstaka heimasíðu fyrir Japans-
markað á þessu ári. Það verð-
ur einhver skrítinn japanskur
vinkill á því. Örugglega slatti af
norðurljósum.“ drgunni@frettabladid.is
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. bátur, 6. skammstöfun, 8. líða vel,
9. ílát, 11. númer, 12. helgitákn, 14.
hopp, 16. í röð, 17. eldsneyti, 18.
illæri, 20. á fæti, 21. slabb.
LÓÐRÉTT
1. þilfar, 3. mun, 4. íauki, 5. sam-
stæða, 7. árásargjarn, 10. meðvitund-
arleysi, 13. ákæra, 15. gróft orð, 16.
stækkaði, 19. guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. skip, 6. eh, 8. una, 9. ker,
11. nr, 12. kross, 14. stökk, 16. jk, 17.
kol, 18. óár, 20. tá, 21. krap.
LÓÐRÉTT: 1. dekk, 3. ku, 4. innskot,
5. par, 7. herskár, 10. rot, 13. sök, 15.
klám, 16. jók, 19. ra.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 10
1 Þriðjungurinn.
2 Dimmalætting.
3 Þrjú tonn af vatni.
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í handbolta, þreytti
frumraun sína sem pistla-
höfundur í morgunútvarpi
Rásar 2. Ólafur sveik
hvorki aðdáendur sína né
unnendur heimspekilegra
vangaveltna þótt
eflaust hafi margir
verið skildir eftir
í tómarúmi eftir
að hafa hlýtt á
lokaorð heimspekingsins því þau
samanstóðu af veiðistöng, jójói,
Esjunni, tekatli, Esjunni og William
Blake.
Það er gósentíð hjá sjónvarpsáhorf-
endum um þessar mundir. Söngva-
keppni Sjónvarpsins, þar sem
hinar óléttu Ragnhildur Steinunn og
Eva María halda
um stjórnar-
taumana, er
augljóslega
ekki búin að
missa neitt af
sjarma sínum
og þjóðin virðist
hafa enda-
lausan áhuga
á misgóðum
lögum. Samkvæmt áhorfsmælingu
Capacent Gallup horfði rúmlega
helmingur þjóðarinnar á aldrinum
12-80 ára á keppnina sem verða að
teljast hreint út sagt ótrúlegar tölur.
Spaugstofan nýtur greinilega góðs af
nærveru Söngvakeppninnar því nán-
ast jafnmargir horfðu á fjórmenning-
ana fara á kostum í síðasta þætti.
Sigurganga Wipeout með Friðriku
Hjördísi í aðalhlutverki heldur
áfram þótt það sé áþreifanlegur
munur á áhorfinu milli
aldurshópa. Eldra liðið
á heimilinu virðist
kjósa frekar að horfa
á Útsvar, spurn-
ingaþátt sveitar-
félaganna á RÚV,
en yngri kynslóðin
nýtur þess að horfa
á íslenska kepp-
endur hrasa um
hverja þrautina af
fætur annarri í
Argentínu. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Adam Barr, virtur handritshöfundur í
Hollywood, hefur skrifað handrit að prufu-
þætti, svokallaðan „pilot“, fyrir banda-
rísku útgáfuna að Næturvaktinni. Barr
þykir feikilega öflugur í sjónvarpsgeira
Bandaríkjanna. Hann var hluti af hand-
ritshöfundateymi Desperate Housewives-
þáttanna og skrifaði handritið að átján
þáttum fyrir hina margverðlaunuðu
gamanþætti Will & Grace sem sýndir voru
við miklar vinsældir á Skjá einum fyrir
nokkrum árum.
Samkvæmt tilkynningu frá Saga Film
hefur sjónvarpsveldið Fox tryggt sér sýn-
ingarréttinn á þáttunum en það er fram-
leiðslufyrirtækið Reveille sem á end-
urgerðarréttinn næstu fimm árin. Það
hefur framleitt þáttaraðir á borð við The
Office og Ugly Betty. Að sögn Hannesar
Pálssonar hjá Saga Film er málið ekki
lengra á veg komið en í handritsfarveginn
og því á enn eftir að ákveða hvenær verði
ráðist í sjálfan prufuþáttinn. Hann er þó
bjartsýnn á að í ljósi þess hversu hratt
málið hefur gengið fyrir sig að það verði
von bráðar.
Í bandarískum sjónvarpsiðnaði er nú að
renna upp svokallað „pilot-season“ en þá
prufukeyra bandarísku sjónvarpsstöðvarn-
ar nýjar hugmyndir frá handritshöfundum
sínum og hugmyndasmiðum. Næturvaktin
er því að reyna við nálaraugað. Yfir fimm-
tíu handrit berast stóru sjónvarpsstöðv-
unum á þessu tímabili en milli sex og tíu
þeirra fá styrk til að gera svokallaðan
pilot-þátt. Hátt í 150 þættir eru síðan
prufukeyrðir á þessu tímabili en sjónvarps-
stöðvarnar mæla áhorfið á sérstökum
sjónvarpsrásum og í framhaldinu er tekin
ákvörðun um hverjir fá að lifa áfram. - fgg
Næturvaktin reynir við nálaraugað
STYTTIST Í ANNAN ENDANN Ljóst er að drengirnir í Nætur-
vaktinni eru farnir að banka ansi fast á dyrnar í Hollywood.
Þungavigtarmaður í sjónvarpsgeiranum þar vestra skrifar
handritið að ensku útgáfunni.
Hildur Sverrisdóttir
Aldur: Ég
er 31 árs en
verð 32 ára á
árinu.
Starf: Ég er
lögfræðingur.
Fjölskylda:
Ég á sambýl-
ismann sem
heitir Teitur
Björn Einars-
son og er
forsvarsmað-
ur Eyrarodda
hf. á Flateyri.
Búseta: Bý á Ásvallagötunni.
Stjörnumerki: Vog. En í einhverj-
um fræðum mundi ég flokkast
sem sporðdreki því ég fæddist tíu
mínútum áður en það merki tók
við. En meirihlutinn vill flokka mig
sem vog.
LÁRUS JÓHANNESSON: SAFNPLATA 12 TÓNA VINSÆL Í JAPAN
Lárus í 12 tónum fékk
Japana til að titra og skjálfa
„Ég hugsa að ég hefði ekki tekið þetta að mér fyrir
nokkurn annan starfsmann Birtíngs,“ segir lögmað-
urinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur hefur tekið að sér að verja bróður sinn,
Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann á DV, í máli fót-
boltakappans Eiðs Smára Guðjohnsen gegn honum
og ritstjórum blaðsins. Vilhjálmur hefur höfðað
þónokkur mál gegn Birtíngi, sem gefur meðal
annars út DV, fyrir hönd skjólstæðinga sína. Þá
ritaði hann fræga grein í Fréttablaðið í fyrra
þar sem hann sagði að starfsmenn útgáfunnar
væru síbrotamenn á sviði ærumeiðinga og ann-
arra brota á lögum um prentrétt. „Ég tók þar sér-
staklega fram að þetta ætti ekki við um alla
starfsmenn Birtíngs. Þar starfar mikið
af góðum og öflugum blaðamönnum
sem vanda sín störf í hvívetna,“ segir
Vilhjálmur, spurður um málið. „Ég er
ekki að vinna fyrir Birtíng og mun
ekki senda fyrirtækinu reikning fyrir
mína vinnu. Ég geri þetta pro bono
fyrir litla bróður minn.“
Vilhjálmur hefur hrellt marga blaða-
menn í réttarsalnum, en hann er fyrr-
verandi knattpsyrnumaður með Þrótti.
Það þykir því afar sérstakt að hann sé að
verja blaðamann í máli gegn fótbolta-
manni.
Er tilfinningin skrítin?
„Ef Eiður hefði einhvern tíma spilað
með Þrótti, þá hefði ég ekki treyst mér til
að taka til varna í málinu.“ - afb
Vilhjálmur ver blaðamann
GÆTIR BRÓÐUR SÍNS Vilhjálmur hefur hrellt
blaðamenn í gegnum tíðina, en hyggst nú
verja bróður sinn, blaðamanninn, nú þegar
Eiður Smári hefur kært hann.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
STÓRIR Í JAPAN
Lárus Jóhannesson, annar eigandi 12
tóna, segir búðina býsna fræga í Japan.
Umslagið fyrir safndiskinn skartar hrein-
dýri og norðurljósum.