Fréttablaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 20
20 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Hallgrímur Helgason skrifar
um Icesave
Kæru landsmenn. Í dag er dagur nr. 462 í Icesave. Og
hér kemur grein nr. 1000 um
málið. Þið fyrirgefið.
Eitt sinn vorum við þjóð í sjokki
sem skammaðist sín fyrir græðgi
sinna drengja og samþykkti hvað
sem var. Kannski ekki alveg eins
og dýrið í bílljósunum heldur
meira eins og dýralæknir í bílljós-
um. Síðan vorum við þjóð að koma
út úr sjokki sem ætlaði að vera
dugleg stelpa
og sýna heimin-
um að hún vildi
bæta sitt ráð.
Eins og nýkjör-
inn formaður
húsfélags sem
lofar að deila
dópskuld pakks-
ins á fjórðu á
allar hæðir, af
(kannski aðeins
of mikilli) stórmennsku og heið-
arleika. Nú erum við þjóð sem
þreytt er orðin á sjokki og veit
ekkert í sinn haus. Stöndum ráð-
villt úti á túni og hlýðum á veg-
farendur segja hvað okkur ber og
ekki. Skoðanakannanir orðnar að
skrattaskemmtun.
Ný rök dynja á okkur úr öllum
áttum. Allir vinir Fésbókar eru
gengnir í Icesave-söfnuðinn og
birta nýjustu vitranir daglega.
Eftirlaunaðir stjórnmálamenn
hafa kastað golfkylfunni og skrifa
langar lærðar greinar. Á hverjum
morgni berast okkur álit erlendra
sérfræðinga, mótrök innlendra
lögspekinga, úttektir eldheitra
áhugamanna, flokkslínur fjög-
urra flokka og fokklínur æptar
úr bloggheimum, að ógleymdum
spunameisturum ríkisstjórnar og
hrunameisturum Haarde-stjórn-
ar. Hver ný skoðun hefur mök við
þá fyrri sem getur af sér þrettán
nýjar svo úr verður leðurblökuger
í hverri stofu landsins. Er nema
von við séum ringluð?
Alþjóðlegur vinkill
En þó virðast 999 greinar um
Icesave ekki hafa verið alveg til
einskis. Fimmtán mánuðum eftir
að heimasíðum Landsbankans í
Hollandi og Bretlandi var lokað af
Tortólfum tveimur, þeirra digru
stjórum og slaufuburðarmanni
flokksins (án þess svo mikið
að segja „Sorry, off with your
money to the Caribbean!“) hefur
málið þokast inn á nýjar lendur,
ögn víðari en þær gömlu. Þótt
synjun forsetans hafi látið okkur
berja höfði í borð þegar hún barst
okkur yfir Skerjafjörðinn verður
því víst ekki neitað að með henni
komst málið út úr eldhúskrók-
um Íslands og inn í heimsfrétt-
irnar. Skyndilega fékk íslenska
þrasið alþjóðlegan vinkil: Eftir að
hafa bergmálað milli bloggmáls-
klettanna í Dimmuborgum í heilt
ár náði það loks inn á hótelherbeg-
in í Hong Kong og Kæró, þar sem
heimsfólkið tekur sín eftirjólafrí.
Fjármálatímans menn og konur
hófu að tjá sig, sjónvarpsmenn
á BBC og CNN, vitringar á Wall
Street og sérfróðir í City, og komu
margir á óvart með afstöðu sinni
í Icesave. Og okkar eigin miðlar
opnuðu á símtöl utan úr heimi.
Holy Miss Joly sat ásamt Eiffel-
turni og Evrópuþingmanni í Silfri
Egils. Öll þrjú sögðu hreint út að
við þyrftum ekki að borga. En ég
verð að borga! Ég vil borga! hróp-
aði samviskan og lét sjálfsásök-
unarsvipuna ganga á baki sér.
Tortólfarnir og Slaufi stálu þess-
um peningum af stritandi bresk-
hollenskum almenningi, lífeyr-
issparendum og líknarfélögum, í
nafni Gullfoss og Geysis, Bóbós og
Bjarkar, mín og þín. Ekki viljum
við þjófsnautar vera, í heimsfrægu
þjófslandi búa.
Eða hvað?
Ryðgaður á flokkslínunni
Fremstir í flokki þeirra sem segja
nei, við skuldum ekkert, eru lög-
fræðingarnir. Því doktorsgráð-
ugri menn eru í þeirri þrætulist,
því harðari eru þeir á sakleysi
Íslands. Sem segir manni að lög-
fræði virðist ekkert hafa með
siðgæði að gera. Nördar eru þeir
kallaðir sem einungis blína á bók-
stafinn og fátt annað skilja. Og
megum við sannarlega þakka
fyrir að meirihluti landsmanna
sé ekki lögfræðimenntaður; þá
fyrst myndi þjóðfélagið leysast
upp í lögleysu. „Nei, ég má þetta!
Þessi grein stangast á við hefð-
bundna túlkun á 32. annarri grein
laga 212 frá ‘94 og gildir því ekki!
Bla bla bla.“
Þó verður að viðurkennast að
Icesave-málið er ekki einungis sið-
ferðilegs og stjórnmálalegs eðlis
heldur lagaleikskrói líka.
Sjálfur hef ég setið ryðgaður á
flokkslínunni í þessu máli, eins
og gamalgróinn bolti, allt frá því í
síðustu sumarbyrjun. Og það mest
af hreinni þrætuþreytu. Eins og
fleiri treysti ég mínu fólki til að
gera það sem best og nauðsynleg-
ast var. Ég var á kafi í skáldsögu
og gat ekki tekið mér það viku-
frí sem þurfti til að setja mig inn
í Icesave. Ég las því ekki samn-
inginn, setti mig ekki inn í smá-
atriðin, lét það eftir fólkinu sem
ég kaus. Er það ekki þannig sem
lýðræðið virkar? Verkaskipting.
Vinkona mín brosti góðlát-
lega að þessari yfirborðskenndu
afstöðu og skeiðaði niður á Aust-
urvöll til að standa þar í lapp-
irnar, á íslenskum upphlut, gegn
Icesave, ásamt öllum reiðu Sögu-
hlustandi leigubílstjórunum og
leðurhönskuðu jeppaköllunum
sem alltaf hafa kosið Sjálfstæðis-
flokkinn og munu áfram gera því
allir eru þeir spennufíklar sem
elska hrun. (Á tímabili var sem
allt „fína og ábyrga peningafólkið“
okkar (hægrisinnaðir húseigend-
ur á hægðalyfjum) væri á móti því
að borga Icesave en „óábyrga hug-
sjónafólkið“, sem hefur hvorki vit
né áhuga á peningum (værukærir
videoglápandi vinstrimenn), væri
það sem vildi standa við skuld-
bindingar Íslands.) En vinkona
mín á upphlutnum var hvorki jarð-
eigandi né jeppakall heldur fjall-
kona dagsins sem vissi hvað það er
að bera íbúð og bíl á bakinu í vinn-
una sérhvern dag og ætlaði alls
ekki að bæta gullveislum Tortólfa
á það hlass. Fyrir þá sannfæringu
sína var hún til í að standa lengi á
Austurvelli, á milli þess sem hún
þrælaði sér í gegnum samninginn.
En gagnvart þeim eldmóði voru
sum okkar hreinlega, já, of þreytt.
Sjálfur var ég, eins og fleiri, búinn
með mótmælakvótann fyrir árið
2009, og einbeitti mér að öðru,
leiddi næstum því hjá mér þessa
staðföstu andstöðu við Icesave. En
er það ekki þannig sem lýðræðið
virkar? Verkaskipting.
Og nú sér hún árangur erfiðis
síns, Fjallkonan á Austurvelli.
Þolinmæði hennar var ekki til
einskis.
Það þurfti þrætuvetur
Í Icesave var ekkert til einskis.
Pelsafólkið með rauðu blys-
in, brjálæðingarnir í búsáhalda-
byltingunni, bloggarinn austur á
Reiðafirði, reiði kallinn í útvarps-
símanum, eitilhörðu indífensarnir,
hagfræðingurinn okkar í London
sem eyddi fimm helgum í greina-
skrif, fréttaritarar og fræði-
menn, þingmenn og -konur sem
vöktu fram á nótt og fluttu sínar
misvitru ræður fram í myndavél-
arnar, flokksformenn og embætt-
ismenn, hlustendur og hlæjend-
ur, lögfræðingar allir og landsins
heitapottsverjar, við sem sátum
heima þreytt: Allir gegndu sínu
hlutverki. Enginn gerði ekkert í
Icesave.
Tölum okkur ekki niður og út.
Verum nú aðeins stolt af okkur.
Það þurfti heilan þrætuvetur
til. Lýðvirknin hefur sjaldan
verið meiri hér á landi.
Og Icesave er sann-
a rlega ek k i
ómerkilegt
mál, heldur dæmisaga á verald-
arvísu sem verðskuldar líklega
allan þann tíma sem hún þarf.
En auðvitað er þetta búið að vera
drepleiðinlegt. Auðvitað var ein-
hver í pólitískri keilu. Auðvitað
var einhver að nota málið sér til
frama. Auðvitað var hún hvim-
leið, þingröddin Vigdísar Hauks.
Auðvitað var hún pínleg, einurðin
Þorgerðar Katrínar. Og auðvitað
er erfitt að heyra óminn af grein-
um um Icesave sem birtast að
sögn í Mogga; erfitt að heyra um
„heiðvirt“ fólk sem af einhverjum
ástæðum kýs að birta sín sjónar-
mið í hvítþvottavél flokksins,
innan um óhreina tauið ritstjór-
ans, sjálfs Hertogans af Icesave.
Og auðvitað sitja gömlu vinirnir
hans, þeir Tortólfur og Slaufi, enn
óáreittir í Ísbjargarhöllum sínum
vítt um bæinn og aðrar borgir.
En eftir stendur að málið er enn
óklárað.
Og opið á ný.
Víðsýni vindhanans
Alþjóðleg umræða um Icesave
var skiptilykillinn sem skrúfaði
mig lausan af flokkslínunni. Tos-
aði mann upp úr skotgröfinni. Ég
fór að hlusta á fleiri sjónarmið
en Jóhönnu og Steingríms. Hvað
annað var hægt? Maður varð líka
að sætta sig við að málinu yrði
ekki troðið niður um þjóðarkok-
ið. Andstaðan var of massíf til að
verða hundsuð. „Hinir sauðþráu
Íslendingar!“ (Roy Hattersley á
morgunvaktinni). Og Ólafur Ragn-
ar of glansþurfi til að geta skrifað
undir. Hann sem var orðinn forar-
seti þráði að verða forseti á ný.
En eigum við samt ekki að hrósa
nýju stjórninni fyrir að gefa mál-
inu svo langan lífdag? Einhverju
sinni hefði það verið klárað í
einum karlanna hvelli með Hall-
dór máttugan Blöndal á bjöllunni.
Já. Svona erum við vinstrimenn
miklir vindhanar. Svona erum við
úthaldslausir í afstöðunni og alltaf
til í að skoða málin upp á nýtt. Nei,
svona erum við víðsýnir, opnir og
sanngjarnir. Er það hættulegt? Já,
það er stórhættulegt, segir Einar
félagi Kárason á Fésbók. Og taka
má undir það. Hrunameistararn-
ir bíða umsátursmalandi utan
við borgarmúrana, ásamt sinni
fuglahvíslandi náhirð. Sigmundur
Davíð Oddsson gæti verið sestur
yfir okkur á morgun ef við pöss-
um okkur ekki. Hingað til hafa
Hádegismórarnir haft það ömur-
lega geð í sér að æpa stöðugt á þau
sem eru að reyna að semja okkur
upp úr feninu sem þeir steyptu
okkur í. Og já, flestir eru þeir á
því að ekki þurfi að borga: Dóp-
istinn reynir allt til að sannfæra
mömmu og pabba um að þau þurfi
ekki að borga skuldir hans, og
það þó að handrukkarinn sé kom-
inn í hús og hafi tekið gömlu hjón-
in hálstaki, brugðið hnífi á háls,
með AGS-ið húðflúrað á ennið. En
hér kemur þúsundasta og fyrsta
spurning í Icesave: Eigum við
ekki að taka mark á Evu Joly bara
af því að hún segir það sama og
hrunameistararnir í Hádegismó-
um? Hún gerir það auðvitað á allt
öðrum forsendum.
Hertoginn og Holy Joly
Er vinstriþjóðin þá fjölskylda
týnd á fjöllum, hitalaus og
matar-, sem neitar aðstoð björg-
unarsveitar, þegar hún loks berst,
á þeim forsendum að einhverjir
meðlimir hennar séu of hægri-
sinnaðir? Eigum við að láta hruna-
meisturunum það eftir að leyfa
þeirra frumstæðu sjálfsvarnar-
sjónarmiðum að fæla okkur frá
hugsanlegum björgunarköðlum?
Þá hefur eyðileggingaröflun-
um fyrst tekist ætlunarverk sitt
þegar þau ná að byrgja okkur sýn
til ALLRA átta, til ALLRA lausna,
þegar þeim hefur tekist að úti-
loka ákveðin sjónarmið, einungis
vegna þess að sjálf hafi þau viðrað
viðlíka skoðanir.
Hér má gjarnan líta upp úr skot-
gröfum, sleppa taki á flokkslínum,
taka skrefið út í efann og óvissuna,
líta í kringum sig. Ég get ekki sagt
að ég hafi þegar skipt um skoðun í
Icesave-málinu en ég er að skoða
mig um. Hvað er í boði? Hvað
er enn hægt að gera? Icesave er
komið á nýjan reit, ef til vill upp-
hafsreit. Og því spyr ég ykkur þau
sem enn eruð hörð á bandi samn-
ings nr. 2: Hvernig eigum við að
geta samþykkt svo stórar álögur
í þjóðaratkvæði þegar manneskja
eins og Eva Joly segir að okkur
beri engin skylda til að borga?
Afstaða Hertogans og náhirðar
hans er einföld: Þið þurfið ekki að
borga fyrir mistök okkar. Þar talar
ranglætið um réttlæti. Afstaða
Evu Joly er hinsvegar reist á
sanngirni í alþjóðasamskiptum.
Þar talar réttlætið um ranglæti.
Eigum við ekki að hlusta?
Mistök ríkisstjórnar
Eigum við ekki að reyna að meta
stöðuna upp á nýtt í ljósi nýjustu
vendinga? Og eigum við ekki að
viðurkenna að mistök hafi átt sér
stað? Í Icesave hefur ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur grúft sig
um of yfir málið, í verkstíl henn-
ar sjálfrar, en ekki horft á það úr
fjarlægð. Hér vantaði alþjóðlegt
samráð og samhengi. Hér vant-
aði Jóns Baldvins-vinkilinn. Við
nefndarskipun var fjármálaráð-
herra jafnvel svo nærsýnn að hann
horfði einungis inn í eigin flokk
eftir hæfu fólki. Slíkt gat aðeins
valdið vantrausti. Steingrímur J.
ætlaði að sóla upp kantinn í þess-
um landsleik, leika á alla bresku
atvinnumennina einn, og skora
markið sem átti að duga okkur
til jafnteflis. Og síðan hvenær
hafa landsleikir farið fram með
leynd?
Og já, hvað sem má um útrásir
forsetans segja var þessi hans síð-
asta dæmi um það sem við biðum
of lengi eftir: Að einhver ráðamað-
ur okkar, enskumælandi og ótitr-
andi, talaði okkar máli í miðlum
heimsins. Leiðtogar okkar hafa
verið of fastir í leðjuslagnum
heima. Og gleymdu því að Icesave
er ekki aðeins dapurlegur kafli í
Íslandssögunni heldur hefur það
einnig alþjóðlega skírskotun, ef
ekki heimssögulega þýðingu. Það
vitum við loksins almennilega
nú.
Þá gleymdist einnig gjörsam-
lega að ganga á sökudólgana
sjálfa og þeirra sigurjónsdigru
sjóði. Það var auðvitað bjartsýni
að ætla þjóðinni að borga þeirra
illu prívatskuldir á meðan þeir
sjálfir héldu áfram að sóla sig í
eigin skartgripaskini, á sínum
eigin veröndum, í sínum eigin
lúxhúsum. Sjálfur höfuðpaurinn
var ekki einu sinni yfirheyrð-
ur af rannsóknarnefnd Alþingis
fyrr en fjölmiðlar sögðu frá því
stóra stikkfríi! Á meðan Icesave-
snillingarnir, Tortólfarnir, Digr-
ar tveir og Slaufi, hafa ekki enn
verið gerðir upp og allt þeirra fé
lagt inn í þessa miklu þjóðarskuld
getur ríkisstjórnin ekki ætlast til
þess að landsmenn gangi glaðir til
þeirra borgunarverka. Fólk verð-
ur að minnsta kosti að finna þef-
inn af réttlætinu ef það á að sætta
sig við ranglætið.
Ógeðsdrykkir samstöðunnar
En hvað er þá til ráða?
Nú þarf að gera það sem gerast
átti löngu fyrr: Að teknar séu eign-
arnámi eigur allra „eigenda“ og
stjórnenda Landsbankans gamla
og settar ofan í skúffu til að grípa
til síðar. Að forsætisráðherra hífi
sig upp úr pappírunum og stígi
fram fyrir þjóðarskjöld. Að full-
trúar allra hinna misvitru stjórn-
málaflokka séu kallaðir til samn-
inganefndar, svo þeir séu allir
undir þá sömu svipu settir sem
þjóðaratkvæðisgrýlan er. Og að
beitt verði alveg nýrri tegund af
herkænsku með vísun í glóðvolga
alþjóðaumræðu um málið.
Auðvitað er ekki auðvelt að sætta
sig við aðkomu gömlu fjárhyggju-
postulanna að málinu. Auðvitað
er ekki auðvelt að sætta sig við
að sjá formann Sjálfstæðisflokks-
ins sitja við ríkisstjórnarborð, nú
þegar hann hefur loks náð sínum
siðferðilega botni með því að líkja
sér við sjálfan Jón Sigurðsson og
mótmæla að hans hætti nauðar-
samningum sem voru þó tilraun
til að bjarga þjóð frá klúðri hans
eigin flokks. Prinsinn af Icesave
hefur enn ekki sýnt þá döngun að
stíga fram og biðja okkur afsök-
unar á klíkuverkum Hertogans og
slaufuburðarmanna hans. (Hugs-
ið ykkur, fimmtán mánuðum eftir
hrun hefur enginn tekið ábyrgð á
Icesave!) Nei, í staðinn lýsir hann
sig sjálfstæðishetju sem ætlar að
bjarga landinu sem hann missti
þó sjálfur í sjóinn og lætur klappa
fyrir sér í Valhöll, þessum ellibú-
stað aflóga guða fjárhyggjunnar.
Í raun er það nánast óskiljanlegt
hvernig Sjálfstæðismenn hafa
treyst sér til að tjá sig yfir höfuð
um Icesave, þennan beiskasta kal-
eik sem nokkur stjórnmálaflokkur
hefur fært þjóðinni. Á karlrembu-
tíð var talað um afturbatapíkur en
í þessu tilfelli væri nær að tala um
skyndibatapíkur.
Þá er heldur ekki auðvelt að
sætta sig við að sjá Framsóknar-
formann við samningsborð fyrir
Íslands hönd. Skeleggur má hann
vera en líkt og hans smekklausi
kollega ber hann ennþá klíkuglæpi
fortíðar á bakinu. Þá hefur afstaða
hans í málinu verið mjög fram-
sóknarleg: Eitt sinn vildi hann
ekkert borga, þá vildi hann dóm-
stólaleið, síðan vildi hann eitt-
hvað borga, loks þráði hann þjóð-
aratkvæði en vatt því síðan í nýjan
kross, en gerði það þó allt með
miklum þjósti.
En hér verðum við semsagt
að taka fram stóra skoltinn og
kyngja ýmsum ógeðsdrykknum,
allt í þeirri von að málið klárist
og þjóðin fái samþykkt það. Þá er
hollt að líta til þess að síst er Sam-
fylkingin saklaus af hruni. Henn-
ar var bankamálaráðherra Icesa-
ve-tímans og með henni búa enn
ýmsir hrunamenn og -konur sem
sagan segir að fái krot í kladda
rannsóknarnefndar. Og ekki eru
Vinstri-grænir hreinar meyjar
lengur, eftir að hafa tekið sinn
eigin Hertoga fram yfir óum-
deildan fagmann sem for-
mann fyrstu nefndar.
Og já, hver er svo ég
að saka Framsókn
um skoðanastjákl,
þegar þessi þús-
undasta grein um
Icesave inniheld-
ur að minnsta
kosti tíu tilhlaup
að skoðun í mál-
inu. En hér er
það einfaldlega
Grein númer 1.000 um Icesave
HALLGRÍMUR
HELGASON
KJARTAN
GUNNARSSON,
BJÖRGÓLFUR
GUÐMUNDS-
SON OG
DAVÍÐ ODDS-
SON