Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 34
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson Pennar: Roald Eyvindsson Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Sigríður Tómasdóttir skrifar KVIKMYNDIR Tónleikarnir hafa það markmið að skemmta börnum og unglingum og kynna þeim sígilda tónlist,“ segir ítalski flautuleikarinn Pamela De Sensi sem stendur fyrir tónleikaröð í Salnum fyrir börn og fjölskyldufólk sem ber heitið „Töfrahurð“. Tónleikarnir sem haldnir eru á morgun bera yfirskriftina „Hljóðin í frumskóg- inum“ en á þeim eru slagverkshljóðfæri í aðalhlutverki og er efnisskráin byggð upp í kringum slagverk. Ferð á tónleikana er samt miklu meira en bara að setjast niður og hlusta. „Tón- leikagestir geta mætt snemma. Það verð- ur tekið á móti þeim af Götuleikhúsinu og krakkarnir geta fengið andlitsmáln- ingu ef þeir vilja. Krakkarnir eru einn- ig hvattir til að mæta í dýrabúningi,“ segir Pamela sem er ítölsk en hefur verið búsett hér á landi í sex ár. „Ég bjó í Róm og skipulagði þar í mörg ár svona fjölskyldutónleika og það var alltaf draumur minn að standa fyrir við- líka viðburðum hér á landi.“ Auk þess að fá andlitsmálningu taka áhorfendur mikinn þátt í tónleikunum. „Við bjóðum krökkum að koma upp á sviðið, áhorf- endur klappa taktinn með í verkunum og ýmislegt fleira. Þetta eru ekki tónleikar þar sem á bara að sitja og hlusta heldur fá áhorfendur að taka þátt,“ segir Pamela. Þannig má segja að upplifunin að fara á tónleikana sé ekki bara sú að hlusta á tónlist heldur minnir hún á leikhúsupp- lifun. Dansarar úr Listdansskóla Íslands koma einnig fram á tónleikunum þannig að mikið gengur á í húsinu. „Það verður að vera mikið að gerast á sviðinu fyrir börnin, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Pamela. Tónleikarnir sjálfir taka um 45 mínútur í flutningi en Götuleikhúsið er á ferðinni frá klukkan 12.30 þannig að óhætt er að mæta snemma. Tónlistin sem verður flutt er í fyrsta lagi verk eftir Oliver Kentish, sem skrif- að er fyrir slagverk og börn, en auk þess tónlist eftir Jórunni Viðar, C. Deane, K. Abe, I. Xenakis, D. Erb, K. Ahrendt. Frank Aarnink slagverksleikari ber hit- ann og þungann af tónlistarflutningn- um en auk hans koma fram Sigurþór Heimisson leikari, Margrét Stefánsdótt- ir sópran, Katie Buckley hörpuleikari og Pamela De Sensi. Að sögn Pamelu hefur fjölskyldutón- leikunum verið vel tekið. „Fólk er duglegt að mæta snemma sem er mjög skemmti- legt.“ - sbt Áhorfendur slá taktinn á fjölskyldutónleikum Hljóðin í frumskóginum eru spennandi titill á spennandi tónleikum sem haldnir verða í Salnum á morg- un. Skipuleggjandi þeirra og tónleikaraðar fyrir fjölskyldufólk, flautuleikarinn Pamela De Sensi, segir algjöran draum að skipuleggja tónleika fyrir börn og unglinga. Stemning Börn í búningi í Salnum. Upplifun Nemendur úr Listdanskóla Íslands taka þátt í tónleikunum. Tilfinningaflóð í kjölfar fæðingar Heimildamyndin Le Premier Cri eða Frumgráturinn eins og hún heitir á íslensku verður sýnd á frönsku kvik- myndahátíðinni sem hófst í vikunni. Hún fjallar um fæðingar víða um heim eða eins ogstendur í tilkynningu: „Hrífandi heimilda- mynd þar sem því tilfinningaflóði sem barnsfæðing kemur af stað er lýst af mikilli nærfærni. Hér er sögð töfrandi saga fyrsta gráts ævinnar, sem staðfestir komu manns í heiminn. Fæðingin er í sviðsljósinu, um allan heim. Ólík lönd, ólíkar þjóðir og ólík menning er vettvangur þessarar fallegu og óvenjulegu ferðar. Á einum sólarhring um allan heim mætast örlög ólíkra einstaklinga í einni sameiginlegri upplifun; að koma barni í heiminn. Í myndinni er fylgst með komu raunverulegra barna í heiminn og fyrstu upplifunum þeirra. Fæðingar í fjarlægum löndum eru eins ólíkar og manneskjurnar eru margar.“ ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Degi barnanna minna lýkur yfirleitt með því að við foreldrarnir lesum fyrir þau bók eða bók-arkafla. Bækurnar sem verða fyrir valinu eru af ýmsum toga, mjög oft myndabækur með stuttum texta en við erum auðvitað farin að færa okkur upp á skaftið eilítið enda eldra eintakið orðið fimm ára og tími til kominn að bjóða upp á meiri fjölbreytni í lestri. Þó að ég hefði haldið, áður en ég eignaðist börn, að ég myndi velja bækur af mikilli kostgæfni ofan í mín börn þá hefur reyndin frekar orðið sú að við lesum allt sem til fellur, sem er ansi mikið því bæði eru til á mínu heimili barnabækur frá því að foreldrarnir voru litlir, frá frændfólki auk nýútkom- inna bóka. Gæðin eru auðvitað mjög misjöfn á þessum bókum og þær reyna mismikið á taugar foreldr- anna. Sumar eru ansi mikil steypa svo ekki sé meira sagt, ég gafst reyndar upp á því að vera áskrifandi að bókaklúbbi smábarna vegna ruglbóka sem fylgdu annað slagið þeirri áskrift. Nú er verið að lesa Bangsímon á heimilinu og þó að ævintýri hans séu vel kunnug börnunum, þökk sé klassískri Disney-mynd, þá tók aðeins lengri tíma að tengja við bókina. Textinn er líka nokkuð þungur og uppfullur af útúrsnúningum og húmor sem kannski fer stundum fyrir ofan garð og neðan hjá börn- um. Það virðist hins vegar ekkert trufla þau og þau hlusta af athygli á ævintýri bangsans vitgranna. Eftir að lestri lýkur hefur sá háttur verið hafður á að þau mega fletta bókum sjálf áður en þau fara að sofa. Það hefur ætíð gengið vel með drenginn. Hann skoðar nokkrar bækur og sofnar svo. Hins vegar ber svo við að stúlkan virðist haldin miklum bókatryllingi sem felst í því að hún þarf alltaf að ná sér í fleiri og fleiri bækur áður en hún lognast út af þreytt í bókahrúgu. Nú er vandinn hvernig við eigum að taka á þessu máli. Eigum við að banna henni að ná sér í bækur og setja upp í rúm eða eigum við bara að sýna mál- inu skilning og líta á þennan bókaþorsta sem mikið gáfumerki? Tilraunir til að fjarlægja bækurnar á meðan hún er vakandi hafa ekki endað sérlega vel, hún æpir bók! bók! og vill fá að „lesa sjálf“ eins og hún segir. Persónulega þykir mér mjög þægilegt að styðja mig við þá uppeldiskenningu um þessar mundir að hún sé tveggja ára og því á erfiðum aldri (the terri- ble twos segja enskir) og frekja og fyrirtekt verði fyrir bí þegar hún verður þriggja. Kemur svo í ljós hvort að ég hef rétt fyrir mér síðar á þessu ári. Í bili að minnsta kosti fær hún að halda upptekn- um hætti, ná sér í þær bækur sem hún vill lesa og rogast með þær í rúmið. Bókatryllingur stúlkubarns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.